Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.03.1957, Blaðsíða 6
sótt þau, ef þau eru á sínum stað, heldur líka leitað að þeim og fundið þau, ef þau eru ein- hvers staðar í nágrenninu. Hún arkar háleit milli tjarnanna með 4—5 metra langa hrífu til að hreinsa af frárennslisopunum. Lok af fiskkössum tekur hún upp og leggur á sinn stað. Jafn- vel fötu með tveim hönkum, sem ætlazt er til að tveir menn beri milli sín, getur hún borið á móti manni. Síðdegis er það hennar fasta verk að bera inn brenni, og á nóttunni, þegar dimmt er orðið, fer hún sína síðustu eftirlitsferð. Það kemur oft fyrir, að hún finnur þá eitthvað, sem ekki er eins og það á að vera, og til- kynnir það með gelti. En Stefen Westring er viðbúinn því. Frá stofuglugganum getur hann stjórnað stórum ljóskastara, sem nær út í yztu skot tjarnasvæð- isins. í birtunni af honum get- ur hann séð, hvað að er og farið út ef þörf gerist. En oftast næg- ir að gefa hundinum einhverja fyrirskipun. Auðvitað hefur Panna ættar- töflu, og ætt hennar er þekkt um mestallt Norður-Jótland. Faðir hennar er svo frægur, að það liggur við að blöðin í heim- kynni hans verði að hafa sér- stakan dálk til að skýra daglega frá þeim úrum, peningaveskjum og giftingarhringjum, sem hann finnur. „Auðvitað er það góðu ætt- erni hundsins að þakka, að við höfum getað kennt honum allt, sem hann kann nú orðið,“ segir Stefen Westring. „En við höfum líka farið gætilega að henni og kennt henni það í fyrstu sem leik. En svo þegar hún var búin að læra til fulls, t. d. að bera fóður út að tjörnunum, gerðum við henni skiljanlegt, að nú væri það ekki lengur leikur heldur vinna. Henni gazt ekki alltaf að því, en það má hún eiga, að hún möglar sjaldan." Eitt er henni lítið gefið um. Það er að bera inn brenni, og það finnst okkur hinum ekkert gaman heldur. Þess vegna lát- um við Pönnu alltaf gera það. Fyrsta bútinn kemur hún líka samvizkusamlega með, en svo reynir hún að slá botninn í verk- ið með stórum bút. Stundum tekst það og stundum ekki, en einn dag var henni nóg boðið. Hún gerði sig ósýnilega, og okk- ur tókst hvergi að finna hana. „Þetta er afleitt,“ sagði kona mín og styllti sér upp við hús- hornið, þaðan sem hún sá yfir allt tjarnasvæðið. Þar stóð hún í hálftíma, en tíkin sást ekki. Hún var rétt að því komin að 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.