Heimilisritið - 01.03.1957, Page 22

Heimilisritið - 01.03.1957, Page 22
Spurula stúlkan Eftir FREDERICK H NEBEL g ---- Hvert einasta ár sendi frændi minn, Harry Covernant, mér jólakort og hann gleymdi aldrei að skrifa, að lykillinn lægi allt- af undir mottunni, svo ég gæti komið hvenær sem væri. Ég þyrfti ekki að gera boð á undan mér. Og að lokum í janúar s.l. tók ég hann svo á orðinu. Mér var semsé mjög hægt um vik að hafa viðdvöl í Delaport á ferð minni. Ég hlakkaði til að sjá Harry, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, og sömuleiðis yrði gam- an að heilsa upp á ungu stúlk- una, sem hann ætlaði brátt að kvænast. Ég fékk þó ekki tækifæri til að sjá hana og Harry hitti ég ekki heldur á skrifstofu hans í stóru sambyggingunni skammt frá járnbrautarstöðinni. Hann hafði farið úr borginni fyrir mánuði! En ég hitti forstjór- ann fyrir Enduro — vélaverk- smiðjunni, og svo sannarlega var það ekki að fara í geitarhús að leita sér ullar! Wilson Endurott leit hvasst á mig og rödd hans titraði af reiði. Þegar hann að lokum hafði sagt það, sem hann vildi, var ég öldungis orðlaus. Ég hafði alltaf álitið Harry mann, sem ekki vildi gera flugu mein. Ég hristi höfuðið og botn- aði hvorki upp né niður í neinu. — Það skal enginn koma hér og telja mér trú um, að honum sé yfirleitt mælandi bót, sagði Endurott. Aðeins 30 ára gamall hafði hann ágæta stöðu hér við fyrirtækið okkar og glæsilega framtíðarmöguleika. Og þar á ofan var hann trúlofaður dótt- ur minni, Agnesi, fríðustu og huggulegustu stúlku, sem mað- ur getur hugsað sér. Og hvað gerir hann svo?! Hann starði reiðilega á mig. — Fellur fyrir þeirri fyrstu stúlkukind, sem verður á vegi hans og fer með hana upp á 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.