Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 33
komast á reikistig og krefjast þeirrar huggunar, sem hendi er næst. Það er enginn vafi, að her- skyldan er mikill vágestur fyrir unga elskendur. Þá þurfa þeir að þola einveru og aðskilnað, sem getur orðið báðum dýr- keyptur. Ýmis vandkvæði. ANNAÐ vandamál unglinga er að spara saman peninga til að stofna heimili. Að vísu eru laun- in há, en það kostar mikið fé að stofna heimili, og aldrei hafa áð- ur verið jafn margar freisting- ar fyrir unga fólkið, sem kosta peninga: dansleikir. kvikmynda- ir, klæðnaður og margs konar skemmtanir. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að fólki þótti ekkert sjálf- sagðara en að byrja búskap í einu litlu herbergi og eldhús- kytru, húsgögnin ekki annað en einn dívan og ef til vill einhver skápur og koffortsgarmur. Það þótti gaman að byrja með lítið og vinna sig upp. Nú er öldin önnur. Nú vilja menn ekki taka í mál að flytja með eiginkonuna í minna en tvö- þrjú herbergi og eldhús og helzt þarf allt að vera sneisafullt af húsgögnum, sem kosta offjár. Er það nokkur furða þó að ung kærustupör verði leið í skapi, óþolinmóð og óánægð — og lendi á glapstigum eða í vand- ræðum, sem þau ráða ekki við sjálf? Það er að segja kærustu- pör, sem ekki eiga ríka foreldra, sem leggja þeim í hendur heilt hús með öllum húsgögnum, eða hjálpa þeim að mestu leyti við að koma upp heimilinu. Við rannsókn, sem gerð var í Englandi á tímabilinu 1950—53 á svæði, sem nær yfir sex millj- ónir íbúa, kom í ljós, að drykkju- skapur ungra pilta og stúlkna undir tuttugu og eins árs aldri fór stórlega vaxandi. „Listin að gera lieimili“. DÓMAR fyrir drykkjuskapar- afbrot stúlkna höfðu aukizt um 80% á fjórum árum, og fyrir drykkjuskaparafbrot pilta á sama tíma um 102%. Hins veg- ar hafði dómum fyrir drykkju- skaparafbrot stúlkna yfir 21 árs fækkað um 27% og karla yfir 21 árs um 3,2%. Það er talið sennilegt í Eng- landi, að vaxandi vinsældir kaffihúsa, þar sem einggöngu er selt kaffi eða gosdrykkir, hafi bætt nokkuð úr þessu ástandi; en þeir fóru að fá vinsældir síð- ustu árin. Unglingarnir sækja nú miklu fremur slíka kaffiveit- APRÍL, 1957 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.