Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 46
ar hún sagði, að hver bjáinn gæti séð, að ég væri að að reyna að ná Ken frá henni, vissi ég, að ég varð að binda endi á þetta. Ég kvaddi hæversklega dyra áður en ég gekk inn. Síðan sagði ég vingjarnlega: „Kathy, ég gat ekki að því gert að heyra það, sem ykkur fór á milli. Þú verður að trúa mér — það var ekkert rangt að ske í gærkvöldi. Við unnum lengi frameftir og vorum svöng. Jafnvel þótt þú hafir ekki skilning á starfi Kens verður þú vissulega að treysta honum. Ger- ir þú það ekki?“ Hún starði á mig. „Víst skil ég. Þú ert að reyna að komast upp á milli okkar. En ég skal ekki láta þig gera það. Ég skal sjá til þess, að þú látir okkur í friði —“ Bálreið sleit hún sig frá Ken. Ég stóð þarna hreyfingar- laus og hataði hana — vonaði, að Ken myndi sjá, að hún var að steypa honum í glötun. „Ég elska hann,“ sagði hún kjökr- andi, „og hann elskar mig. Því getur þú ekki farið burt?“ Ken ætlaði að taka hana í faðminn en hún strunsaði út. Hann ætlaði að fara á eftir henni en ég lagði höndina á handlegg hans. „Fyrsti sjúklingurinn þinn bíður, Ken,“ sagði ég. — Síðan bætti ég við í léttari tón: „Kathy jafnar sig. Og hafðu ekki á- hyggjur af mér — mér er ljóst, að hún er ekki annað en barn. Hann hikaði og leit á mig. Og skyndilega roðnaði hann. „Mér þykir þetta leitt, Janet. Það er ekki réttlátt gagnvart þér.“ „Gleymdu því,“ sagði ég blíð- lega. „Ég skil!“ Þarna var mér rétt lýst, hugsaði ég — góðu, gömlu, skilningsgóðu Janet, sem dró sig í hlé. Dró sig alltaf í hlé. Vissulega hlýtur hann að sjá, hve eigingjörn hún er, hve lítið hún hefur uppá að bjóða, hugs- aði ég í örvæntirigu. Ken hlýtur að hafa áminnt hana vegna þess, að eftir þetta kom hún engu uppistandi af stað. En hún reyndi ekki heldur að dylja gremju sína gagnvart mér. Að vikum og mánuðum liðnum fór ég að velta fyrir mér, ekki hvernig og hvenær, heldur hvort, þetta myndi nokkurn tíma taka enda. Og svo byrjaði hún að drekka. Að því er ég bezt veit, byrjaði það kvöldið, sem við borðuðum öll saman í Millers Steak House. Verið var að hálda hátíðlegt í tilefni þess, að grein, sem Ken hafði ritað, hafði verið birt í þekktu læknablaði. Á meðan við sátum þarna, borðuðum og ræddum um grein- ina, horfði Kathy á okkur í ó- lundarlegri þögn. Ég veitti því 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.