Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 41
mér. Því síðar þetta sama kvöld fékk ég skeyti frá Cassie frænku, þar sem hún tilkynnti mér, að móðir mín væri að deya og ég yrði að koma strax. í önnum við að útvega aðra hjúkrunarkonu til þess að taka við af mér á stofunni í dálítinn tíma, pakka niður og athuga um áætlunarferðir járnbrauta, hugs- aði ég ekki meira um áhyggjur Kens útaf því, hvað yrði um stúlkuna, sem misst hafði ömmu sína. Ég sagði Ken, að ég yrði í burtu í viku eða eitthvað þar um bil. En þegar ég sá mömmu svo illa haldna og þjáða, gat ég ekki skilið, að hún gæti lifað af nóttina. Það var ömurlegt að horfa á hana berjast við dauðann — í heilar þrjár vikur eftir að ég kom á staðinn. Það var því mik- ill léttir, þegar hún andaðist. Allan þennan tíma hafði ég ekk- ert heyrt frá Ken, en ég hafði engar áhyggjur haft af því. Ég vissi hve önnum kafinn hann var og án mín gat ég auðveld- lega gert mér í hugarlund, að hann ætti enga frístund. Þegar allt var um garð gengið, hrip- aði ég honum línu og sagði hon- um, að ég myndi koma aftur innan fárra daga — strax eftir að útförin hefði farið fram. SVAR HANS? Jæja, öllu var kollvarpað. Hann hafði kvænzt Kathy! Fyrst í stað gat ég ekki trúað því. Það var ekkert vit í því. Ekki hann Ken minn. Með heimskulegri vantrú og óljósum grun um, að þetta væri ekki raunverulegt, las ég bréfið hans aftur og aftur. „Kæra Janet, það er heiguls- háttur að segja þér á þennan hátt, að Kathy og ég erum gift — ég veit það. En ég vildi segja þér það sjálfur, en ekki láta aðra verða fyrri til. Ég veit, að þú verður reið — sennilega vilt þú aldrei sjá mig framar. En með því að skrifa gefst mér tækifæri til að segja þér aftur, hve ákaflega þakklát- ur ég er þér, vina mín, fyrir allt, sem þú hefur gefið mér. Ég dá- ist að þér, ég er þér þakklátur — og já, ég elska þig. En sem vin, Janet. Vinátta okkar hefur verið dásamleg og dýrmæt, en það er ekki að vera ástfanginn. Ég vissi ekkert um hina hlið ástarinnar milli karls og konu þar til ég hitti Kathy. Það er allt annað, Janet — hún er það, sem hverri mannlegii veru ætti að hlotnast þegar hún giftist. Hún er dýrðlegur óður í hjarta manns og í sambandi við hana kemst hvorki skynsemi né rök- hyggja að. En ég get ekki ætl- 39 APRÍL, 1957
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.