Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 42
azt til að þú skiljir það — vegna þess, að þú hefur ekki fundið ástina ennþá. Ég veit, að ein- hvern tíma gerir þú það, Janet, þegar rétti maðurinn verður á vegi þínum. Og ef þú hatar mig nú — jæja, einhvern tíma bráð- lega vona ég, að þú munir þakka mér . . ÉG GRÉT í fyrsta sinni síðan ég var lítil telpa. Ég var ekki aðeins ein þeirra stúlkna, sem kærastinn hafði farið illa með. Ken var mér miklu meira en það. Hann var allt mitt líf — tólf löng ár úr fortíð minni og •öll framtíðarárin, sem ég hafði unnið og lifað fyrir. Fyrst reyndi ég að hata Ken fyrir að gera mér þetta. En ég gat það ekki. Ég þekkti hann of vel. Það var svo hræðilega auð- velt að muna, hve ginnkeyptur hann var fyrir öllum, sem áttu bágt. Og fyrirhafnarlítið að gera sér 1 hugarlund, hve auðveld bráð hann myndi verða fyrir hvaða ófyrirleitna, kæna stúlku sem var — hvaða stúlku, sem hafði sína sorgarsögu að segja og var með fallegt andlit. Já, svo sannarlega skellti ég skuldinni á Kathy. Það var Kathy, sem ég fór að hata — með ofsalegri, ein- lægri heift. En hvað fjarvera mín hafði komið sér vel fyrir hana — hana, sem var ekki neitt, heimsk og ómenntuð. Auðvitað hafði hún gleypt við Ken, lag- legum, ungum lækni — sem var að vinna sér álit! Vegna þess, að ég hafði gert henni það fært! Hann var minn! í þrjá daga gerði ég alls ekki neitt. Ég var áfram hjá Cassie frænku og hugsaði málið. Allir myndu búast við, að ég færi burt. Án Ken hafði ég enga á- stæðu til að búa áfram í Somer- vale. Ég átti þar ekkert heimili, enga fjölskyldu — eingöngu vini, sem höfðu verið vinir okk- ar. Ég hafði þar ekkert við að vera, þar sem allt, sem ég hafði verið að byggja upp með Ken var hrunið til grunna . . . en ég vildi ekki laumast burt og gefa allt upp á bátinn. Samt vissi ég, hve gagnslaust það var að fara til baka og gera uppsteit. Hvað myndi ske, ef ég reyndi að segja Ken, að hann hefði hagað sér eins og krakki — að þessi heimskulega blekk- ing, sem hann kallaði ást, myndi síðar meira verða honum óbæri- legt kvalræði? Hann hafði alla tíð verið of önnum kafinn til þess að geta gefið sér tíma til að vera með strákslegt daður. Nú hafði aftur á móti daður orðið til þess að hann kvæntist. Þar af leiðandi vissi ég, að 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.