Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.04.1957, Blaðsíða 38
aldrei. Er tímar liðu og draum- urinn var orðinn formfastari og heillegri, vorum við hjón . . . bjuggum saman í dásamlegu húsi- uppi á lágum ási. Sagt er, að hægt sé að láta drauma rætast. Jæja, mér næst- um heppnaðist það. Tólf árum eftir að við hittumst fyrst, opn- aði Ken eigin stofu og á eftir nafninu hans stóð á dyrunum hin glæsta, verðskuldaða nafn- bót, læknir. Og ég var hjúkrun- arkonan hans. Okkur miðaði vel! — Strax og fjárhagsástæður leyfðu, ætluðum við að gifta okkur. Að sjálfsögðu var það ekki nándar nærri eins auðvelt og frá- sögn mín gefur til kynna. Erfið- ust af öllu var hin stöðuga bar- átta til þess að fá Ken til þess að þyggja fjárhagslega aðstoð af mér. Hann fékk námsstyrk, en þarfnaðist samt peninga til að lifa af. Við unnum bæði á sumr- in og ég gat unnið á vöktum og þannig hjálpað honum dálítið meira. Þrátt fyrir það vildi Ken slá slöku við námið til þess að vinna sér inn peningana, sem hann þarfnaðist — en að sjálf- sögðu gat ég ekki leyft honum það. „Hvaða máli skiptir það?“ var ég vön að segja. „Það er fyrir okkur.“ Hann mótmælti í fyrstu en lét þó alltaf í minni pokann að' lokum og skrifaði upphæðina inn í litla bók. Einu sinni sagði hann. „flest það, sem mér hlotn- ast verður þér að þakka, Janet.“ Ég brosti. „Einn góðan veður- dag verður þú ríkur, mikilsmet- inn læknir og ég verð konan þín — og við munum lifa í allsnægt- um,“ sagði ég. „En áður en það verður,“ sagði hann þrjózkulega, „ætla ég að- endurgreiða þér hvern eyri.“ Ég var hamingjusöm. Ég var svo handviss um, að allt myndi enda eins og ég hafði gert ráð' fyrir. Einhvern tíma 1 öllu þessu umróti fluttist móðir mín til Chicago og ætlaði að búa þar hjá systur sinni. Eiginmaður Cassie frænku minnar var dáinn og hafði eftirlátið henni talsverða peninga, en hún var einmana. Þess vegna leysti mamma upp' heimilið. Ég bjó áfram í íbúð- inni okkar vegna þess, að hún var ódýr og stutt frá sjúkrahús- inu, sem ég var þá að læra í. Seinna var ég þar um kyrrt vegna þess, að þaðan var stein- snar til læknisstofu Kens. Það var í það minnsta nógu gott þar til við værum gift og ættum okk- ar eigið yndislega heimili. Við fórum að safna í það, þegar Ken var búinn að greiða allar sínar 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.