Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 49

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 49
N. Kv. DYVEKE 183 „F.f yður dettur oftar slíkt í Itu;j þá er yður liollast að þe»ja yfir því,“ svat.iði kon- ungur og fór. Sigbrit skeytti engu reiði konungs. Hún sat þangað til konungur var farinn og hugs- aði stöðugt fram og aftur um sama efni. Þegar hún loksins tók á sig náðir, var hún komin að niðurstöðu um, hvað gera skyldi, og einsetti sér að hefjast handa, þegar færi gæfist. 27. kap. Torben Oxe. Diðrik Slaghök bar allar sögur frá hirð- inni til Sigbritar, en Hans'Faaborg njósn- aði fyrir hana í borginni. Hann hafði mikil mcik við borgarbúa, sem auðvitað töluðu enn meira um j)ær mæðgur, Sigbritu og Dyveke, Jregar þær voru fluttar á Amakurs- torg. í lyrstu sagði hann frá eintómu hóli og skjalli, sem hann hafði heyrt. Ýmist var það einhver bæjarfulltrúinn, sem hafði lof- að hana hástöfum, eða borgarstjórinn sjálf- ur, sem hafði verið frá sér numinn yfir ráð- stöfunum hennar í jrágu borgarinnar. En Sigbrit var ekki lengi að stinga upp í hann. „Þetta er tóm lygi, Hans minn,“ mælti hún, „og sé eitthvað af jrví satt, þá kæri eg mig ekkert um að lteyra jæað. Eg vil fá að vita, hvað þeir tala illt um mig á bak, svo að eg geti vara/.t óvini mína. Ef jrú getur ekki snuðrað neitt upp af því tægi, þá getur þú lagt árai í bát.“ Þá fór Hans Faaborg samstundis að segja sögu um Torben Oxe; liann hefði setið hjá drottningunni og hirðmeyjunum og gert gabb að þeim mæðgum; hann hefði lýst því, hvernig Sigbrit berði dóttur sína á degi hverjum með stafnum, svo að konungur yrði að ganga á milli; annars yrði Dyveke barin til óbóta. Sigbrit hristi höfuðið. „Þetta er bull og vitleysa," mæli hún; „Torben lætur sér ekki slíkt um munn fara í álieyrn drottningar. Þér er hollast að láta liann eiga sig; hann er þér svo miklu æðri. Þó að ]dú kunnir illa stórbokkaskap hans, getur þú aldrei náð þér niðri á honum.“ „Eg hélt, að yður væri eins illa við aðals- manna-illþýðið og mér, Sigbrit Willums,“ svaraði ritarinn hnugginn. „En hvort sem jiér trúið mér eða ekki, þá skulið Jrér vara yður á hallarstjóranum. Hann er óvinur yð- ar, ef nokkur hirðmannanna er það.“ „Ojæja,“ mælti lnin; „ætli eg nái ekki sáttum við hann, ef eg útvega honum Edle lyrir konu og góðan heimanmund með henni. Hann er ekki auðugur, og Edle er eins ástfangin í honum og mús í gamalosti.“ „Hún er J)að,“ svaraði Hans Faaborg, „en hann lítur ekki í þá áttina, heldur hærra. Hann girnist dóttur yðar, og ef þér ætlið að vera hyggin, þá gætið þess, að konung fari ekki að gruna neitt.“ „Þú ert flón, Hans, og verður það alltaf,“ svaraði hún. En upp frá því fór hún að gefa hallar- stjóranum gætur, þegar hann kom þangað, og það gerði hann oftar eftir það, er hún fluttist inn í borgina. Hún komst líka fljótt að því, að Hans Faaborg hafði satt að mæla. Torben var að elta ólar við Dyveke, en ekki Edle; og þegar henni var það ljóst, kom hún í framkvæmd þeirri fyrirætlun, sem hún hafði ráðið við sig áður. Einn dag, þegar konungur var í Vording- borg, kallaði hún hallarstjórann inn á skrif- stofu sína. „Herra Torben,“ mælti hún, „eg hef lengi tekið eftir því, að þér hafið fellt ástar- hug til Edle, og eg er að hugsa um að skrifa Jörgen Hansen um það. Hann er efnamaður og getur gefið dóttur sinni góðan heiman- mund; svo býst eg við, að lians náð muni varla láta sig muna um að skjóta nokkurri fúlgu að leiksystur Dyveke." (Framhald).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.