Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 12
Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu Saman getum við farið í öflugar aðgerðir í þágu heimilanna Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurkjördæmi Ólöf Guðný Valdimarsdóttir 1. sæti Reykjavík norður Gísli Tryggvason 1. sæti Norðausturkjördæmi G. Dadda Ásmundardóttir 1. sæti Norðvesturkjördæmi Þórður Björn Sigurðsson 1. sæti Reykjavík suður Margrét Tryggvadóttir 1. sæti Suðvesturkjördæmi T ækifærin til að auka kaupmátt 130.000 heimila eru stórkostleg, segir á síðu Samtaka atvinnu­ lífsins þar sem vitnað er til at­ hugunar SVÞ – Samtaka versl­ unar og þjónustu sem hefur leitt í ljós að með því að draga úr innflutningshöftum og auka viðskiptafrelsi megi lækka matarútgjöld hvers íslensks heimilis um tugi þúsunda. „Ef það tækist að lækka meðaltals­ matarreikning hvers heimilis um 10% kæmu um 16 milljarðar í vasa landsmanna sem þeir gætu nýtt til að borga niður skuldir eða til kaupa á annarri vöru og þjónustu,“ segir þar. Haft er eftir Margréti Krist­ mannsdóttur, formanni SVÞ, að lífsnauðsynlegt sé fyrir heimil­ in í landinu að lækka matarverð og auka þannig kaupmáttinn. SVÞ hvetja um þessar mund­ ir landsmenn til að kjósa lægra matarverð og skora á stjórn­ málaflokkana að setja aukinn kaupmátt heimilanna á dag­ skrá. Með einföldum breyting­ um á skattaumhverfi verslunar í landinu megi ná fram mikilli útgjaldalækkun fyrir heimilin. SVÞ leggja til að gamaldags tollar verði aflagðir og úrelt innflutningshöft og ósanngjörn vörugjöld verði afnumin. Sam­ hliða verði gerðar breytingar á virðisaukaskatti sem tryggi að hægt sé að lækka vöruverð án tekjutaps hins opinbera. Einnig  SamTök verSlunar og þjónuSTu gamaldagS Tollar, úrelT innfluTningShöfT og óSanngjörn vörugjöld Hægt að lækka matarkörfuna um 16 milljarða Enda á enginn að geta staðið vörð um kerfi sem skilar bændum sultarlaunum – skattgreið- endum og neytendum allt of háum sköttum og dýrasta land- búnaðarverði í heimi. Varnarmúr sem þegjandi samkomulag er um að ekki megi hrófla við stendur í veginum, segir formaður samtakanna. leggja SVÞ áherslu á að afnema innflutningshöft, m.a. á kjúk­ lingi og svínakjöti. Með auknu frelsi í innflutningi batni hagur íslenskra heimila og verðbólga lækki. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, ræddi þetta á aðalfundi samtakanna nýverið. Hún vakti meðal annars athygli á því að við endurskoðun kjarasamninga í janúar hefðu samtökin lagt mikla áherslu á forsendur um aukinn kaupmátt í gegnum verðlækkanir, ekki síst lækkun matarverðs. „Enda þekkir enginn betur en verslunin hvaða tækifæri við Íslendingar stöndum frammi fyrir þegar kemur að lækkun vöruverðs. Það erum jú við sem daglega kaupum inn vörur af erlendum og inn­ lendum birgjum og þekkjum því best hvernig verðmyndunin er – hvaða álögur og gjöld eru lagðar á venjulegar neysluvörur hér á landi. Hér stöndum við frammi fyrir stórkostlegum tækifærum – í raun byltingu á mörgum sviðum,“ segir á síðu Samtaka atvinnulífsins. „En hér mætir okkur varnar­ múr af öflugustu gerð. Varnar­ múr sem þegjandi samkomulag er um að ekki megi hrófla við, varnarmúrinn um innlenda landbúnaðarframleiðslu og einokunnarsölu. Og þessi varnarmúr er svo ósvífinn að hann telur sig hafinn yfir lög og reglur – að honum komi erlendar skuldbindingar Ís­ lendingar ekkert við – sé ríki í ríkinu – Ísland best í heimi.“ Fram kom hjá Margréti að verslunin væri ekki í stríði við íslenska bændur. „Þvert á móti viljum við öflugan íslenskan landbúnað – en við getum ekki stutt óbreytt landbúnaðar­ kerfi,“ sagði Margrét. „Enda á enginn að geta staðið vörð um kerfi sem skilar bændum sultarlaunum – skattgreið­ endum og neytendum allt of háum sköttum og dýrasta land­ búnaðarverði í heimi. Það er bara útkoma sem enginn á að sætta sig við, ekki síst bændur sjálfir.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Margrét Kristmanns- dóttir, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. 12 viðskipti Helgin 19.-21. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.