Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 30
Krumma
112 Reykjavík
587-8700
www.krumma.is
Öryggi - Gæði - Leikgildi
LikeaBike
34.950 kr.
Sandkassasett
1.390 kr.
Winter þríhjól
19.990 kr.
Berg Grafa
24.300 kr.
Berg trampolín
opinberlega um óheiðarleika í viðskiptum en það hefur
hann ávallt þvertekið fyrir.
Sigur í orrustunni
Hart var sótt að Bjarna í aðdraganda landsfundar 2011
þegar Hanna Birna bauð sig fram gegn sitjandi for-
manni, sem er nokkuð sem aðeins einu sinni hefur
áður gerst í sögu flokksins, þegar Davíð Oddsson felldi
Þorstein Pálsson úr formannsstóli árið 1991. Bjarni
hafði betur í einvíginu við Hönnu Birnu en umræða úr
herbúðum Hönnu Birnu, um að forysta hennar væri
farsælli fyrir flokkinn, hefur verið æ háværari undan-
farnar vikur, og magnaðist eftir því sem fylgi flokks-
ins minnkaði sífellt meir í skoðanakönnunum og náði
hámarki með birtingu skoðanakönnunar Viðskipta-
blaðsins fyrir viku.
Og nú hefur honum tekist að sigra í enn einni orr-
ustunni.
„Ég hef áttað mig á því undanfarið að kannski hef ég,
ómeðvitað, verið kominn í of mikla vörn, meiri vörn
en ég áttaði mig á,“ segir Bjarni. „Það skiptir miklu
máli að fólk finni að maður sé að meina það sem maður
segir og það getur verið erfitt að koma því til skila
úr varnarstöðu. Og af þeim sökum hefur mér ekki
tekist nægilega vel að koma málstað flokksins á fram-
færi með sannfærandi hætti líkt og skoðanakannanir
sýndu. Því við höfum allt sem þarf, erum með öfluga
framboðslista og sterka stefnu en kannski hefur of
mikið af okkar krafti beinst að öðrum málum í of
langan tíma,“ segir hann.
Því orrustan, sem nú er yfirstaðin, hófst ekki með
birtingu skoðanakönnunar Viðskiptablaðsins sem
sýndi að mun fleiri myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn
ef Hanna Birna leiddi hann. Hún hafði þá þegar staðið
yfir um nokkra hríð. Líkt og fram hefur komið var Frið-
rik Friðriksson, formaður kosningastjórnar Suðvestur-
kjördæmis, einn þeirra sem hvatti Bjarna, skriflega og
munnlega, til að láta af formennsku. Eiginkona hans,
sjónvarpskonan Elín Hirst, sem er í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í kjördæmi Bjarna, sendi honum
einnig bréf í síðustu viku þar sem hún hvatti hann til
að segja af sér, samkvæmt heimildum Fréttatímans.
Fáeinum dögum síðar stóð hún við hlið Bjarna í Kringl-
unni og bakaði vöfflur.
Viðbrögð Bjarna við bréfum þeirra hjóna koma þeim,
sem þekkja hann vel, ekki á óvart, því hann sé í eðli
sínu maður sátta og málamiðlana. Öðrum finnst það
veikleikamerki að hann hafi ekki brugðist við af þeirri
hörku sem Davíð hefði að öllum líkindum gert, og
tekið Elínu út af sakramentinu, eins og það var orðað.
„Maður á alltaf valkosti,“ segir Bjarni þegar ég spyr
hann út í þetta. „Að reiðast fólki og vera jafnvel lang-
rækinn og láta skapið hlaupa með sig eða einfaldlega
að gera bara eitthvað þveröfugt. Það er hægt að skoða
heiminn út frá hugmyndafræði Macchiavelli, sem
reyndar hefur kennt okkur margt um mannlegt eðli,
og líta á lífið sem eina samfellda orrustu – eða horfa
meira inn á við og spyrja sig hvernig maður maður vill
vera og hvaða máli það skipti þegar upp er staðið þótt
einhverjum finnist eitthvað um þig og segi eitthvað við
þig. Eru þau orð eða þær hugsanir eitthvað meira virði,
vega þau þyngra en nákvæmlega það vægi sem þú
ákveður að gefa þeim orðum sjálfur?“ spyr hann.
„Mér finnst skipta máli að fara svona í gegnum
lífið. Ekki leyfa fólki að stela frá mér orku án
nokkurs tilgangs. Ég reyni að láta ekki hluti
trufla mig sem skipta á endanum ekki máli,“
segir Bjarni.
Sakbendingar og ásakanir
Hann heldur áfram að lýsa heimspeki sinni
og notar hugtök á borð við sanngirni, heiðar-
leika, ábyrgð, vináttu, ást og traust. Allt þetta
eru orð sem seint væru notuð til þess að lýsa
nútímapólitíkus í því ofsafengna um-
hverfi átakastjórnmála sem við
eigum að venjast. Og þetta
eru alls ekki hugtök sem ég
myndi velja til að lýsa þeim
Bjarna sem birtist í fjölmiðl-
um og í ræðustól Alþingis.
Hvers vegna hefur sá mað-
ur sem hér talar ekki verið
í pontu Alþingis undan-
farin fjögur ár? „Síðast-
liðin fjögur ár hafa verið
skrýtinn tími,“ svarar
Bjarni. „Ekkert nema
sakbendingar og
ásakanir þvert á milli
flokka. Auðvitað gerist
það að manni verður
algjörlega misboðið.
Við höfum verið stödd
í einhverju ástandi
sem er vonandi smám
saman að breytast því
ég finn að fólk vill að það
breytist,“ segir hann.
Ég verð hugsi. Hvort
var þetta úthugsað plott
hjá Bjarna og félögum,
eins og sumir hafa haldið
fram, að formaðurinn tæki
niður grímuna fyrir framan alþjóð, spilaði út einlæg-
nitrompinu og höfðaði til meðvirknitaugar þjóðarinnar
með þessu sjónvarpsviðtali og næði þannig vonandi
viðspyrnu við botninn – eða þá að hann var í raun og
veru í fyrsta sinn opinberlega ekki að leika það hlut-
verk sem hann telur sig þurfa að leika sem formaður
stærsta stjórnmálaflokks landsins? Ég er ekki viss.
Eitt sem viðtalið gerði, var að gera Bjarna mann-
legri. Þrátt fyrir að hafa útlitið með sér hefur hann hins
vegar ekki þótt hafa nægilega persónutöfra til þess að
geta orðið sá stjórnmálaleiðtogi sem vonast var eftir.
Það er dálítið eins og hann hafi ekki öðlast lífsreynslu
– að hann hafi aldrei þurft að hafa fyrir neinu í lífinu,
að hann hafi aldrei orðið fyrir áfalli sem hafi mótað
hans karakter. Hann hefur einhvern veginn alltaf farið
beinu brautina. Hann útskrifaðist nítján ára úr MR og
lauk lögfræðiprófi í Háskóla Íslands áður en hann fór
til Þýskalands og lærði þýsku og meiri lögfræði og fór
því næst til Bandaríkjanna og náði sér í aðra meist-
aragráðu í lögum í háskólanum á Miami. Hann lauk
prófi í verðbréfamiðlun og vann hjá sýslumanninum
í Keflavík og sem lögfræðingur hjá Eimskip áður en
hann gerðist hluthafi í lögmannsstofunni Lex þangað
til hann var kjörinn á þing árið 2003, 33 ára að aldri.
Hann kvæntist æskuástinni, Þóru Margréti Baldvins-
dóttur, og á með henni fjögur börn á aldrinum tveggja
til tuttugu og tveggja ára. Þótt undarlegt megi hljóma
er þetta einmitt ef til vill hans mesti akkilesarhæll. Það
eru ekki nógu margir sem geta samsamað sig með
honum. Hann verður seint alþýðuhetjan Steingrímur
eða leiðtoginn Davíð sem allir elska að hata. Hann
skortir þroska Geirs og bíræfni Jóns Baldvins.
Trúr sannfæringu sinni
Sjálfum er honum illa við að vera borinn saman við
fyrri formenn. „Það gagnast mér alltaf best að vera trúr
sjálfum mér og sannfæringu minni. Ég reyni að setja
mig ekki í einhverjar stellingar og gæti þess að láta
ekki einhver óvænt atvik eða tímabundið ástand hagga
sannfæringu minni,“ útskýrir hann.
Hann vísar því alfarið á bug að starfa í skugga
Davíðs, líkt og haldið hefur verið á lofti. Bjarni fékk
að finna fyrir reiðinni sem beindist að Davíð í kjölfar
hrunsins þegar hann hélt uppi vörnum fyrir hann á
fyrsta landsfundi flokksins eftir hrun og sagði: „Það
hefur ítrekað verið vegið að Davíð Oddssyni, fyrrver-
andi formanni okkar, og farsælasta forsætisráðherra
seinni tíma. Eitt fyrsta verk minnihlutastjórnarinnar
vorið 2009 var að hrekja hann úr stóli seðlabanka-
stjóra undir þeim ótrúlegu formerkjum að ráðast
þyrfti í hreinsanir í þjóðfélaginu.“ Því eitt af því sem
Bjarni á ólært er að lesa betur í þjóðarsálina, sem á
þessum tíma var mjög andsnúin Davíð – en það er
ef til vill vegna þess að Bjarni vill fylgja eigin sann-
færingu. Honum leyfist það hins vegar ekki alltaf líkt
og berlega kom í ljós í IceSave málinu svokallaða þar
sem Bjarni studdi samning ríkisstjórnarinnar. Í leiðara
Morgunblaðsins næsta dag jós fyrrverandi formaður
og ritstjóri, Davíð Oddsson, úr skálum reiði sinnar yfir
afstöðu Bjarna og kallaði hann meðal annars „vikapilt
Steingríms J“ eins og frægt er orði og sagði sjálfstæðis-
menn “agndofa”.
„Ég er ekki með Davíð á öxlinni,“ segir
Bjarni ákveðinn þegar ég spyr hvern-
ig það sé að hafa Davíð stjórnandi í
gegnum Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins, Staksteina og leiðara. „Þarna
erum við komin aftur að því sem við
vorum að ræða áðan. Það sem stýrir
mínum hugsunum og athöfnum er eitt-
hvað sem ég á endanum ræð. Það sem
er sagt er bara sagt – ég ræð hvort ég
tek það til mín og læt það stjórna mér
eða ekki. Ég er fyrst og fremst trúr
þeirri sannfæringu og sem
dæmi um það þá er nú ekki
fullkominn samhljómur
með skoðunum okkar.
Það sem mér þykir
vænst um þegar þú
nefnir Davíð við
mig er það að hafa
fengið að kynn-
ast honum og sú
vinátta sem við
eigum. Ég ber
alls ekki kala til
Davíðs frekar
en til nokk-
urs annars
manns,“ segir
Bjarni.
Bjarni hef-
ur verið gagn-
rýndur fyrir
að hafa ekki
Bjarni Benedikts-
son „Ég hef áttað
mig á því undanfarið
að kannski hef ég,
ómeðvitað, verið kominn
í of mikla vörn, meiri vörn
en ég áttaði mig á.”
30 viðtal Helgin 19.-21. apríl 2013