Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 31

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 31
 Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands. Með fróðleik í fararnesti Fuglaskoðunarferð um Grafarvog á vegum Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, 20. apríl kl. 10. Fuglarnir fljúga hingað heim PIPA R \ TBW A • SÍA • 131152 Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiðir fuglaskoðunarferð um Grafarvog, laugardaginn 20. apríl kl. 10. Safnast verður saman á bílastæðinu við Grafarvogskirkju og mælst er til að þátttakendur taki með sér sjónauka. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og er öllum opin. Allar nánari upplýsingar á hi.is 27. apríl kl. 10 – Kræklingaferð í Hvalfjörð. 25. maí kl. 11 – Gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands. 8. júní kl. 10 – Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar. 31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk. 21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem matur, saga og menning verða meginefnið. Næstu ferðir: Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. gert nægilega mikið með endur- reisnarskýrslu flokksins sem lögð var fram og samþykkt á landsfundi árið 2009 og nýverið komst aftur í umræðuna. Á fordæmalausan hátt steig Davíð í pontu þar sem hann úthúðaði formanni endurreisnar- nefndarinnar, Vilhjálmi Egilssyni, og fór vægast sagt ófögrum orðum um skýrsluna sjálfa. Mörgum var misboðið og reis þáverandi for- maður, Geir Haarde, Vilhjálmi til varnar og sagði ummæli Davíðs „ómakleg og óverskulduð“. Misskilin skýrsla Bjarni vísar því á bug að hann hafi leyft Davíð að komast upp með að jarða endurreisnarskýrsluna eins og haldið hefur verið fram. „Þessi skýrsla hefur lengst af verið mis- skilin að stærstum hluta,“ segir Bjarni. „Ég heyri marga spekúlanta segja að þetta hafi verið skýrslan sem hefði getað orðið syndaaflausn fyrir flokkinn, en ég leyfi mér að efast um að þeir hafi lesið mikið í henni. Endurreisnarskýrslan var safn af skoðunum. Hún var kaflaskipt samantekt á fjölda funda, ólíkum sjónarmiðum héðan og það- an en hún var hinsvegar aldrei eitt- hvað heildstætt uppgjör á hruninu. Mér fannst hún hinsvegar vera gott innlegg í umræðuna um það sem gerðist. Það er mikill misskiln- ingur að það hafi einhvern veginn staðið til með þessari skýrslu að afgreiða málið. Hún var safn af alls konar athugasemdum en enginn stóri dómur um eitt eða neitt,“ segir Bjarni með nokkrum þunga. En var það ekki einmitt málið. Var skýrslan ekki einmitt ætluð sem innlegg í frekari umræðu og vinnu í átt til endurreisnar? Hefði ekki mátt nýta hana til að koma með tillögur um það sem betur mætti fara? Ég spyr hann að þessu. „Við gerðum margt af því sem stóð í skýrslunni,“ svarar hann. „Við höfum verið að vinna að skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið skrifaðar upp á nýtt. Það er nú eitthvað. Og þingflokkurinn hefur lagt fram efnahagsáætlun á þinginu þar sem finna má margt af því sem varðar endurreisn efna- hagslífsins og kemur fram í skýrsl- unni,“ bendir hann á. Ég spyr mig hins vegar að því hvort ein helsta ástæðan fyrir því að ekki var gert meira með skýrsl- una en að vinna nýjar skipulags- reglur fyrir flokkinn og leggja fram efnahagstillögur sé í raun og veru sú að í henni kemur fram eindregin afstaða með Evrópusambandinu – sem hugnast ekki hinum almenna flokksmanni. Í skýrslunni er fyrr- um seðlabankastjóri jafnframt harð- lega gagnrýndur fyrir „alvarleg mistök“ í lánveitingu til bankanna í svokölluðum endurhverfum við- skiptum sem koma hefði mátt í veg fyrir og stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sæta ámæli fyrir að hafa leyft innlánasöfnun íslenskra banka á erlendri grund, meðal annars í gegnum IceSave. Sami flokkurinn Þegar ég spyr Bjarna hvort Sjálf- stæðisflokkurinn nú sé hinn sami og fyrir hrun svarar hann: „Já, hann er flokkur með sömu grunn- gildin en sem hefur safnað í sarp- inn gríðarlegri reynslu af mikil- vægum atburðum sem hann verður og hlýtur að taka tillit til og nýta sér inn í framtíðina. Ef okkur tekst að nýta þá erfiðu atburði sem hér gerðust til þess að gera góða stefnu enn betri þá er þetta ekki bara sami flokkurinn. Þetta er betri flokkur en hann var.“ Hann hafnar því alfarið að flokk- urinn hafi færst til hægri – og sé jafnvel farinn að daðra við teboðs- hreyfinguna í Bandaríkjunum sem er hópur sem er hvað lengst til hægri í röðum rebúblikana og pirrast örlítið þegar ég spyr hvort eitthvað sé til í því. „Þetta er ekkert annað en slagorðakenndur áróður, þessi hugtök sem þú vísar í. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eitthvað sameiginlegt með teboðshreyfing- unni sem skaut rótum í Bandaríkj- unum lýsir annað hvort algjörri vanþekkingu á því hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn starfar og fyrir hvað hann stendur eða þá að fólk veit ekkert hvað teboðshreyfingin stendur fyrir,“ segir Bjarni. Skortir á eindrægni Við víkjum aftur talinu að hinum stríðandi fylkingum tveimur í flokknum, stuðningsmönnum Bjarna annars vegar og Hönnu Birnu hins vegar og ég spyr hann hvernig honum ætli að takast að sameina þær. „Ég vil ekki nálgast þessa umræðu eins og þetta séu tvær öflugar fylkingar sem eru að takast á í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki að gerast. Það sem hefur verið vandinn er það að mér hefur ekki fundist vera nægilega mikil eindrægni við formanninn í flokkn- um, við mig. Það eru of mörg dæmi á umliðnum misserum þar sem menn voru hikandi í því að styðja mig og þar með forystu flokksins. Til þessa hef ég hugsað með mér að þetta sé hluti af ástandinu og upp- gjörinu um menn og málefni en í síðustu viku fannst mér þetta ekki ganga lengur. Það skipti ekki máli hvort ég væri í formannsstóli eða einhver annar, þetta væri ekki hægt og flokkurinn næði engum árangri með þessum hætti. Það er örstutt í kosningar og það var kominn tími til að menn átti sig á því að við erum í sama liðinu og öll sammála um meginatriðin. Það er eingöngu með því að taka höndum saman sem við komum þeim í höfn,“ segir hann. Getur verið að sú stjórnunarað- ferð sem hann hefur beitt til þessa – leið sátta og samkomulags – hafi einfaldlega ekki virkað og það var ekki fyrr en hann tók af skarið og sýndi ögn af þeim leiðtoga sem sjálfstæðisfólk er vant að á hann var hlýtt? Hann getur sjálfur ekki svarað því. En hann er sannfærður um að eftir kosningarnar þann 27. apríl verði Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærsti flokkur landsins. Óska ríkisstjórn hans er ríkisstjórn breytinga, stefnuföst, með góðan meirihluta og skýra stefnu. En með hvaða flokkum myndi hann helst vilja vinna? „Þeim sem eru næst okkur í hinu pólitíska lit- rófi, það er ekki langt í Framsókn- arflokkinn en hann er ekki eini valkosturinn. Við höfum starfað með miðjuflokkum en þessi miðja er svo sem alltaf á fleygiferð,“ bæt- ir hann við. „Það eina sem ég get sagt með vissu í dag er að atkvæði greitt með Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt með stefnumálum okkar. Við munum ekki svíkja kjósendur með því að gefa þau auðveldlega eftir.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is viðtal 31 Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.