Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 36
VERKSÝN Námskeið í undirbúningi viðhaldsframkvæmda fyrir húsfélög Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu, sem tekur eina kvöldstund, verður farið yr ferli viðhaldsframkvæmda á ölbýlishúsum. Námskeið verða haldin á þriðjudagskvöldum í mars og apríl, í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1 í Reykjavík. Námskeiðin eru opin öllum stjórnarmönnum húsfélaga, þeim og húsfélögunum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig á námskeið með tölvupósti á netfangið verksyn@verksyn.is eða í síma 517-6300. Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Verksýn ehf l Síðumúla 1 l 108 Reykjavík l www.verksyn.is Þórður Björn Sigurðsson Saman getum við tryggt þjóðinni nýja stjórnarskrá og lýðræðisumbætur É g hef komist þangað sem ég er á dugnaði. Hæfileikar einir og sér koma þér voða stutt, maður verður að hafa hausinn í lagi. Ég hef séð marga leikmenn með miklu meiri hæfi- leika en ég sem hafa ekki komist lengra en að spila á Íslandi. Þetta snýst um að vera skynsamur og samviskusamur, æfa vel og æfa rétt. Ég stefni hátt og er með gott plan í hausnum um það hvernig ég vil að minn ferill fari. Það er undir mér komið að taka réttar ákvarð- anir og láta það ganga upp,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Hee- renveen. Öll vikan snýst um undirbúning fyrir leikinn Nafn Alfreðs er á hvers manns vörum eftir frábæra frammistöðu með Heerenveen í vetur. Alfreð var keyptur til liðsins síðasta haust og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili. Hann hefur skorað 23 mörk í 27 deildarleikjum. Um síð- ustu helgi skoraði hann tvívegis og jafnaði þar með 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Ís- lendingur hefur skorað fleiri deild- armörk á einu tímabili. Alfreð er sem stendur í þrettánda sæti í bar- áttunni um Gullskó Evrópu. Áður en Alfreð flutti sig yfir til Hollands hafði hann raðað inn mörkum hjá sænska félaginu Helsingborg svo síðasta ár hefur sannarlega verið gjöfult hjá þessum 24 ára pilti. Það liggur vel á Alfreð þegar Fréttatíminn ræðir við hann síðdegis á mánudegi. Hann situr úti á svölum í sólinni og slappar af eftir að dagskrá dagsins er tæmd. Hann hlær að athugasemdum blaðamanns um að mörkin tvö sem hann skoraði um helgina hafi kom- ið honum yfir erfitt tímabil, þurrk í markaskorun. „Ef þú kallar einn leik þurrk. Sumir myndu kalla það þurrk, ég er ekki ósammála því,“ segir hann léttur í bragði. Alfreð vaknaði klukkan hálf níu þennan mánudagsmorgun og borðaði morgunmat heima hjá sér áður en hann var mættur upp á völl Heerenveen fyrir klukkan tíu. Þá var stuttur fundur og afslöppun fyrir æfingu klukkan ellefu. Æf- ingin stóð í um einn og hálfan tíma og að henni lokinni borðaði allt liðið saman um eittleytið. „Eftir það var ég laus allra mála. Svona er þetta oftast þó stundum séu tvær æfingar,“ segir Alfreð. „Eftir þetta kem ég oftast heim og legg mig í klukkutíma. Ef ég er með gesti í heimsókn förum við kannski að skoða eitthvað en annars fer ég bara í golf eða slappa af heima. Fólk ímyndar sér kannski að þetta líf sé öðruvísi en þetta er voða rólegt. Ef maður vill ná árangri verður maður að slaka á utan æf- inga og leikja. Öll vikan snýst um þessar 90 mínútur um helgar.“ Alltaf með augun á næsta markmiði Alfreð lætur sér ekki æfingarnar Markavélin í Hollandi Alfreð Finnbogason hefur skorað 23 mörk í 27 deildarleikjum með Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta og er meðal stigahæstu manna í keppninni um Gullskó Evrópu. Hann hefur fjóra leiki til að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar og verða þar með skæðasti framherji Íslands- sögunnar. Hver er sagan á bak við velgengni þessa 24 ára stráks úr Grindavík? Fréttatíminn ræddi við einn eftirsóttasta framherja Evrópu. hjá Heerenveen duga. Aðspurður segist hann oftast bæta kortéri eða tuttugu mínútum við daglegu æf- ingarnar til að æfa skot og tækni. Ofan á það bætir hann lyftingaæf- ingum 2-3 í viku sem hann skipu- leggur með einkaþjálfara á Íslandi. Alfreð segir að það hafi komið sér á óvart hversu fáir leikmenn sem hann hafi umgengist í atvinnu- mennsku leggi á sig aukaæfingar til að ná lengra í íþróttinni. „Þetta hef ég alltaf gert, frá því í yngri flokkunum. Mér finnst skrítið þegar menn hafa fótbolta að at- vinnu að þeir sinni henni ekki 110 prósent. Kannski stefna aðrir ekki hærra en ég er alltaf kominn með augun á næsta markmið, án þess að fara fram úr mér.“ Þetta kannast Bryngeir Torfa- son við. Bryngeir þjálfaði Alfreð um fjögurra ára skeið hjá Fjölni og Breiðabliki og kynntist vel hversu hugfanginn hann var af fótbolta og ákveðinn í að ná langt. „Hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum og hefur komist þetta langt á eigin forsendum,“ segir Bryngeir. Mamma Alfreðs, Sesselja Pét- ursdóttir, segir að Alfreð hafi verið indæll drengur. Hún grínast stund- um með það að hún hafi þurft að hafa jafn mikið fyrir honum og systrum hans þremur. Í dag lítur hún ærslalætin í æsku jákvæðari augum, enda hafi þau verið hluti af því að móta skapgerð hans. „Hann gafst aldrei upp og gat gert mig rosalega þreytta. Frá því hann var pínulítill hætti hann aldrei, hann þurfti alltaf að vera í vinningsliði. Hann var ótrúlega þrjóskur,“ segir Sesselja. Óttaðist það versta á bekknum í Belgíu Alfreð er svo ákveðinn í að ná árangri að hann er stöðugt að setja sér ný markmið. Fyrir hvert ár eða tímabil skrifar hann niður það sem hann ætlar sér að ná fram og hvað hann þarf að gera til að ná þessum markmiðum. „Ég byrjaði á þessu 2008 og þetta hefur gengið hrikalega vel. Ég er oftast með fjögur markmið hverju sinni, stundum skamm- tímamarkmið þegar ég veit ekki hvernig hlutirnir munu þróast. Með þessu veit ég hvert ég stefni. Það er þægilegt fyrir sóknarmann eins og mig að setja sér markmið um mörk og stoðsendingar en ég set mér líka markmið um annað sem ég vil bæta í leik mínum.“ Þú hlýtur að vera búinn að ná einhverjum af þínum markmiðum í vetur, ekki satt? „Jújú, fyrsta markmiðið var að skora fimmtán mörk og ég náði því í sautján leikjum. Eftir áramót setti ég mér ný markmið um að spila betur og öðruvísi. Ég sá að mörkin voru að koma og þá fór ég að einbeita mér að því hvernig ég spila. Núna er ég miklu stöðugri leikmaður en áður. Í Helsingborg átti ég bæði mjög góða leiki og mjög slæma leiki. Það var oft mik- ill munur á. Núna er frammistaðan Alfreð Finnbogason þroskaðist seint og fór seinna út í atvinnumennsku en flestir félagar hans í landsliðinu. Það hefur ekki komið að sök og hann verður með eftirsóttustu framherjum Evrópu þegar leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Ljósmynd/Hari 36 viðtal Helgin 19.-21. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.