Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 37

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 37
LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ungur og saklaus Alfreð Finnbogason. miklu jafnari. Það hjálpar auðvitað til að fá að spila í hverri viku.“ En þetta hefur ekki alltaf gengið jafn vel. Þú fórst út í atvinnu- mennsku til Lokeren í Belgíu en þar fékkstu lítið sem ekkert að spila. Hvernig leið þér þá? „Það var í hreinskilni sagt skelfi- legt. Þetta er náttúrlega vinnan manns og þetta var fyrsta tíma- bilið mitt erlendis. Maður óttast alltaf það versta en innst inni hafði ég alltaf trú á sjálfum mér. Það var kannski gott að þetta gerðist svona snemma á ferlinum. Þá hvetur þetta mann bara áfram og það kemur ekki til greina að komast aftur í þessa stöðu,“ segir Alfreð sem ákvað að söðla um og fór á láni til sænska liðsins Helsingborg. Þar gekk honum allt í haginn. Hann skoraði 12 mörk í 17 leikjum og allt stefndi í að hann myndi semja við liðið til frambúðar. „Það voru tvö eða þrjú lið í Danmörku sem ég gat farið til og líka lið í Svíþjóð. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Helsingborg þegar tilboðið kom frá Heerenveen. Ég þurfti að taka ákvörðun um þetta á einum degi og ákvað að kýla á það. Ég vissi ekkert fyrirfram að allt myndi lukkast svo vel. Það eru svo margir óvissuþættir þegar maður skiptir um lið; meiðsli, hvernig þú byrjar hjá félaginu og fleira. Sem betur fer lukkaðist allt vel og „the rest is history“,“ segir hann glaðbeittur. Svo bárust fréttir af því að mold- ríkir Rússar hafi verið að reyna að kaupa þig í félagsskiptaglugganum í janúar. „Já, það voru fyrirspurnir frá Austur-Evrópu en það hefði veri órökrétt skref hjá mér. Ég var búinn að spila með þremur liðum á einu ári og vildi frekar taka heilt, gott tímabil hér í Hollandi.“ Spenntur fyrir þýsku deildinni Hvað gerist svo í sumar? Það eru ýmsar sögusagnir um að stór lið fylgist með þér. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmsar þreifingar í gangi og mikill áhugi en það er langur vegur í að eitthvað verði að veru- leika. Mörg af þessum stóru liðum eru með lista yfir leikmenn sem þau vilja og ég er örugglega á lista hjá mörgum liðum.“ Ef til þess kemur, hvar viltu helst spila? „Ég er með plan í hausnum sem ég setti upp áður en ég kom hingað. Þau lönd sem eru með stærri deildir en hér í Hollandi eru Spánn, Ítalía, England og Þýska- landi. Því meira sem ég horfi á þýsku deildina, þeim mun hrifnari verð ég af henni. Þar eru alltaf fullir vellir og kúltúrinn kringum fótboltann er skemmtilegur. Þeir leikmenn sem ég hef spilað með láta líka vel af þýsku deildinni. En mestu máli skiptir að komast í góðan klúbb.“ Fjölskyldan lifir sig inn í þetta „Ég er alveg að rifna úr stolti. Facebook- vinir mínir eru örugglega orðnir mjög þreyttir á mér, klikkuðu mömmunni sem er að springa úr ánægju með strákinn sinn. En þetta hefur bara gengið svo vel að það liggur við að maður verði spældur ef hann skorar ekki,“ segir Sesselja Pét- ursdóttir, móðir Alfreðs Finnbogasonar. Sesselja segir að fjölskyldan og vinir gleðjist yfir góðum árangri Alfreðs. „Pabbi var sjálfur landsliðsmaður í ýms- um íþróttum og hann lifir sig þvílíkt inn í þetta,“ segir hún. Sesselja kveðst hafa farið nokkrum sinnum út til að heimsækja soninn í vetur, meðal annar með foreldrum sínum. „Svo fór ég um páskana þegar hann var maður leiksins á móti Feyenoord. Það var frábært að vera á leiknum með 26 þúsund manns þar sem allir voru trylltir. Svo var líka skrítið að sjá hann veita eiginhandaráritanir eftir leikinn og að sjá hvað horft var á hann þegar við fórum út í búð. Maður hugsaði bara, er þetta strákurinn minn?“ Sesselja kveðst ekki hafa getað séð fyrir að Alfreð myndi ná svona langt en hún rifjar upp eitt augnablik frá því fjöl- skyldan bjó í Skotlandi þegar Alfreð var átta eða níu ára. „Honum gekk vel með liði sem hann spilaði með, skoraði mikið og var alltaf að fá verðlaun. Svo var þarna eldri maður sem var alltaf að skrifa um hann í lókal blað þarna í Edinborg. Hann tók einu sinni viðtal við okkur fjölskylduna og ég spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Hann er bara „natural born talent“,“ var svarið. Kannski sá hann eitthvað sem ég sá ekki.“ Alfreð og Sesselja mamma hans með blómvönd sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins á móti Feyenoord á dögunum. Alfreð skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri. framhald á næstu opnu viðtal 37 Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.