Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Síða 38

Fréttatíminn - 19.04.2013, Síða 38
Við skulum sýna þessum drullupollum hver ræður Börnin eru alvöru útivistarfólk og þurfa fatnað eftir því. Pollagallarnir frá 66°NORÐUR hafa í gegnum árin gengið í erfðir enda eru þeir vandaðir, endingargóðir og byggja á reynslu okkar af gerð sjófatnaðar síðan 1926. Það dugar ekkert minna. Minnir á Ian Rush og van Basten Bryngeir Torfason þjálfari Alfreð Finn- bogason þegar hann var unglingur. Ljósmynd/Hari „Ég byrjaði að þjálfa hann ellefu eða tólf ára gamlan. Þá var strax komið í ljós hversu hæfileikaríkur hann er. Hann tók á móti bolt- anum og vissi alltaf hvert hann var að fara að senda hann. Hann hafði rosalega gott auga,“ segir Bryn- geir Torfason knattspyrnuþjálfari. Bryngeir þjálfaði Alfreð Finnboga- son hjá Fjölni í Grafarvogi og síðar hjá Breiðabliki. Í Grafarvoginum spilaði Al- freð með strákum eins og Aroni Jóhannssyni og Guðlaugi Victori Pálssyni sem báðir leika í Hollandi í dag eins og Alfreð. „Ég man eftir að eitt árið var kennaraverkfall. Ég var að vinna vaktavinnu og gat því þjálfað þá bæði á morgnana og eftir hádegið. Alfreð kom á allar æfingar og kláraði allt. Hann setti sér rosalega háleit markmið og við þjálfararnir þurftum að vera með allt á tæru. Hann er náttúr- lega rosalega vel gefinn,“ segir Bryngeir. Bryngeir segir að það hafi reynst Alfreð erfitt að komast ekki í unglingalandsliðin en hann hafi sýnt karakter og haldið áfram að reyna að bæta sig. „Hann hafði alla þessa hæfileika en þótti ekki nógu stór og sterkur. Svo vildu einhverjir meina að hann væri ekki nógu fljótur en það var ekki rétt. Ég mældi hann, bæði á 10, 15 og 60 metrum og hann var alveg nógu fljótur.“ Bryngeir segir að Alfreð minni sig á tvo gamalkunna framherja: „Það er rosalegur Ian Rush í honum. Og van Basten. Ef þú myndir skoða van Basten þegar hann var hjá Milan þá sæirðu hvað þeir eru líkir,“ segir Bryngeir. Svo skemmtilega vill til að þjálfari Alfreðs hjá Heerenveen heitir einmitt Marco van Basten. Alfreð vill ekki mikið tala um launin sín og hvort hann hafi efnast á fótboltanum. Hann segist einfaldlega hafa það „mjög gott“. Alfreð segir að Heerenveen sé 6. - 7. stærsti klúbburinn í Hollandi og það sé mikill munur á launum hjá félaginu og því stærsta. „Það er mikill munur á því hvernig Ajax borgar og hvað hin liðin borga.“ Frammistaða Alfreðs í vetur hefur verið með slíkum ágætum að nær öruggt má telja að hann næli sér í veglega launahækkun í sumar; ef hann verður ekki seldur til stærra liðs hlýtur Heerenveen að bjóða honum betri samning til að festa hann í sessi og hækka verðmiðann á honum. Sumarið verður því mikilvægt upp á fram- 38 viðtal Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.