Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 46

Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 46
46 prjónað Helgin 19.-21. apríl 2013  PrjónaPistill sokkaPrjón sækir í sig veðrið Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is s okkaprjón sækir í sig veðrið hér á landi. Þá á ég við sokka sem eru fín-ir og ætlaðir til nota hversdags eða spari, í venjulega skó, ekki stígvél. Þetta fylgir að hluta til tískunni, enda mikið úrval af litríkum sokkum, háum og lágum, í tískubúðunum. En ætla mætti að það að prjóna heilt sokkapar á fullorðinn á prjóna númer 2-3 kalli á úthald og þolinmæði. En eftir að hafa prófað þetta sjálf þá skil ég aðdráttaraflið. Það er hreinlega eitthvað ótrúlegt gefandi við sokkaprjón. Gæti jafn- vel orðið ávanabindandi. Notagildi sokka er ótvírætt og möguleikarnir í útfærslum, mynstrum, lita- og garnvali er heilmikið. Svo er hægt að velja um nokkrar gerðir af hælum og hver þeirra er e.t.v. áskorun í byrjun en svo bara skemmtilegt viðfangsefni eftir að smá reynsla er komin. Og það nýjasta er að prjóna sokkana frá tá og upp sem gefur þér kost á að máta sokkana á meðan á prjónaskapnum stendur. Í dag birtum við uppskrift úr nýútkominni bók um sokkaprjón HLÝIR FÆTUR. Þar er hægt er að velja um mismunandi leiðir í sokkaprjóni og spennandi fyrir þá sem hafa ekki prófað mismunandi hæla eða að byrja frá tá að reyna sig við það. Uppskriftin sem fylgir hér er hefbundinn barnasokkur, byrjað ofan frá og hællinn er svokallaður franskur hæll, sem líkst hinum algenga bandhæl (Halldóruhæl) nema að hæltungan myndar V á meðan að bandhællinn er með beina hæltungu. Skemmtileg tilbreyting fyrir þá sokkapr- jónara sem ekki hafa gert þann hæl áður. Með prjónakveðju, Sokkarnir fylgja tískunni Hlýjar & yndislegar Kíktu á www.salka.is Glæsileg ný prjónabók frá Sölku Stóra prjónabókin 100 uppskriftir eftir íslenska hönnuði að fjölbreyttum og glæsilegum flíkum fyrir konur, karla og börn. Hlýjar hendur 53 fallegar og frumlegar uppskriftir að vettlingum og grifflum í öllum stærðum og gerðum handa börnum og fullorðnum. Hlýir fætur 54 fjölbreyttar sokkauppskriftir fyrir byrjendur og lengra komna, eftir Ágústu Þóru og Benný Ósk. Líflegar myndir og góðar teikningar gera litríkt sokkaprjón að léttum leik. Uppskriftin úr nýútkominni bók um sokkaprjón, HLÝIR FÆTUR. Notagildi sokka er ótvírætt og möguleikarnir í útfærslum, mynstrum, lita- og garnvali er heilmikið. Ætla mætti að það að prjóna heilt sokkapar á fullorðinn á prjóna númer 2-3 kalli á úthald og þolinmæði.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.