Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 55
Íslensk stjórnmál og það fúafen
sem þau eru sokkin ofan í eru
harla hæpinn vettvangur fyrir fólk
til þess að sýna sínar bestu hliðar
sínar. Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, gerði
þó áhugaverða tilraun í sjónvarpi
um daginn, steig fram einlægur og
nánast auðmjúkur og virðist hafa
tekist að snúa nauðvörn í ágætis
sókn.
Kosningabaráttan með öllum
sínum ótal frambjóðendum, orða-
gjálfri og efnahagslegum fantasíum
gefur fólki því greinilega enn svig-
rúm til þess að koma á óvart. Þeir
sem kunna réttu taktana geta látið
andstæðinga sína líta út eins og
lúna kartöflupoka. Þetta kom svo
berlega í ljós í leiðtogaumræðum
um auðlindir og umhverfismál í
sjónvarpssal þegar stórsöngvarinn
og leikarinn Egill Ólafsson sprakk
út sem efni í pólitíska stórstjörnu.
Stjórnmál eiga auðvitað ekki að
vera fegurðarsamkeppni þótt stað-
an sé þannig í dag að maður gæti
alveg eins kosið þann frambjóðanda
sem manni þykir fallegastur frekar
en að láta orð hans og meintar hug-
sjónir stýra blýantinum í kjörklef-
anum. Baráttan fer þó óneitanlega
ekki síst fram í fjölmiðlum og þar
hefur Egill forskot á keppinautana
þar sem maðurinn bókstaflega
löðrar í kynþokka.
Árin hafa líka farið ákaflega vel
með Egil sem virkar ábúðarmikill,
yfirvegaður og skynsamur. Hvasst
augnaráðið og seyðandi röddin
hafa dáleiðandi áhrif og manni er
eiginlega alveg sama hvað hann er
að segja. Þegar Egill talar, hlustar
maður bara. Og hvernig getur
maður með annan eins „presens“
og rödd annað en haft rétt fyrir sér.
Stuðmaðurinn gamli gæti orðið
skeinuhætt leynivopn Lýðræðis-
hreyfingarinnar og í ljósi sögunnar
og lýðhylli hans er síður en svo úti-
lokað að Íslendingar séu loksins að
finna þann leiðtoga sem þá hefur
sárlega vantað lengi.
Egill er búinn að slá í gegn eina
ferðina enn, án þess að koma nak-
inn fram. Þórarinn Þórarinsson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími
10:50 Victourious
11:15 Glee (14/22)
12:00 Spaugstofan (22/22)
12:25 Nágrannar
14:10 American Idol (29/37)
15:00 Týnda kynslóðin (30/34)
15:25 2 Broke Girls (19/24)
15:50 Anger Management (3/10)
16:15 Spurningabomban (17/21)
17:05 Kalli Berndsen - í nýju ljósi (5/8)
17:35 60 mínútur
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Stóru málin
19:35 Sjálfstætt fólk
20:10 Mr Selfridge (6/10)
21:00 The Mentalist (19/22)
21:45 The Following (12/15)
22:35 Mad Men (2/13)
23:25 60 mínútur
00:10 The Daily Show: Global Editon
00:40 Suits 2 (2/16)
01:25 Game of Thrones (3/10)
02:20 Big Love (3/10)
03:20 The Listener (8/13)
04:00 Boardwalk Empire (8/12)
04:55 Breaking Bad (3/13)
05:40 Fréttir
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
07:50 Spænski boltinn
09:30 NBA 2012/2013 - Playoffs Games
11:30 Formúla 1
14:10 Guru of Go
15:10 Kiel - Veszprèm
16:40 Flensburg - Hamburg
18:30 Ensku bikarmörkin
19:00 Stjarnan - Grindavík
20:30 Formúla 1
23:10 Spænski boltinn
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:00 Burnley - Cardiff
10:40 Swansea - Southampton
12:20 Tottenham - Man. City
14:45 Liverpool - Chelsea
17:00 Sunnudagsmessan
18:15 Fulham - Arsenal
19:55 Sunnudagsmessan
21:10 Tottenham - Man. City
22:50 Sunnudagsmessan
00:05 Liverpool - Chelsea
01:45 Sunnudagsmessan
SkjárGolf
06:00 ESPN America
06:40 RBC Heritage 2013 (3:4)
11:10 Inside the PGA Tour (16:47)
11:35 RBC Heritage 2013 (3:4)
16:05 The Open Championship Official
Film 1976
17:00 RBC Heritage 2013 (4:4)
22:00 Golfing World
22:50 US Open 2002 - Official Film
23:50 ESPN America
21. apríl
sjónvarp 55Helgin 19.-21. apríl 2013
Í sjónvarpinu Egill ólafsson Í framboði
Hver getur keppt við þennan mann?
HREINT OG KLÁRT
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15
Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði
Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur
friform.is
INNRéTTINGaR
GLÆSILEGaR DaNSKaR
Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS
VIð HÖNNuM OG TEIKNuM fyRIR þIG
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
þITT ER VaLIð
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
fjÖLBREyTT úRVaL af HuRðuM, fRaMHLIðuM, KLÆðNINGuM OG EININGuM,
GEfa þéR ENDaLauSa MÖGuLEIKa Á að SETja SaMaN þITT EIGIð RýMI.
69%
... kvenna á
höfuðborgar-
svæðinu
lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012