Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 56
56 bíó Helgin 19.-21. apríl 2013
Ég held að það
sé auðveldara
fyrir okkur að
meðtaka söguna
í dag.
Falskur Fugl Enn Ein íslEnsk
F alskur fugl er fjórða íslenska kvikmyndin sem er frumsýnd frá
áramótum. Jón Atli Jónasson
skrifaði handrit myndarinnar
upp úr samnefndri skáldsögu
Mikaels Torfasonar. Falskur
fugl er fyrsta mynd leikstjór-
ans Þórs Ómars Jónssonar í
fullri lengd.
Falskur fugl er fyrsta
skáldsaga Mikaels og kom
út árið 1997 og vakti mikla
athygli enda bæði kraftmikil
og ofbeldisfull en hún segir
frá Arnaldi Gunnlaugssyni,
sextán ára syni vel stæðra
hjóna sem reynir að komast
yfir sjálfsvíg eldri bróður
síns. Arnaldur er truflaður
á geði, andfélagslegur og
vægast sagt erfiður og rang-
hugmyndir hans leiða hann
í ógöngur sem enda með
skelfingu.
Þór Ómar segir geðsjúka
aðalpersónuna hafa flækt
handritsvinnuna.
„Okkur reyndist erfiðara
en við héldum í upphafi að
koma saman almennilegu
handriti. Bókin hans Mikka
er bara svo ofboðslega
ofbeldisfull og Arnaldur svo
geðsjúkur að okkur reyndist
erfitt að koma honum til skila
án þess að þetta yrði bara
eins og American Psycho,“
segir Þór sem hafði áhyggjur
að sem slíkur yrði Arnaldur
of fráhrindandi.
Þór og Jón Atli kynntust
við gerð kvikmyndarinnar
Popp í Reykjavík 1998 og þá
strax stakk Jón Atli upp á því
að þeir myndu gera sína eigin
bíómynd. Jón Atli og Mikael
eru miklir vinir og þannig var
Falskur fugl fljótt kominn í
brennidepil. Allt gekk þetta
þó mun hægar en félagarnir
lögðu upp með þannig að
Þór segir tilfinninguna núna
að vonum vera góða, þegar
myndin er loksins tilbúin.
„Það eru sextán ár síðan
bókin kom út og við færum
söguna yfir í samtíma okkar.
Ég man að þegar ég las bók-
ina á sínum tíma fannst mér
sá veruleiki sem hún lýsti
mjög fjarlægur raunveru-
leika þess tíma,“ segir Þór
sem telur Mikael vægast sagt
spámannlega vaxinn þar sem
hann fæst í Fölskum fugli við
eitthvað sem þykir nánast
daglegt brauð í dag.
„Ég held að það sé auðveld-
ara fyrir okkur að meðtaka
söguna í dag og bara miðað
við fréttir af því sem er að
gerast í samfélaginu núna þá
held ég að heimur myndar-
innar sé meira eins og sá
heimur sem við búum í í dag.“
Styr Júlíusson leikur Arn-
ald og leikstjórinn er hæst
ánægður með hversu góð skil
ungi maðurinn gerir hinum
afvegaleidda unglingi. „Styr
datt bara í raun og veru upp
í hendurnar á okkur en Jón
Atli þekkti til hans,“ segir
leikstjórinn. „Við hittum hann
nokkrum sinnum og ég var
einhvern veginn sannfærður
um að hann myndi valda
þessu og hann gerir þetta
alveg ótrúlega vel, þannig að
ég get ekki verið neitt annað
en ánægður með útkomuna,“
segir Þór Ómar sem frum-
sýnir Falskan fugl í dag,
föstudag.
Straumur íslenskra bíómynda í kvikmyndahús hefur verið stríður síðan í janúar þegar XL var
frumsýnd. Þetta reddast kom síðan í kjölfarið og Ófeigur gekk aftur um páskana og nú flýgur
Falskur fugl í bíó. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Þórs Ómars Jónssonar í fullri lengd en hún er
byggð á samnefndri fyrstu skáldsögu Mikaels Torfasonar sem kom fyrst út fyrir sextán árum.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Forðuðust að gera Arnald
að American Psycho
Þór Ómar
sleppir Fölskum
fugli lausum
eftir áralangt
streð við að
koma þessari
fyrstu skáld-
sögu Mikaels
Torfasonar á
hvíta tjaldið.
Ljósmynd/Hari
Catherine Deneuve
sturlast í einverunni í
Repulsion.
Frumsýnd Olympus Has FallEn
Die Hard í Hvíta húsinu
Ferill leikstjórans Antoine Fuqua hefur verið brokkgengur en
hæst reis hann 2001 með löggumyndinni Training Day sem skilaði
Denzel Washington óskarsverðlaunum fyrir frábæra túlkun á ger-
spilltum lögreglumanni.
Í Olympus Has Fallen teflir Fuqua Gerard Butler fram í miklum
jötunmóð í spennumynd sem segja má að sé einhvers konar Die
Hard í Hvíta húsinu.
Allsherjar uppnám verður í Bandaríkjunum þegar hryðjuverka-
menn yfirtaka Hvíta húsið, stráfella öryggisverði og ná forsetanum
á sitt vald. Skúrkarnir reikna þó ekki með lífverðinum Mike Bann-
ing (Butler) sem er á lífi í rústunum og ætlar sér ekki að gefast upp
fyrr en í fulla hnefana. Kunnuglegt?
Aaron Eckhart leikur forsetann en í öðrum hlutverkum er
öndvegisfólkið Morgan Freeman, Ashley Judd, Dylan McDermott,
Radha Mitchell, Angela Bassett, Cole Hauser og Sean O'Bryan.
svartir sunnudagar rEpulsiOn
Polanski á mörkum raun-
veruleika og ímyndunar
Sá umdeildi leikstjóri
Roman Polanski fær að
njóta sín í Bíó Paradís á
svörtu sunnudagskvöldi
þegar áhorfendum verður
boðið upp á Repulsion frá
1965.
Catherine Deneuve er í
aðalhlutverki myndarinnar
og leikur unga konu sem
býr með eldri systur sinni.
Þegar systirin og nýi
kærastinn hennar fara út
úr bænum og unga konan
er orðin ein í íbúðinni fyll-
ist hún ótta, missir öll tök
og mörk raunveruleika og
ímyndunar verða stöðugt
óljósari.
Myndin var á sínum
tíma fyrst og fremst talin
takast á við geðveiki en
eftir því sem umræðan um
kynferðislega misnotkun
hefur opnast blasir við
flestum að Polanski og
handritshöfundurinn Ger-
ald Brach voru í myndinni
að fást við það mikla tabú
sem lá í þagnargildi fyrir
hart nær hálfri öld.
Repulsion verður sýnd
í Bíó Paradís sunnudaginn
21. apríl klukkan 20.
Gerard Butler hefur verið að festa sig í sessi í
harðhausadeildinni eftir að hann lék Leonídas
Spartverjakonung, útblásinn af testósteróni, í
300 fyrir nokkrum árum og nú ræðst hann einn
síns liðs gegn hryðjuverkamönnum í Hvíta húsinu.
HANNAH ARENDT
LAU & SUN: 17:50, 20:00 (12)
REPULSION
SUN: 20:00 (16)
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTUR gEgN fRAMvíSUN SKíRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Fæst í apótekum
Ert þú búin
að prófa ?
Ferming í Langholtskirkju á
sumardaginn fyrsta
25.apríl 2013, kl.11:00
Prestur: Kristín Pálsdóttir
Andrea Elizabeth Gavern Gullsmára 10, 201 Kópavogi.
Aníta Sól Sveinsdóttir Engjaseli 74, 109 Reykjavík.
Daníel Þorsteinsson Barðavogi 24, 104 Reykjavík.
Helga Bergmann Sigfúsdóttir Reykjabyggð 16,
270 Mosfellsbæ.
Hörður Elí Kristmundsson Holtabyggð 6, 220 Hafnarrði.
Juste Sarkauskaité Vesturbergi 144, 111 Reykjavík.
Kristjana Halldórsdóttir Fannafold 189, 112 Reykjavík.
Sverrir Ásgeirsson Dalhúsum 81, 112 Reykjavík.
Langholtskirkja Sólheimum 13 104 Reykjavík