Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 57
Fjölbreytt dagskrá og allir velkomnir!
Heillandi handverk og önnur snilld
www.tskoli.is
Opið hús á uppskerudegi Tækniskólans laugardag kl. 13.–16.
Á Skólavörðuholti:
Byggingatækniskólinn:
Nemar í húsgagnasmíði, húsasmíði, tækniteiknun og
veggfóðrun og dúklagningu vinna að lokaverkefnum og sýna
snilldarhandverk. Nemar í Tækniteiknun sýna lokaverkefni
Fjölmenningarskólinn
Nemendur af 38 þjóðernum nýbúabrautar kynna námið og
heimaland sitt. Nemendur á starfsbraut verða með vinnustofu.
Hönnunar- og handverksskólinn
Hönnunarbraut sýnir afrakstur vinnu sinnar, nemendur á
fataiðnbraut hafa klætt gínurnar í sparifötin og nemar á
gull- og silfursmíðabraut vinna að dýrindis djásnum.
Raftækniskólinn
Nemendur og kennarar sýna verkefni annarinnar og glæsilega
nýja vinnustofu.
Hársnyrtiskólinn
Nemar í háriðn sýna verkefni, vinnustofur, myndband frá
glæsilegri útskriftarsýningu og hafa hendur í hári einhvers.
Kynning á verkefnum í iðnteikningu háriðnar.
Endurmenntunarskólinn
Kynning á námskeiðum Endurmenntunarskólans.
Gunnar gítarsmiður sýnir gítara smíðaða á námskeiðum.
Í Vörðuskóla:
Upplýsingatækniskólinn
Grafísk miðlun sýnir fallega prentgripi, nemar í grunnnámi
upplýsinga- og fjölmiðlagreina sýna ýmis verk, nemendur
á tölvubraut sýna verkefni í forritun, vefhönnun, tölvusam-
setningum og kerfisstjórnun og nemendur í forritun fyrir
vélmenni (robotics) sýna afrakstur annarinnar.
Verðlaunahafar úr forritunarkeppni framhaldsskólanna
verða á staðnum.
Á Reykjavíkurflugvelli:
Flugskóli Íslands með opna verklega aðstöðu.
Bókun í kynnisflug á staðnum.
Á Háteigsvegi:
Upplýsingatækniskólinn
Sýning nemenda í ljósmyndun og opnar stofur.
Tæknimenntaskólinn
Kynning á náttúrufræðibrautum flugtækni/raftækni/véltækni/
skipstækni og öðrum stúdentsleiðum. Raungreinastofan opin,
nemendur á staðnum og tilraunir í gangi.
Margmiðlunarskólinn
Kennarar og nemendur til viðtals og sýning á verkefnum.
Flugskóli Íslands
kynnir nám til einkaflugmannsprófs, atvinnuflugmannsprófs,
flugumferðastjórnar og flugvirkjunar. Í aðstöðu Flugskólans
á Reykjavíkurflugvelli verður verkleg aðstaða opin. Bókun í
kynnisflug á staðnum.
Véltækniskólinn
Í Hátíðarsalnum kynna nemendur áhugaverð lokaverkefni; m.a.
fjarstýrða toghlera, orsakir bilana í olíuverkum og margt fleira.
Skipstjórnarskólinn
Nemendur sigla skipum sínum heilum í höfn í skipstjórnarhermi
og kynna námið.
Viðburðir:
Kl. 14.00. Pálmi Sveinsson, nemandi úr einhverfudeild
skólans, spilar og syngur ásamt kennara, í matsal
nemenda á Skólavörðuholti.
Kl. 14.30. Kynning á námsframboði Tækniskólans í stofu 415.
Kl. 15.30. Kynntar verða hugmyndir að nýju nám til iðnmeistara
í stofu 415.