Fréttatíminn - 19.04.2013, Blaðsíða 60
Við Viljum Vita
möguleg innganga Íslands Í
eVrópusambandið snýst um hagsmuni
almennings – um lÍfskjör – um framtÍð.
klárum Viðræðurnar og sjáum
samninginn.
jaisland.is
lEIKHÚS ENGlAR AlHEIMSINS
Er Kleppur alstaðar þegar
flestir eru á geðlyfjum?
E inar Már Guðmundsson skrifaði Engla alheimsins ári eftir að bróðir hans, Pálmi Örn, dó. Bókin er um
hann. Eða eins mikið og skáldsaga getur
orðið. Að mörgu leyti er þessi nálægð gald-
ur bókarinnar. Einar Már er að skrifa um
stóra bróður sinn; efnispiltinn sem hann leit
upp til en hvarf inn í geðveiki. Hann skrifaði
bókina af söknuði og sársauka aðstandenda
sem saknar þess sem stendur þó fyrir fram-
an hann; horfir á þann sem hann elskar en
finnur ekki lengur fyrir honum. Og sár-
indum þess sem hefur margsinnis haldið að
sá myndi rata til baka. Og vonbrigðum þess
sem loks leyfir sér ekki að vona.
Pálmi Örn fæddist 1949, veiktist af
schizophreníu 19 ára gamall 1968 og glímdi
við þann sjúkdóm þar til hann dó 43 ára
árið 1992. Englar alheimsins komu út 1993
og fékk Einar Már bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir bókina. Friðrik Þór
Friðriksson gerði bíómynd upp úr bókinni
eftir handriti þeirra Einars 2000 og hlaut
myndin mikið lof, góða dóma og fádæma
aðsókn. Ingvar Sigurðsson lék Pál, persónu
Pálma Arnar, af ógleymanlegum krafti.
Gallinn við söguna í Englum alheimsins
er sá sami og er gallinn við flestar sögur
sem fjalla um alvarlega geðveikar persónur.
Drifkraftur sögunnar er í raun utan hennar.
Alvarlega geðveikt fólk veikist ekki af
neinum sýnilegum ástæðum og því versnar
sjaldnast vegna tiltekinna atburða. Sögu-
mönnum hættir því til að lesa inn í sögur
þeirra einhverjar forsendur fyrir framþró-
un sögunnar sem ef til vill voru aldrei
til staðar. Af þessari sömu ástæðu hefur
fáum tekist að búa til dramatíska sögu um
alkóhólisma. Þar sem sjúkdómurinn þróast
nánast stjórnlaust rúmast hann illa í sögu
sem vill hafa upphaf, boga og lausn; ein-
hvert orsakasamhengi sem lesandinn eða
áhorfandinn getur tengt við og skilið.
Ef við trúum því að schizophrenía sé
sjúkdómur sem ekki kviknar af áföllum eða
ytri áreiti þá eru Englar alheimsins saga
af ungum manni sem verður geðveikur og
deyr; saga sem er eins og lína frekar en
bogi.
Í bókinni dregur Einar Már bæði fram
áföll sem Pálmi Örn varð fyrir um það leyti
sem hann veikist og lýsir hvernig geðheil-
brigðiskerfið virðist soga hann lengra inn
í geðveikina í getuleysi sínu til að hjálpa.
Lesandinn upplifir kerfi sem hið illa; það
jaðrar við að það búi til geðveikina.
Ég var ósáttur við þennan þátt í bókinni
þegar ég las hana fyrir tuttugu árum. Mér
fannst þetta einföld sýn og ekki vel unnið úr
henni. Ég þekkti auðvitað ekki Pálma Örn
eða sögu hans; en ég hafði unnið á Kleppi
sem ungur maður og fannst myndin af
geðspítalanum röng; rangt greint hvernig
kerfið brást mikið geðveiku fólki. Ég tók
þessum þætti því frekar sem sýn aðstand-
enda sem bindur vonir við lausn hjá kerfi
sem kann í raun enga lausn; að afstaðan
til spítalans væri lituð reiði; svipaðri þeirri
sem öskrar á örlögin eða Guð.
Kosturinn við bók er að lesandinn getur
valið sér stöðu; hann getur skilið atburða-
rásina út frá sjónarhóli Pálma Arnar, sem
túlkaði ýmiss áföll og óhöpp sem ástæður
veikinda sinna, eða frá sjónarhóli Einars
Arnar og fjölskyldunnar. Afstaða hennar
er mörkuð af brostnum vonum, söknuði
og reiði þess sem verður fyrir botnlausum
órétti; að missa ástvin sinn hægt og bítandi.
En þegar sagan var orðin að bíómynd var
erfiðara að velja sér sjónarhorn og þráð.
Bíómynd er harðsoðin saga og Friðrik Þór
kaus að ýkja upp þátt Klepps sem andstæð-
ings og geranda. Ég sá myndinni einhvers
staðar líkt við One Flew Over the Cuckoo’s
Nest. En þessar sögur eru gerólíkar og
ósamanburðarhæfar. Randie McMurphy
er ör og óstýrilátur persónuleiki; jafn-
vel andfélagslegur en ekki geðveikur. Og
saga hans gerist þegar svoleiðis fólk var
lokað inn á geðveikraspítölum í Banda-
ríkjunum (það kemur til dæmis vel fram í
frægri heimildarmynd Frederick Wiseman
frá 1967; Titicut Follies). Sagan í Cuckoo’s
Nest er því um kerfi sem brýtur and-
stöðuafl undir sig; saga sem var ætlað að
endurspegla átök menningarandstöðunnar
í Bandaríkjunum (counterculture) við ein-
strengingsleg gildi staðnaðs samfélags.
Saga schizophreníu-sjúklings getur aldrei
fallið undir slíkan boga.
Vonandi hefur Þorleifi Erni Arnarsyni
og Símoni Birgissyni tekist að finna for-
sendur í leikgerð sinni fyrir öðrum boga til
að spenna dramtík sögunnar á. Og vonandi
tekst þeim að draga fram áhugaverða sýn
á schizophreníu. Og ekki nýja aðferð til að
fjalla um geðveiki. Það er aðkallandi þegar
reikna má með að 1/3 áhorfenda séu á ein-
hvers konar geðlyfjum.
Atli Rafn Sigurðsson
þarf ekki aðeins að
glíma við persónu sem
glímir við hrörnun sem
er drifin áfram af öflum
utan sögunnar heldur
líka við skuggann af
Ingvari Sigurðssyni,
sem var magnaður sem
Páll í bíómyndinni um
Engla alheimsins.
Þjóðleikhúsið reynir að flytja til okkar sögu í gegnum mikið breytt viðhorf samfélagsins til
alvarlegra geðsjúkdóma. Stenst sagan flutninginn? Eða falla kannski viðhorf okkar í dag?
Englar
alheimsins
verða að leik-
riti á morgun
eftir að hafa
verið metsölu
bíómynd og
verðlaunuð
bók. Spennan
við uppfærsl-
una snýst ekki
síst um hvernig
leikhúsinu
tekst að setja
dramatíska
spennu í þessa
sögu og líka
hvernig farið
verður með
geðveiki aðal-
persónunnar.
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Bíómyndin Falskur fugl verður frumsýnd
í dag; mynd Þórs Ómars Jónssonar gerð
eftir handriti Jóns Atla; sem aftur byggir
á samnefndri bók Mikaels Torfasonar.
Falskur fugl kom út 1997 og spratt beint
út úr sögulegum hvörfum. Um 1995 urðu
snöggar breytingar meðal ungmenna
í Reykjavík; skyndilega höfðu krakkar
í fyrstu bekkjum framhaldsskóla og
efstu bekkjum grunnskóla aðgengi að
ólöglegum vímuefnum; ekki bara hassi
heldur líka amfetamíni, ópíumefnum og
öðrum hörðum efnum. Þessi breyting
varð mest afgerandi í Grafarvoginum;
stærsta hverfi Reykjavíkur sem byggðist
hratt upp. Við þær aðstæður varð til nýtt
samfélag fjölskyldna í umróti; kjörinn
jarðvegur fyrir sérstakt og einangrað
undirsamfélag ungmenna; án tengsla við
heim fullorðinna og jafnvel í andstöðu
við hann. Þetta hafði gerst áður í Reykja-
vík (Vogarnir og Breiðholtið bjuggu
til sín unglingavandamál) en Grafar-
vogurinn var bæði stærri og byggðist
hraðar upp en eldri hverfi; aðgengi að
eiturlyfjum hafði ekki verið jafn auðvelt
og áhrif ofbeldis og kláms ekki verið jafn
afgerandi í unglingaheiminum. Mikael
náði að fanga þessar breytingar nánast
um leið og þær gengu yfir. Og það mun
reyna á þá Jón Atla og Þór Ómar að flytja
þessa sögu til okkar samfélags; fimmtán
árum síðar. Að sumu leyti erum við orðin
vön og dofin fyrir ofbeldinu, kláminu
og dópinu. En höfum líka lært að glíma
við þetta ástand með nýju tungutaki og
hugmyndum. -gse
Ilan Volkov: Stórhuga stjórnandi
setur saman stórborgarprógram í
stóru tónlistarhúsi í agnarlitlum bæ.
Í gær frumsýndi Þjóðleik-
húsið Kvennafræðarann;
danska leikgerð eftir
byltingarriti rauðsokka;
Kvinde kend din krop.
Bókin kom út í Danmörku
1975 og var þýdd á ís-
lensku 1981 – eiginlega
aðeins of seint; því bókin
er órjúfanlega tengd
stemningu rauðsokku-
tímans; alvöruþrungin
umfjöllun um stærsta
tabú aldarinnar; kven-
mannslíkamann; langanir
hans og upplifanir. Leik-
gerð Kamillu Wargo
Brekling sló í gegn í
Mungo Park-leikhúsinu
í Kaupmannahöfn fyrir
rúmum tveimur árum
(þetta er kvennasýning
sem mæðgur, vinkonur
og heilu saumaklúbbarnir
flykkjast á). Brekling
flytur þessa sögufrægu
bók til nútímans okkur til
skemmtunar. Upphafinn
hátíðleiki þeirra sem
voru að rjúfa tabúin er
skondinn í dag og það er
kostulegt hversu mikið
hugmyndir okkar um
kvenlíkamann hafa breyst
á ekki lengri tíma; ekkert
er sígilt og ekkert má
flytja óhaggað milli ólíkra
tíma – ekki einu sinni
kvenmannslíkamann. -gse
Grafarvogsbörnin
SINFÓNÍAN VOlKOV VIll FlYTJA KlASSÍKINA ÚT ÚR lOKUÐUM HEIMI
Tónlist í leit að nýjum áheyrendum
Hér á síðunni er fjallað um flutning þriggja
góðra sagna til okkar tíma; það virðist vera
þema helgarinnar. En erfiðastan slíkan flutn-
ing ætlar sér Ilan Volkov, aðalstjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Hann vill flytja
klassíska tónlist út úr sínum aflokaða heimi
— og ekki bara klassíska tónlist; heldur týnd-
asta hluta hennar; hina svokölluðu nútíma-
tónlist.
Eitt stærsta menningarslys okkar tíma er
einangrun sígildrar tónlistar. Af afturhalds-
semi og einangrunarhyggju efri hluta milli-
stéttar í elstu hlutum Evrópu hefur klassískri
tónlist verið haldið eins fjarri kviku mann-
lífs og kostur er. Hljóðfæraleikararnir eru
enn látnir koma fram í þjónsfötum; eins og
þeir væru hálfánauðugt vinnufólk aðalsins í
salnum. Samskiptin milli áheyrenda og flytj-
enda eru fastmótuð og formföst. Fyrir óinn-
vígða er andrúmsloft á klassískum tónleikum
þrúgandi og fráhrindandi. Sem er synd. Því
tónlistin á brýnt erindi við okkur í dag. Vegna
þess að hún er klassísk.
Víðast hefur klassísk tónlist svipaðan sess
og sumarbústaður; eitthvað sem kemur inn
í líf fólks þegar börnin eru farin að heiman;
eitthvað til að orna sér við í ellinni.
Innan þessa aflokaða heims er seinni tíma
tónlist hornreka. Vegna tækninýjunga hafa
áheyrendur verið aldir upp á gamla tónlist.
Fyrst kom LP-platan svo milli-
stéttin gat keypt sinfóníur og
stærri verk gömlu meistarana.
Síðan kom CD-diskurinn og
millistéttin endurnýjaði safnið.
Loks kom DVD og millistéttin
gat lagst yfir óperur. Nýrri músík
komst ekki í gegnum þessa end-
urteknu sölu á gömlu efni; klassísk tónlist
sem hafði alltaf verið list augnabliksins eins
og leikhús var orðin að mismunandi en sam-
anburðarhæfum útgáfum af sömu verkunum.
Handan þessa einangraðist stærsti hluti
þeirrar klassískrar tónlistar sem samin hefur
verið undanfarin 70 ár; jafnvel 100 ár. Nútíma-
tónlist bíður því uppgötvunar
og þegar (og ef) hún finnst
mun það líklega ekki hafa
minni áhrif en þegar Evrópu-
menn fundu afríska myndlist
eða tónlist
Hér er ekki rúm til að kynna
dagskrá Tectonics. Hana má
finna á vefnum. Eða bara að fara í Hörpuna.
Þar verður tónlist upp um alla veggi frá 18
til miðnættis í kvöld og frá 15 til miðnættis
á morgun.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Rauðsokkurnar
60 samtíminn Helgin 19.-21. apríl 2013