Fréttatíminn - 19.04.2013, Síða 70
2 brúðkaup Helgin 19.-21. apríl 2013
V
ið brúðkaupsund
irbúninginn eyddi
Helga miklum
tíma í að finna
rétta kjólinn en í
byrjun gekk leitin
ekki sem skyldi. „Ég fór á brúða
kjólaleigur en fann ekki neitt. Mig
langaði líka að kaupa kjól en þeir
voru allir svo dýrir.“ Svo skoðaði
Helga saumastofur á netinu og
kom auga á eina í Kína sem margir
höfðu mælt með. Helga ákvað að
taka áhættuna og sendi mynd af
draumkjólnum og málin sín til
saumastofunnar í Kína og hugsaði
með sér að þó pöntunin myndi mis
takast yrði það samt þess virði að
prófa. Helga sér ekki eftir að hafa
tekið áhættuna því bæði smell
passaði kjóllinn og var alveg eins
og draumakjólinn á myndinni sem
hún sendi.
Meðan á saumaskapnum stóð
fékk Helga að fylgjast vel með og
fékk senda mynd þegar kjóllinn
var næstum því tilbúinn. „Það
besta var að kjóllinn kostaði aðeins
15.000 krónur með öllu og þá eru
sendingarkostnaður og tollar inni
faldir. Kjóllinn er úr silki og mjög
vel saumaður.“ Þremur vikum fyrir
brúðkaupið kom kjóllinn svo til Ís
lands.
Orðspor saumastofunnar góðu
í Kína hefur spurst út og hafa
margar vinkvenna Helgu og þeirra
vinkonur nýtt sér þjónustuna. „Hjá
öllum sem ég hef heyrt af hefur
þetta gengið rosalega vel og kjól
arnir verið vel saumaðir,“ segir
Helga.“
Á brúðkaupsdaginn bar Helga
belti sem er í eigu tengdafjölskyld
unnar og aðeins konur sem borið
hafa nafnið Kristín og Ingibjörg
hafa gift sig með. Beltið er eitt af
þremur sem Eiríkur Sverressen,
sýslumaður í Rangárvallasýslu,
lét smíða fyrir dætur sínar um
árið 1840. Ein þeirra var Ingibjörg
langalangamma Soffíu Ingibjargar
Guðmundsdóttur tengdamóður
Helgu Kristínar. Talið er að eitt
beltanna sé á Þjóðminjasafninu
en ekki er vitað hvar það þriðja er.
Talið er að beltið hafi verið smíðað
í Englandi en ættin kemur frá Bol
holti. „Þetta belti hefur verið látið
ganga frá Ingibjörgu til Kristínar
svo lengi sem við munum,“ segir
Helga sem svo heppilega vill til að
ber millinafnið Kristín.
Draumakjóllinn Fann ekkert á brúðkjólaleigunum
Pantaði brúðarkjól frá Kína
Þegar Helga
Kristín Auðuns-
dóttir giftist
eiginmanni sínum,
Einari Þorsteins-
syni, fann hún
kínverska sauma-
stofu á netinu
og lét sauma
draumakjólinn
sem smellpass-
aði. Við kjólinn
bar Helga belti
sem verið hefur
í eigu tengdafjöl-
skyldunnar í nær
tvö hundruð ár.
Helga Kristín
Auðunsdóttir í
brúðarkjólnum
ásamt eigin-
manni sínum,
Einari Þor-
steinssyni.
VERÐ FRÁ
6.990 KR.
EINTAKIÐ
Hannaðu þína
eigin myndabók
á oddi.is
Farðu inn á www.oddi.is
og búðu til persónulega gjöf.
Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Mikið úrval
af léttum
yfirhöfnum
Stærðir 38-58