Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 75

Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 75
Helgin 19.-21. apríl 2013 brúðkaup 7  Tækifærisræður flesTir fá fiðring í magann Góð ráð fyrir ræðuhöld í veislum Unnur segir mikilvægt að grípa tækifærið og að allir geti haldið góða ræðu. „Það er súrt í broti að átta sig á því að veislunni lokinni að maður hefði viljað halda ræðu, sem er því miður allt of algengt.“ Fyrir þá sem fyllast kvíða við tilhugs- unina um ræðuhöld í margmenni segir Unnur gott að hafa í huga að flestir fái einhvern fiðring í magann áður en að slíku komi. Það merkilega sé þó að kvíðinn líði hjá eftir stutta stund. Unnur bendir jafnframt á að ekki sé vænlegt til árang- urs að hvolfa í sig nokkrum vínglösum til að slá á kvíðann heldur geti slíkt haft öfug áhrif. „Málið er að skora sig á hólm, draga andann djúpt og byrja. Kvíðinn hverfur á svipstundu og hver veit nema úr verði hin ánægjulegasta lífs- reynsla og eftirminnileg ræða.“ „Það mikilvægasta er að hafa frá einhverju að segja, til dæmis skemmtilegri sögu af brúð- hjónunum eða hjartnæmu atviki en gæta þess þó að sagan sé innan velsæmismarka,“ segir Unnur og bendir á að skemmtilegar sögur fangi athygli áheyrenda og séu eftirminnilegar en ráðleggur fólki þó að hafa ræður ekki of langar og að gullna reglan sé sú „að góð tækifæris- ræða sé samsett úr upphafi og lokaorðum, og sem minnstu þar á milli.“ Unnur segir nauðsynlegt að undirbúa ræð- una vel, ákveða hvað eigi að segja og æfa sig nokkrum sinnum en varast þó að skrifa ræðuna niður frá orði til orðs. „Ræðan er ekkert annað en samtal við brúðhjónin og missir marks ef hún er skrifuð frá upphafi til enda. Gott er að vera með á hreinu hvernig á að byrja ræðuna, hvaða sögu á að segja og ekki síst hvernig á að ljúka henni svo hún dragist ekki um of á lang- inn.“ Í veislum er oft kliður og því getur verið mikil áskorun að fanga athygli veislugesta og ráðleggur Unnur fólki því að byrja ræðuna ekki fyrr en óskiptri athygli veislugesta er náð og slá frekar nokkrum sinnum í glasið til viðbótar svo háværir veislugestir yfirgnæfi ekki ræðuna. „Góð tækifærisræða er samsett úr upp- hafi og lokaorðum og sem minnstu þar á milli,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá Vendum, sem hef- ur um árabil þjálfað fólk í ræðuhöldum og leiðbeint á námskeiðum við ræðu­ kvíða. Í brúðkaupum tíðkast að vinir og vandamenn haldi ræður brúðhjónunum til heiðurs og fékk Fréttatíminn Unni til að uppljóstra helstu leyndarmálunum að baki vel heppnaðri tækifærisræðu. Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari segir alla geta haldið góða ræðu. Sjö, níu, þrettán er vinsæll dagur Frá aldamótum hafa árlega komið upp vinsælar dagsetningar til giftinga, svo sem fyrsti janúar 2001, annar febrúar 2002 en eftir að árið 2012 rann sitt skeið á enda má ekki eiga vona á slíkum dagsetningum í bráð. Það vill þó til að sjöunda september 2013, 7, 9, 13, ber upp á laugardag og má búast við að sá dagur verði vinsæll hjá brúðhjónum. Að sögn Einars Eyjólfssonar, prests í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, eru fimm giftingarathafnir bókaðar þann dag, frá ellefu um morguninn og til hálfsjö. Að auki eru nokkur verðandi hjón á biðlista. Hjá Guðríðarkirkju í Grafarholti verður einnig þétt setinn bekkurinn og eru fjórar giftingarathafnir bókaðar þann dag. Sama á væntanlega við í öðrum kirkjum. Breyttir tímar Nú til dags velja fleiri borgara- legar giftingar en áður þótt hjóna- vígslur í kirkju séu enn í miklum meirihluta. Tímabilið 1966-1970 voru 1.556 hjón gefin saman í kirkju en 94 með borgaralegum hætti. Fjörutíu árum síðar, tímabil- ið 2006-2010 voru 343 hjón sem völdu að gifta sig borgaralega en 1.332 sem völdu kirkjulega vígslu. Meðalaldur þeirra sem gifta sig í fyrsta sinn hefur hækkað töluvert á undanförnum árum því tímabilið 1966-1970 var meðal- aldur þeirra kvenna sem giftu sig í fyrsta sinn 23 ár en karla 25 ár. Tímabilið 2006-2010 var meðalaldur kvenna sem giftu sig í fyrsta sinn kominn upp í 32 ár en karla 34 ár.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.