Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 4

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 4
Á dögunum barst félaginu Ísland-Palest- ína óvænt peningagjöf. 96 ára gömul kona á Blönduósi gaf 250 þúsund krónur til neyðarsöfnunar félagsins vegna ástands- ins í Palestínu. Einnig söfnuðust um 160 þúsund krónur með framlögum fólks á fjölmennum samstöðufundi félagsins fyrir utan bandaríska sendiráðið í nóvember. Allir þessir fjármunir fara óskiptir til Heilsustarfsnefndanna UHWC (Union Work Committees), sem reka heilsugæslu og sjúkrahús í flóttamannabúðum á Gaza. Félagið hefur stutt starfsemina áður en Ísland-Palestína hefur í mörg ár stutt ýmis málefni á Gaza. Núna einblína samtökin á að íbúar á Gaza fái lífsnauðsynlega læknishjálp í kjölfar loftárása Ísraelshers en samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda á Gaza slösuðust alvarlega um 1478 manns, þar af 533 börn. Félagið stendur einnig fyrir árlegri fjár- öflun sinni á Þorláksmessu. Sjálfboðaliðar félagsins verða, líkt og undanfarin ár, á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis. Hægt verður að styrkja samtökin með frjálsum framlögum en einnig er í boði að kaupa ólívusápur og kafíur sem framleiddar eru á vesturbakkanum. Öll framlög renna beint til hjálpar- og upp- byggingarstarfs í Palestínu. veður þorláksmessa aðfangadagur jóladagur A- og NA hvAssviðri. rigNiNg sA-lANds, eN sNjókomA eðA él AustAN- og NorðAustANtil. höfuðborgArsvæðið: ÚrkomulauSt oG hiti ofaN froStmarkS. ÁkveðiN NA-Átt og kólNANdi veður. él NorðANtil, eN sNjókomA AustAst. höfuðborgArsvæðið: léttSkýjað oG væGt froSt. komið tAlsvert frost með sNjókomu eðA éljAgANgi N- og NA til, eN úrkomulAust syðrA. höfuðborgArsvæðið: léttSkýjað oG vaxaNdi froSt. vaxandi frost um jólin Spárnar hafa verið að hlaupa dálítið til. Nú lítur út fyrir um jólin að það kólni strax á aðfangadag og frostið verði vaxandi upp frá því. Na-átt verður þessa daga og él norðantil, einkum við sjávarsíðuna. Hríðarveður með köflum austantil, en úrkomulaust að heita má sunnan- og suðvestantil. Nýsnævi á jörðu víða norðan- lands, norðantil á vestfjörðum og á austurlandi. Suðvestan- lands hins vegar áfram auð jörð ef af líkum lætur. 2 2 0 -1 2 -2 -1 -2 -2 -1 -5 -7 -9 -8 -5 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is OYSTER PERPETUAL DATEJUST Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21  Íbúðakaup fjölskyldan getur lagt fyrir 24 þúsund á mánuði 11 ár að safna fyrir útborgun í íbúð Hjón með eitt barn á leikskólaaldri, kennari og hjúkrunarfræðingur búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega gera ráð fyrir að þurf að safna í 11 ár til þess að eiga fyrir útborgun í fyrstu íbúðinni sinni. g uðbjörg og Kjartan eiga þriggja ára dóttur, Hildi. Guðbjörg er 28 ára hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum þar sem hún vinnur vakta- vinnu á hjartadeild. Hún er með 484 þúsund krónur á mánuði í laun. Kjartan er 27 ára umsjónarkennari í grunnskóla í Reykjavík og er með 302 þúsund krónur í laun á mán- uði. Samanlagt eru þau því með 786 þúsund krónur á mánuði í laun. Guðbjörg tekur aukavaktir á spítal- anum til að hífa upp launin sín og nær þeim þannig upp í 520 þúsund á mánuði. Samanlagt eru þau þá með 822 þúsund krónur í laun og fá útborgað um 585 þúsund. Samkvæmt reiknivél velferðar- ráðuneytisins eru neysluviðmið þessarar fjölskyldu um 411 þúsund krónur á mánuði án húsnæðis- kostnaðar. Meðalleiguverð þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík er tæplega 1500 krónur fermetrinn og leigukostnaður 100 fermetra íbúðar því um 150 þúsund á mánuði. Útgjöld fjölskyldunnar eru því 561 þúsund krónur á mánuði. Þegar Guðbjörg og Kjartan hafa greitt alla reikninga og staðið undir öllum útgjöldum eiga þau því 24 þúsund krónur eftir af laununum sínum við hver mánaðamót. Þá upphæð leggja þau inn á sparnaðarreikning og ná að safna 288 þúsund krónum á ári að viðbættum vöxtum og verðbótum. Þau langar að eignast sína eigin íbúð því þau hafa þurft að flytja tvisvar vegna þess að íbúðin sem þau leigðu fór úr leigu. Þau langar að eignast fjögurra herbergja íbúð því þau langar að eignast fleiri börn og langar ekki að vera miðsvæðis í borginni. Þau hafa í huga fjögurra herbergja, 97 fermetra íbúð í blokk á Kleppsveginum sem kostar 22 millj- ónir. Þau geta fengið 80 prósenta lán hjá Íbúðalánasjóði, sem er 17,6 millj- ónir. Útborgunin nemur mismun- inum, 4,4 milljónir. Þau hafa lagt 24 þúsund krónur fyrir á hverjum mánuði frá því að þau hófu sambúð fyrir fjórum árum og hafa því safnað um 1200 þúsund krónum. Miðað við 5 prósenta vexti tæki það þau 11 ár að safna fyrir útborguninni að því gefnu að launin þeirra hækki ekki. Þau þurfa því að leggja fyrir í sjö ár til viðbótar. sigríður dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Laun Kjartans: 302 þúsund Laun Guðbjargar: 520 þúsund Útgjöld: 561 þúsund Afgangur: 24 þúsund Draumaíbúðin: 22 milljónir Lán frá Íbúðalánasjóði: 17,6 milljónir Útborgun í íbúð: 4,4 milljónir Miðað við 5% vexti á sparn- aðarreikningi eru þau því 132 mánuði, 11 ár að safna fyrir 4,4 milljóna útborgun. Guðbjörg og kjartan eru 11 ár að safna sér fyrir útborgun í fyrstu íbúðinni sinni. Ljósmynd/Getty Útgjöld fjölskyld- unnar eru því 561 þúsund krónur á mánuði. Hagnaður sjávarútvegs jókst milli ára Samkvæmt könnun hagstofu um hag veiða og vinnslu jókst hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi á milli áranna 2010 og 2011. Niðurstöður könnunarinnar eru að hluta byggðar á reikningum sem fyrirtæki í sjávarútvegi sendu hagstofunni. Þar kemur fram að heildareignir sjávarútvegs í árslok 2011 voru rúmir 547 milljarðar króna, heildarskuldir rúmir 443 milljarðar og eigið fé því 105 milljarðar. Heildartekjur fyrirtækjanna á árinu námu um 263 milljörðum króna. Á móti koma útgjöld líkt og launakostnaður sem nam tæpum 80 milljörðum og olíukostn- aður um 18 milljarðar. Hreinn hagnaður sjávarútvegsfyrir- tækja jókst því úr 19,8 prósentum í 22,6 ef ekki er gert ráð fyrir milliviðskiptum með hráefni. verðmæti heildareigna hækkaði um 8,9% frá 2010 og skuldir lækkuðu um 6,5%. Einnig kemur fram að veiðigjald útgerðarinnar hafi verið 2,3 milljarðar árið 2010 en 3,7 milljarðar króna í fyrra. Samkvæmt útreikningum er þá hreinn hagnaður fyrirtækjanna um 60 milljarðar.  fjáröflun Ísland-palestÍna safnar fé 96 ára gömul kona gaf 250 þúsund til neyðarsöfnunar vegna Palestínu Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól 4 fréttir Helgin 21.-23. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.