Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 16

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 16
Vikan í tölum 950 milljónir króna borgar Reykjavíkurborg Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Perluna. Að njóta fýlufrírrar Þorláksmessu Eru jól án skötuveislu? R étt eins og ég tilkynnti afmælis­gestum í pistli hér á þessari síðu að ég myndi ekki veita áfengi í fertugsafmælinu mínu hef ég afráðið að nýta þetta tækifæri og lýsa því yfir að við hjónin höldum ekki hina árlegu skötuveislu í ár. Afsakið það, skötuunnendur og vinir. En það er bara allt of vond lykt af sköt­ unni sem gerir það að verkum að á Þor­ láksmessukvöld neyðumst við til að þrífa heimili okkar hátt og lágt í því skyni að útrýma henni. Ekki misskilja mig. Mér finnst ofboðslega gaman að fá vini mína í heimsókn og hringja inn jólin með vel kæstri skötu að Vestfirðinga sið – því ég er Ísfirðingur í aðra ættina og alin upp við Þorláksmessu­ skötu. Heimilið er allt komið í jólabúning, kveikt á kertum um allt hús og hátíðin að færast í höfn. Ef það væri ekki fyrir þessa ógurlegu lykt, þá myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar. Við höfum svo sem reynt ýmislegt til þess að draga sem mest úr henni. Við höfum soðið skötuna á prímus úti á svölum (sem gengur eiginlega ekki í tíu stiga gaddi eins og í hittifyrra) og á rafmagnshellu í bílskúrnum (sem nú er búið að innrétta og breyta í íbúð þannig að ekki gengur það) en það er sama hvað við gerum, lyktin af skötunni kominni á borð er svo stæk að finna má skötulykt af rúmfötum í mars (þessi sem voru neðst í staflanum í línskápn­ um á Þorláksmessu). Ég hef velt því fyrir mér að halda skötuveislu án skötu. Bara svona til að fá að hitta fólkið. En það er ekki eins. Það er dálítið eins og að halda jól án jóla­ gjafa (pæling). Ég hugleiddi að bjóða upp á hákarl og síld – en féll frá þeirri hugmynd. Því hef ég ákveðið – ekki í samráði við manninn minn frekar en fyrri dag­ inn – að aflýsa skötumessuhaldi í ár. Mig langar bara á Laugaveginn með börnunum í rólegheitum á Þorláks­ messu, drekka heitt súkkulaði og borða piparkökur. Pakka inn síðustu gjöfunum og hlakka til. Þið hljótið að skilja mig. Reyndar getum við gert eitt: haldið skötuveislu daginn fyrir Þorláksmessu. Þá getum við tekið daginn snemma á Þorláksmessu og þrifið og gert fínt en samt notið dagsins og kvöldsins í róleg­ heitum í jólatilhlökkun. En er það ekki eins og að fagna nýju ári daginn fyrir gamlárskvöld? Ég hef velt því fyrir mér að halda skötuveislu án skötu. Fæ st í apótekumMÝKJANDI Í MJÚKA PAKKANN Mýkir húðina og liðkar liði Mýkjandi hælasokkar Mýkjandi ylsokkar Mýkjandi ylglófar Mýkjandi gelsokkar Mýkjandi gelshanskar www.portfarma.is  Vikan sem VaR Vinstri-grænir friðaðir Það henti Pál Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóra Heimssýnar, að blogga stórkarlalega á dögunum í garð Vinstri-grænna. Allt var það rétt sem hann sagði nema það að það á engum að útrýma og Heims- sýn á sér ekkert markmið um að útrýma Vinstri- grænum í kosningunum í vor. Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra, stakk niður penna til þess að útskýra skrif félaga síns í baráttunni gegn ESB, Páls Vilhjálmssonar, sem hætti í stjórn Heimssýnar eftir að hann styggði vinstri græna innan raða félagsins. Deilt við dómarann Ég er mjög ósáttur við þennan dóm. Þetta eru mikil vonbrigði og ég geri ráð fyrir að áfrýja. Börkur Birgisson var dæmdur í sex ára fangelsi í héraði. Verjandi hans, Ingi Freyr Ágústsson, var óhress með niðurstöðuna. Ráðherra fækkar fötum Var beðin að afklæðast lopapeysu minni hér áðan. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mátti ekki vera í lopapeysu í þingsal enda er staðinn dyggur vörður um virðingu Alþingis eins og alþjóð veit. Indæll strokufangi Þetta er rólyndur og indæll drengur en það er bara eitt- hvað í skapinu hjá honum og skapferlinu sem kveikir svona bál og þetta gerðist. Manneskja sem þekkir vel til strokufangans Matthíasar Mána Erlingssonar skýrði lundarfar flóttamannsins í DV. Skilaboð til fanga Ekki gera eitthvað sem þú sérð ávallt eftir. Ást mamma. Móðir strokufangans Matthíasar Mána sendi honum skilaboð á Facebook. Nótt hinna löngu hnífa Ég sá bara glitta í blaðið og svo byrjaði hann að sveifla hnífnum eins og brjálæðingur. Leó Kristberg Einarsson, yfirdyravörður á Hressingarskálanum, sagði DV frá hnífaárás sem hann varð fyrir. Geðgóð framtíð Það er því með söknuði og stolti sem ég í dag segi af mér sem formaður Geðhjálpar vegna mikilla anna sem ég má vænta á hinum nýja vettvangi. Björt Ólafsdóttir, sem leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi, hætti störfum fyrir Geðhjálp. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónaRhóll 36 ár er samanlagður brotaferill þeirra Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, samkvæmt frétt Vísis. 1,2 milljónir króna söfnuðust í söfnun til styrktar sauðfjárbændum á Norður- landi sem urðu fyrir búskaða vegna veðurofsa í september. 547 milljarðar króna voru heildar- eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna um síðustu áramót, 104 fjórir milljarðar umfram heildarskuldir. 40 prósent Íslendinga ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu, samkvæmt könnun MMR. 110 sóttu um sanngirnisbætur vegna vistunar á unglingaheimili ríkisins frá árunum 1971 til ársins 1994. 16 fréttir Helgin 21.-23. desember 2012 vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.