Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 32

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 32
ÍTALSKT JÓLABRAUÐ Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunudaga 8.00 -16.00 Heimur martraðar Margrét bendir á að þótt ekki vanti drápin og blóðið í Macbeth þá sæki verkið ekki síst styrk sinn til hæfi- leika Shakespeares til þess að skemmta áhorfendum með marglaga frásögn sem virki spennandi á svo mörgum sviðum. „Hann fer alveg niður í erótík eða jafnvel léttan dónaskap en höfðar líka alltaf til þeirra sem vilja fá aðeins meira og kemur með einhverja heimspeki eða póesíu og svo býður hann upp á svikráðin og morðin fyrir spennufíklana. Þetta verk hans sker sig kannski aðeins frá öðrum vegna þess að þetta gerist í martröð. Dramatúrgían er í raun bara martröðin og það gerir þetta svo spennandi. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta er spennandi,“ segir Margrét um verkið, uppfærsluna og glímuna við lafðina. „Þetta kostar líka heilmikil átök og það eru engin rólegheit í kringum þetta. Ég var spurð að því um daginn hvort þetta væri ekki draumahlutverkið en ég gat nú ekki svarað því öðru- vísi en að þetta væri meira hálfgerð martröð. Eins og verkið sjálft.“ Og Margrét ítrekar að lafði Macbeth sé ekki öll þar sem hún er séð. „Margir sjá hana örugglega fyrir sér en vita ekkert endilega hvað hún stendur fyrir. Þetta gildir að ég held líka um verkið sjálft. Mörg fræg verk hafa þessa áru. Fólk er með miklar skoðanir á þeim en þekkir þau ekkert endilega mjög vel og hefur kannski ekki lesið þau alveg.“ Sígildur og vinsæll Margrét heldur áfram að tala um misskilning í kringum Shakespeare eða jafnvel ranghugmyndir. Ein þeirra segir hún að fólk virðist standa í þeirri trú að fáir leggi leið sína í leikhús til þess að horfa á verk eftir þennan meistara leiksviðsins. Hún viðrar þá kenningu að textinn sé í hugum margra flókinn og óaðgengi- legur og bætir við að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu slíku í þessu tilfelli þar sem unnið sé með nýja og lipra þýðingu Þórarins Eldjárns á verkinu. „Macbeth hefur nú líka verið þýddur óvenju oft. Við höfum þýðingu Matthíasar Jochumsonar og svo auðvitað Helga Hálfdanarsonar. Sverrir Hólmarsson þýddi það líka og svo erum við núna með nýja þýð- ingu frá Þórarni Eldjárn. Það er mýta að fáir horfi á Shakespeare og þessi þýðing Þórarins er ansi skýr og skemmtileg og heldur alveg anda verksins.“ Margrét segir vinnuna við Macbeth búna að vera mjög ánægjulega og ber leikstjóranum Benedict Andrews einkar vel söguna. Hann er öflugur öflugur Shakespeare-leikstjóri og setti Lé konung upp í Þjóð- leikhúsinu í hittifyrra. „Benedict er frábær leiðbeinandi. Hann er búinn að hugsa þetta allt niður í smæstu eindir og vinnur þetta mjög sjónrænt. Hann er samt alltaf opinn fyrir nýjum hugmyndum frá leikurum og öðrum. Þannig að vinnan er frjó og spennandi.“ Aðventan er dásamleg Venju samkvæmt frumsýnir Þjóðleikhúsið jólasýningu sína á öðrum degi jóla þannig að aðventan hjá Margréti litast óneitanlega af því sem fram undan er hjá henni. Henni tekst samt að skilja á milli sín og lafðinnar blóðugu og gengur vel að njóta jólaundirbúningsins með börnunum tveimur, stúlku sem er nýorðin þriggja ára og fjögurra ára gutta. „Þetta er eiginlega bara dásamlegt. Maður er á kafi í jólaundirbúningi. Við fórum um daginn í það sem við kölluðum „Christmas Tree Hunting“. Hvað getur maður kallað það?“ Spyr Margrét út i bláinn og hlær dátt. „Tréð var samt ekki skotið. En þetta er svo frábært. Við fórum með börnin upp í Heiðmörk og fundum rétta tréð og hittum jóla- sveinana. Svo bökuðum við piparkökuhús á sunnudag- inn. Maður leyfir sér þetta ennþá og einhvern veginn gengur þetta upp með æfingum og öllu saman. Ég hugsaði samt alveg með mér að það yrði eitthvað snúið að láta þetta ganga en enn sem komið er hefur þetta gengið mjög vel.“ Margrét segist ekki alveg fá botn í hvers vegna fólk tali endalaust um að það hlakki til jólanna. Hún lifir í núinu og nýtur augnablikanna í aðdraganda jólanna. „Mér finnst þetta snúast um að hlakka til þess sem er að gerast núna, að njóta aðventunnar. Maður gleymir því stundum svolítið. Sérstaklega þegar maður er að vinna svona mikið og með hausinn á kafi í einhverju. Maður þarf aðeins að stilla sig af og leyfa hægra heila- hvelinu að ráða og slaka á. Þetta er svo geggjaður tími. Sérstaklega með börn- unum. Þá er þetta bara best í heimi. Börnin eru á mjög hressum aldri hjá okkur og það er ekki mikið um dauðar stundir. En þetta er mikil gleði. Maður á svo eftir að púsla jólunum sjálfum saman, njóta þeirra og reyna að hugsa ekki of mikið um frumsýninguna þótt hún muni nú örugglega leynast einhvers staðar í koll- inum á manni á aðfangadagskvöld.“ Með jólin í huga segist Margrét hafa velt fyrir sér hvort Macbeth sé efni í jólasýningu og hafi komist að þeirri niðurstöðu að svo sé. „Já, rauði liturinn er nú svo jólalegur og rautt blóðið fær nú alveg að skína á sviðinu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Margir sjá hana örugglega fyrir sér en vita ekkert endilega hvað hún stendur fyrir. Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 látum Friðarljósið lýsa upp aðventuna 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 32 viðtal Helgin 21.-23. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.