Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 44

Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 44
M ér finnst þetta mjög ánægju-legur árangur hjá þeim. Það eru fáir betur að þessu komin en þau. Þau hafa nýtt sitt tækifæri eins vel og hægt er,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Nomex, Nordic Music Export. Anna er fyrrum fram- kvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar, Útón, og hefur fylgst með uppgangi Of Monsters and Men frá fyrsta degi. Anna hefur starf- að um árabil í tónlistarbransanum, bæði á Íslandi og erlendis, og telur að sveitin geti náð enn lengra. J á, það er nú það,“ segir hljómborðs-leikarinn Árni Guð- jónsson þegar hann er spurður af hverju hann kaus að segja skilið við Of Monsters and Men á dögunum. „Það var aldrei stefnan að vera brjálæðislega lengi í þessu bandi. Mér fannst þetta mjög skemmtilegur tími en þetta gerðist allt svo hratt. Allt í einu var ég kominn til Ástralíu og hugsaði með mér, hvað er ég að gera hér?“ Fréttatíminn greindi frá brotthvarfi Árna í lok nóvember og komu tíðindin mörgum á óvart. Það er enda ekki algengt að menn stökkvi frá borði þegar allt gengur hljómsveitum í haginn. Árni segir að sér finnist tónlist Of Monsters and Men góð og krakkarnir í sveitinni skemmtilegir. Hann hafi hins vegar fengið nóg af tónleika- ferðalögunum. „Þetta er rosalega mikið brölt, maður býr alltaf í ferðatösku. Það halda allir að þetta sé eitt stórt frí og maður syndi í seðlum en það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Þetta er hörku vinna og maður er pískaður áfram. Hugurinn þarf að vera hundrað prósent í þessu og ég var ekki alveg þar. Bandið er að fara spila rosalega mikið á næsta ári og mér féllust hendur við tilhugsunina.“ Árni viðurkennir að það hafi stundum tekið á taugarnar að spila sömu lögin aftur og aftur, enda hefur sveitin bara gefið út eina plötu og hafði verið dugleg við tónleika- hald hér heima áður en landvinningarnir hófust. „En þetta eru góð lög og þessir krakkar eru mínir bestu vinir. Við tókum fund og ræddum saman. Ég sagði þeim að þau gætu hringt í mig ef þau vantar einhvern tíma hljómborðsleik- ara í einhver gigg. Það fóru allir sáttir frá þeim fundi,“ segir Árni um brotthvarfið. „Nú er ég spenntur að fá þau heim og sérstaklega að fá að detta í það með honum Ragnari mínum,“ segir hann ennfremur, en Árni og Ragnar, söngvari og gítarleikari, leigðu saman þegar Of Mon- sters and Men sigraði í Músíktilraunum og Árni gekk til liðs við sveitina í kjölfarið. „Hann bað mig að koma og spila inn á nokkur lög. Það varð aðeins meira úr því.“ Árni hefur lært á píanó síðan hann var sex ára Engin takmörk fyrir því hvað þau geta komist langt Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmda- stjóri Nomex, hefur fylgst með uppgangi Of Mon- sters and Men. Hún fagnar því að íslensk „main- stream“ hljómsveit skuli loks slá í gegn og spáir sveitinni frekari frama. Anna Hildur Hildi- brands- dóttir, fram- kvæmda- stjóri Nomex.Framhald á næstu opnu Fékk nóg af því að búa í ferðatösku Árni Guðjónsson hljóm- borðsleikari hætti í Of Monsters and Men í síðasta mánuði. Hann segir að tónleikaferðirnar hafi ekki átt vel við sig og saknar krakkanna og hlakkar til að detta í það með Ragnari þegar hann kemur heim um jólin. og hefur lokið námi í tónsmíðum í Listahá- skólanum. Hann gat reyndar ekki verið við- staddur eigin útskriftar- tónleika því hann var á tónleikaferðalagi með Of Monsters and Men. Nú er Árni aftur farinn að læra í FÍH og skipu- leggur framtíðina. „Ég fékk nú pínu áfall um daginn og fór að hugsa um hvað ég ætti eigin- lega að fara að gera. Ég ákvað að sækja um skóla erlendis, hljómsveitar útflutningsnám í Hol- landi. Ef ég kemst inn er það fjögurra ára nám. Ef ekki, þá verð ég bara hér og reyni að klára FÍH,“ segir Árni sem er 24 ára. Meðfram tónlistar- náminu er hann að vinna á Mánabar við Hverfis- götu. „Það voru menn- ingarvitar sem keyptu staðinn og eru að reyna að koma góðu orði aftur á húsið. Við ætlum að breyta staðnum í heit- ustu djassbúllu bæjarins, við erum með tónleika hérna og ég sé um vínyl- plötukvöld á þriðjudög- um. Ég er svo heimakær, mér finnst gott að vera hérna. Svo var ég að flytja í Hlíðarnar og er að reyna að njóta lífsins.“ En allar þessar vinsældir og allt þetta tónleikahald hlýtur að skila einhverju. Eitthvað hlýtur að skila sér inn á bankareikninginn þinn? „Blessaður, ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að borga leigu á morgun. Ég fæ einhvern starfslokasamning en hann verður ekkert svakalega hár. Ég veit ekki hvort það verður hundrað þúsund, milljón eða hvað. Það kemur bara þegar það kemur.“ -hdm Árni Guðjónsson hætti í Of Monsters and Men eftir tónleika sveitarinnar á Airwaves í nóvember. Hann er að vinna á Mánabar, stundar nám í FÍH og stefnir á nám í Hollandi. Ljósmynd/Hari 1 498.2032 1.000.000 51 0. 00 0 150 2.300.00 0 20.400 115.000 460.000 Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, var valin besta plata ársins hjá netrisanum Amazon.com. Fjöldi „like“-a á Face- booksíðu sveitarinnar. Þau skipti sem hljómsveitin hefur troðið upp í vinsælum spjallþætti Jay Leno. Sveitin kom einnig fram í þætti Jimmy Fallon og hjá Graham Norton í Bretlandi. eintök seld af plötunni My Head is an Animal um allan heim. Eintök seld í Bretlandi. Fjöldi tónleika sem Of Monsters and Men hefur komið fram á síðan í mars. eintök seld á Íslandi. eintök seld um allan heim, utan Bandaríkjanna og Íslands. ei nt ök s el d í B an da rí kj un um . Pl at an n áð i g ul ls öl u í v ik un ni . eintök hafa selst um allan heim af sm áskíf- unni Little Talks. 44 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.