Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 64
F ótboltaáhugafólk hefur um fleira að hugsa þessi dægrin en jólaundirbúninginn. Fjórar umferðir verða leiknar í enska boltanum yfir hátíðarn- ar og veislan hefst á morgun, laugardag. Allra augu verða á leikjum toppliðanna tveggja, Manchester United og Manches- ter City, en liðin á botninum horfa líka fram á afar mikilvæga leiki. Einvígi Manchesterliðanna Englandsmeistarar Manches- ter City hefja törnina með leik á heimavelli gegn nýliðum Read- ing á morgun, laugardag. Búast má við auðveldum sigri heima- manna enda fær lið Reading helst ekki minna en þrjú mörk á sig í leik. Á sunnudag eiga erki- fjendurnir í Manchester United erfiðan útileik gegn Swansea. City-menn eru sex stigum á eftir United eftir sigur síðar- nefnda liðsins í grannaslagnum á dögunum. City-menn vita því sem er að þeir mega ekki við því að gera mistök í jólaleikjun- um; þeir þurfa helst að ná fullu húsi stiga og vonast eftir því að keppinautarnir misstígi sig. Á annan dag jóla fær Uni- ted lið New- castle í heim- sókn en City heimsækir Sunderland. Þessi nágran- nalið í norð-austur Englandi hafa valdið miklum vonbrigðum í vetur og munu gera sitt til að stríða stóru liðunum. Í þriðju umferðinni um jólin fær United lið West Brom í heimsókn á meðan City heimsækir Norwich. Að síðustu fær Man City lið Stoke í heimsókn á meðan United heimsækir nágranna sína í Wigan. Á síðustu leiktíð kom það mjög á óvart þegar Wigan lagði United að velli og höfðu þau úrslit sitt að segja um að City fór með sigur af hólmi í deildinni. Botnbaráttan harðnar En það verður ekki bara barist á toppi deildarinnar yfir jólin. Nú þegar deildin er að verða hálfnuð harðnar baráttan á botninum með hverri umferð. Leikmannaglugginn opnar um áramótin og má fastlega búast við því að liðin í neðri hlut- anum láti til sín taka í leikmannakaupum. Til að mynda Harry Redknapp, sem nú stýrir QPR og hefur aldrei verið feiminn að grenja út peninga hjá eigendum þeirra liða sem hann stjórnar. Nú um helgina verða tveir afar forvitnilegir leikir í botn- baráttunni. Newcastle tekur á móti QPR á morgun. Heimamenn hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum í deildinni á meðan QPR vann sinn fyrsta leik um liðna helgi. Ef Newcastle vinnur ekki þennan leik sogast liðið beint niður í fallbaráttuna. QPR-menn geta aftur á móti komist á flug með sigri. Sama dag tekur Southampton á móti Sunderland en þau sitja hlið við hlið á töflunni fyrir ofan botnliðin þrjú. Hangir Benitez yfir jólin? Chelsea er nú þrettán stigum á eftir toppliði Manchester United en á leik til góða. Rafa Benitez hefur ekki tekist að hrífa stuðningsmenn liðsins og tapið í heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi var afar slæmt högg eftir að liðið virtist vera að ná sér á strik. Chelsea mætir Aston Villa (h), Norwich (ú) og Everton (ú) í jólatörninni og endar svo á að fá QPR í heim- sókn. Óhætt er að fullyrða að Benitez þarf að kreista það besta út úr mannskapnum svo Roman Abramovich, eigandi félagsins, fari ekki að leita að nýjum stjóra. Enn og aftur. Arsenal-menn rifu sig upp af rassgatinu á mánudagskvöldið þegar þeir fóru létt með Reading. Leik liðsins við West Ham á ann- an dag jóla hefur verið frestað fram á næsta ár og því leikur Arsenal að- eins þrisvar yfir jólahátíðina. Stjóranum Arsene Wenger gefst því meiri tími til að undirbúa leikmannakaup í janúarglugganum. Ekki veitir af. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Sala vetrarkorta er nú í fullum gangi. Kortin er hægt er að kaupa í gegnum tölvupóst á midar@skidasvaedi.is. Einnig má fá kort í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5, dagana 27. og 28. desember. Athugið að tilboðsverð á vetrarkortum gildir aðeins út desember. Sjáumst í brekkunum, starfsfólk Skíðasvæðanna. VETRARKORT Í BLÁFJÖLL & SKÁLAFELL Tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna PI PA R \T BW A • S ÍA • 12 33 18 skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000 Ekkert frí á Englandi um hátíðarnar Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar, þau eru líka hátíð fyrir unnendur enska boltans. Fram undan eru fjórar umferðir á tæpum tveimur vikum og úrslit í leikjum toppliðanna geta ráðið miklu um hver stendur uppi sem sigurvegari í vor. Rétt eins og á síðustu leiktíð heyja grannliðin Manchester United og Manchester City einvígi um Englandsmeistaratitilinn. Staða efstu og neðstu liða Leikir Markatala Stig 1. Man Utd 17 19 42 2. Man City 17 18 36 3. Chelsea 16 11 29 4. Tottenham 17 5 29 … 17. Southampton 16 -10 15 18. Wigan 17 -14 15 19. QPR 17 -15 10 20. Reading 17 -15 9 Leikir toppliðanna um jólin Swansea (ú) Newcastle (h) West Brom (h) Wigan (ú) Reading (h) Sunderland (ú) Norwich (ú) Stoke (h) Wayne Rooney og Robin van Persie hafa samanlagt skorað 19 mörk fyrir Manchester United í deildinni í vetur. Sergio Aguero og Carlos Tevez hafa samanlagt skorað 13 mörk fyrir Manches- ter City í deildinni. Carlos Tevez 64 fótbolti Helgin 21.-23. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.