Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 66
V ið erum metnaðarfullt poppband sem spilar á böllum,“ sagði Björn Jörundur Friðbjörns-son í Þjóðviljanum 1991 og negldi starfsemi Nýdanskrar í einni setningu. Hann og Daníel Ágúst Haraldsson og fleiri strákar, þar á meðal trommarinn Ólafur Hólm Einarsson, hófu samstarf árið 1987 og unnu sér það til frægðar að sigra í hljómsveitakeppninni á Húsafelli sama ár. Stuðmenn fengu hljómsveitina til að hita upp fyrir sig á næstu misserum og sveitin hélt sjálfstæða tónleika, þar sem mikið var lagt upp úr leik- rænum tilþrifum til að vekja athygli. Nýdanskri óx ás- megin eftir því sem Björn samdi fleiri lög. Það fyrsta sem kom út var lagið Síglaður á safnplötu Skífunnar, Smellir, fyrir jólin 1987. Strákunum leiddist framtaksleysið hjá Skífunni, fóru yfir til Steinars og settu tvö lög á safnplötuna Frostlög árið eftir. Annað þeirra var Hólmfríður Júlí- usdóttir, sem vakti athygli fólks á Nýdanskri svo um munaði. Eftir tvö lög á enn einni safnplötunni, Banda- lögum, kom loks fyrsta stóra plata Nýdanskrar fyrir jólin 1989, Ekki er á allt kosið. Bítlavinirnir Jón Ólafs- son og Rafn Jónsson voru upptökustjórar plötunnar. Hún gekk vel, enda vinsæl lög af tónleikaprógramm- inu innanborðs; Apaspil, Fram á nótt og Hjálpaðu mér upp. Um sumarið 1990 kom enn einn smellurinn, Nost- radamus á Bandalögum 2, en um haustið var bandið orðið hálfgert rekald því tveir meðlimir – þeir Valdi- mar Bragason og Einar Sigurðsson – höfðu haldið utan „til að læra vélritun og gleraugnasmíði“. Í staðinn komu Stefán og Jón úr Possibillies og voru „sérstakir aðstoðarmenn“ til að byrja með en fullgildir meðlimir eftir útkomu hinnar vönduðu plötu Regnbogalands, sem var afrakstur samstarfsins. Nú var Daníel farinn að semja meira en áður og hippa- og bítlalegar popp- melódíurnar beinlínis runnu af félögunum: Frelsið og Tíminn gripu mest. Með tilkomu lagahöfundanna Stefáns og Jóns var kominn hópur sem var til alls líklegur. Hljómsveitin hafði vakið lukku og athygli á tónleikum og böllum og stundum klætt sig djarflega upp að hætti hippaáranna. Tónlist og útlit gerði því að verkum að margir settu hippastimpil á Nýdanska. „Við getum ekki svarið það af okkur að við höfum gaman af hippatónlist, en við erum ekki endilega hippar sjálfir eins og þú sérð,“ sagði Jón í Þjóðvilj- anum 1991. „Okkur finnst þessir búningar bara flottir,“ bætti Björn við. „Við spilum helling af íslensku hippadóti, fullt af Hljómum um það leyti sem þeir voru að hætta og nú erum við að gæla við að spila eitthvað af Lifun, þeirri frábæru plötu.“ Tilefni viðtalsins var ný plata, Kirsuber, með tveim- ur nýjum lögum og fimm gömlum í tónleikaútgáfum. Lagið Kirsuber gaf til kynna hvert bandið stefndi. „Við höfum ákveðnar hugmyndir fyrir næstu plötu,“ sögðu þeir, „okkur langar til að spila allir inn í einu og hafa þetta miklu hrárra en fyrr. Við viljum hafa meira rokk-sánd. Það er kominn tími á eina svolítið þrótt- mikla plötu.“ Sú plata var Deluxe, sem kom fyrir jólin 1991. Hún var tekin upp hratt og að eldri rokksið alveg án stafrænnar tækni og fínpússningar. „Það svífur sami andi yfir allri plötunni,“ sagði Björn. „Hljómsveitin er nákvæmlega svona og það er það skemmtilegasta við plötuna.“ R.E.M.-lega lagið Alelda eftir Daníel og Jón sló í gegn. Textar sveitarinnar voru með uppskrúfaðasta skrúðmælgismóti og oft erfitt að fá botn í þá. Viðlagið - „Alelda, sáldrandi brjáli“ – fór til dæmis alveg fyrir ofan garð og neðan margra hlustenda. Þeir, sem mis- heyrðist í viðlaginu, töldu sig þó fá aðeins meiri botn í lagið en aðrir – „Alelda, sólbrenndur bjáni!“ Spursmál hvað við þraukum lengi á litlum markaði Línurit sveitarinnar hafði verið á stöðugri uppleið, bæði hvað gæði og vinsældir snerti, og enn stefndi strikið upp. Gamalkunnug og velþekkt þreyta á ís- lenska dvergbransanum var þó komin upp innan sveit- arinnar. Aðsóknarhrun hafði orðið á ballmarkaðinum og hljómsveitin gerðist duglegri við skólaböllin. „Þetta sveitaballafyrirkomulag er orðið ansi þreytt,“ sagði Daníel í Pressunni í desember 1992. „Það eru komnir pöbbar á flesta stærri staði þar sem fólk getur séð lif- andi tónlist. Við viljum vera í músíkinni og verðum því að víkka út landamærin, vinna ný lönd til að stækka markaðinn.“ „Við erum ekki að biðja um nein ósköp,“ sagði Stef- án. „Bara eitthvað smávegis, því það skemmtilegasta sem við gerum er að spila á tónleikum og taka upp plötur. Það gengur ekki upp hér á Íslandi eingöngu. Við erum allir með önnur járn í eldinum, einhver aukadjobb.“ Steinar hafði kynnt bandið lítillega sem Arctic Orange, m.a. á safnplötunni Icebreakers, en nú var Jakob Frímann Magnússon orðinn menningarfulltrúi í London og eyddi tíma og krafti og peningum skatt- borgaranna í að koma ár íslenska poppbátsins fyrir borð. Jakob var Nýdanskri innan handar í stórborg- inni og hóaði í ýmsa bransakarla sem horfðu á Kind, eins og hljómsveitin kallaði sig nú, taka lagið í hljóð- verinu. Ytra bauðst sveitinni að fara á túr með Electric Light Orchestra, sem hefði verið frábært ef þetta hefði ekki verið ELO II án aðalmannsins Jeffs Lynnes. Gerð var effektahlaðin útgáfa af Kirsuberjum á ensku með upptökumanninum John Jones, sem hafði þá nýlega tekið upp með Duran Duran. Lagið Cherry Blossom með texta eftir Hilmar Örn Hilmarsson lá í salti þar til lagið kom út á safnplötunni Nýdönsk 1987-1997. Þraukað Í Bretlandi tók Nýdönsk upp glerfína poppplötu, Himnasendingu, sem kom út síðla árs 1992. Nú var sveitin komin aftur á mála hjá Skífunni og lög eins og Ilmur, Fluga og sérstaklega Horfðu til himins sáu til þess að sveitin sló öll fyrri sölumet með plötunni. Platan kom einungis út á geisladiski (CD), en ekki á vínyl líka, eins og hinar stóru plöturnar þrjár, enda vínyllinn á hraðri útleið á þessum tíma. Meðlimir Nýdanskrar höfðu meira að segja þurft að berjast fyrir því að Deluxe kæmi út á vínyl árið áður. Geisladiskurinn hafði komið á markað árið 1982 en það tók nokkur ár fyrir hann að ná almennri út- breiðslu. Plötur Mezzoforte höfðu komið út á alþjóða- markaði á CD, en fyrsti íslenski geisladiskurinn er jafnan talinn vera Frelsi til sölu með Bubba Morthens, sem kom út fyrir jólin 1987. Þrátt fyrir metsölu Himnasendingar gátu meðlimir Nýdanskrar ekki varist þeirri tilhugsun að þeir væru farnir að hjakka í sama farinu á Íslandi og lítið gekk að komast á kortið í útlöndum. „Við erum aðallega orðnir þreyttir á því sem við höfum ekki erlendis en þakklátir fyrir það sem við höfum hér,“ sagði Björn í Pressunni í nóvember 1993. „Það er alltaf spursmál hvað við þraukum lengi á litlum markaði. Eins og stendur erum við að leita að góðum umba, einhverjum sem gæti haldið á okkar spilum úti. Við vorum búnir að finna einn sem var æðislega góður í kjaftinum en gerði svo aldrei neitt og tók okkur í rassgatið. Við ætl- um að finna annan sem lætur okkur að minnsta kosti vita þegar hann tekur okkur í rassgatið. Við getum þá sjálfviljugir tekið þátt í því.“ Fimmta stóra platan, Hunang, sem upprunalega átti að heita Djásn, kom út fyrir jólin 1993 og var tekin upp í stúdíói í Surrey með Íslandsvininum Ken Thomas, líkt og Himnasending. Nú vantaði smelli á borð við þá stærstu sem sveitin hafði áður átt og platan seldist ekki sem skyldi. Nýdönsk tók að sér að spila í Gaura- gangi Ólafs Hauks Símonarsonar í Þjóðleikhúsinu og lék undir hjá Megasi í MH á tónleikunum sem komu síðar út á plötunni Drög að upprisu, en fór svo í langt frí. Það var uppi á Birni Jörundi typpið. Hann klippti sig eins toppskarfur, gaf út sólóplötuna BJF fyrir jólin 1994 og gerði út hljómsveitina Poppland. Síðan fór hann í listaháskóla Pauls McCartneys í Liverpool, enda hafði hann fengið leiklistarbakteríuna eftir frækilega frammistöðu sem góðlegi lúðinn Axel í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík. Jón tók hins vegar þátt í gegndarlausri upprifjun á öllu því sem hippískt var. Hann tók að sér tónlistar- stjórn í söngleiknum Hárinu sumarið 1994. Söng- leikurinn sló rækilega í gegn og markaðurinn krafðist minnst tveggja söngleikja á sumri næstu árin. Jón var með puttana í Súperstar sumarið eftir og Stone Free 1996. Saumaklúbbur „Við vorum eiginlega bara sofandi,“ sagði Björn í Fók- us sumarið 1998. Þá kom út ný plata með Nýdanskri, Húsmæðragarðurinn. „Við gáfum aldrei neina yfirlýs- ingu um að við værum hættir. Þegar við gerðum safn- plötuna (Nýdönsk 1987-97) vildum við endilega hafa ný lög með og í kringum það byrjuðum við að tala um að gera heila nýja plötu. Svo kom í ljós að Daníel var of upptekinn við Gusgus og baðst lausnar. Þá veltum við hinir því fyrir okkur hvernig við ættum að snúa okkur og ákváðum að láta það ekki koma í veg fyrir að við gerðum þessa plötu; áttum slatta af lögum og vildum koma þeim á koppinn.“ Síðan hefur Nýdönsk verið að með hléum, verið vin- sæl á skólaböllum og strákarnir haft gaman af félags- skap hver annars – bandið verið einskonar sauma- klúbbur. Platan Pólfarir var tekin upp á Möltu sumarið 2001 – „þriðja besta platan okkar“ sögðu þeir sjálfir af því öryggi sem áratugir í bransanum veita – og nú var ballaða Jóns um flugvélar stóri smellurinn. Bandið gaf út órafmagnaðar Freistingar 2002 og samstarfinu með Sinfó voru gerð skil á plötunni Skynjun, 2004. Það var nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Jón var einn aðalmaðurinn í söngvarakeppninni Idol stjörnu- leit á Stöð 2 og gerði auk þess tvær sólóplötur, Jón Ólafsson 2004 og Hagamelur 2007. Björn gerði David Bowie-legu plötuna Have a Nice Trip undir hljóm- sveitarnafninu Lúxus árið 2000, lék geðsjúkling með Hitlers-komplexa í Englum alheimsins, sá um dag- skrárgerð á Skjá einum og lét sig hverfa til Brasilíu. Þegar áttunda hljóðversplata Nýdanskrar, Turninn, leit dagsins ljós árið 2008 var Daníel Ágúst snúinn aftur og hefur verið með síðan, m.a. annars í kabarett- sýningunni Í nánd, sem bandið stóð fyrir í Borgarleik- húsinu 2011.  TónlisT sTuð Vors lands efTir Gunnar lárus Hjálmarsson Með metnað á böllunum „Við erum metnaðar- fullt popp- band sem spilar á böllum,“ sagði Björn Jörundur Friðbjörns- son í Þjóð- viljanum 1991.“ Gunnar Lárus Hjálmarsson hefur skrifað stóra bók um íslenska dægurtónlist frá upphafi 19. aldar og fram á þennan dag. Gripurinn þykir óvenju veglegur og kallast Stuð vors lands. Bókin er prýdd gríðarlegum fjölda mynda, sem flestar hafa ekki birst áður og hafa mikið heimildagildi auk þess sem texti Gunnars þykir lipur og fræðandi. Fréttatíminn birtir hér kafla um tímabil sem flestir ættu að muna eftir. Ný danskir fá gullplötu árið 1992. Nýleg mynd af Ný dönsk. 66 bækur Helgin 21.-23. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.