Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 94
94 viðtal Helgin 21.-23. desember 2012
HANSEN | 3.990
MÖLLER | 2.490
BLÖNDAL | 3.990
BRIEM | 4.490
OLSEN | 8.990
NÝJA ULLARLíNAN
ER KOMIN!
R ödd Kristins R. Ólafssonar ætti að vera flestum Íslend-ingum kunn en hann hefur
í um 30 ár þjónað sem fréttaritari
Íslands á Spáni. Á Spáni hefur
hann búið síðan 1977 en er nú
fluttur heim og upplifir sinn fyrsta
vetur á Íslandi í langan tíma. „Ég
er í vægu menningaráfalli,“ segir
Kristinn kíminn en hann hefur átt
erfitt með að venjast ósiðum Ís-
lendinga, ef slíka mætti kalla.
„Það eru þessir litlu hlutir
sem ég á erfitt með að venjast.
Það fyrsta sem ég hef tekið eftir
er þetta með samskiptahefðina,
þegar maður mætir fólki eða er
samferða því í lyftu, þá eru í öllum
menningarsamfélögum svona
reglur um hvernig beri að haga
sér. Þetta vantar hér en ég hugsa
að það sé komið til vegna þess hve
stutt er síðan við urðum borgar-
þjóð, það eru ekki nema um fimm-
tíu ár síðan.“ Kristinn útskýrir að
þetta tengist því ekki ókurteisi
heldur ómótuðum siðvenjum.
„Ég lendi í stökustu vandræð-
um í verslunum með þetta. Ég
veit ekkert hvað ég á að segja við
starfsfólkið,“ segir hann og hlær.
Þetta er einn af þessum smáu
núningum sem ég hef fundið fyrir.
En það er nú aðallega til gamans
heldur en hitt. Það er svo annað
með umræðuhefðina sjálfa en
það hefur löngum einkennt ís-
lenska umræðuhefð svokallað ad
hominem, að vaða í manninn ekki
málefnið. Það einkennist kannski
af smæðinni, það er auðveldara að
kalla frændur sína bara hálfvita í
stað þess að eiga við þá í rökræð-
um. Þetta er óþægilegt því það er
Kristinn R.
Ólafsson talar ei
meir frá Madríd
Kristinn R. Ólafsson er með þekktari útvarpsröddum landans.
Hann hefur um áratugaskeið miðlað fréttum sunnan úr Mið-
jarðarhafi en er nú fluttur heim til Íslands, til harðlífislands
lútherskunnar þar sem getur reynst erfitt að temja sé nýjar
siðvenjur eða öllu heldur skortinn á þeim. Blaðamaður Frétta-
tímans sótti Kristin heim þar sem hann hefur komið sér fyrir í
Vesturbænum og átti við hann spjall yfir rótsterkum kaffibolla
að hætti Spánverja.
ógjörningur að fá einhverja grunn-
sýn í málefnin sem virðast brenna
hvað mest á landanum. ESB og
verðtryggingin bera þar hæst, já
og femínisminn. Það vantar hlut-
lausa úttekt á málum. Svo er það
þessi pólitíska rétttrúnaðarstefna
sem gengur ansi langt hér á Ís-
landi. Það má ekkert segja orðið,“
segir Kristinn sem segist þó vera
femínisti. „Án þess að ég vilji skil-
greina mig nokkuð opinberlega,
það er best að halda skoðunum
sínum fyrir sig, í pólitík og öðru
slíku þegar maður fæst við mína
vinnu.“
Hvar er „la crisis?“
Á Spáni er vaxandi áhugi á Íslandi
og fjöldi mótmælendahreyfinga
horfir hingað vegna lausna frá erf-
iðleikum spænsku kreppunnar. Á
Spáni er nú um 25 prósent atvinnu-
leysi og að sögn Kristins vex nú
úr grasi svokölluð hvorki né kyn-
slóðin, eða „nie nie“. Það ku vera
fólkið sem hvorki hefur atvinnu né
menntun. „Þetta er týnda kynslóð-
in. Hér á Íslandi virðist allavega
vera atvinna þó að atgervisflótti
hafi vissulega verið einhver, launin
eru auðvitað lág og hér er dýrt að
lifa en það er samt sem áður tölu-
verður munur á löndunum og við
erum komin tiltölulega langt út úr
þessum erfiðleikum.
Fyrir ekki svo löngu var ekki
hægt að hitta Íslending án þess
að hann ræddi um kreppuna, nú
er það eiginlega búið. Það tala að
minnsta kosti fáir um hana ennþá.
Hvort það sé merki þess að henni
sé lokið verður að liggja á milli
hluta en Spánverjar líta margir
hingað til lausna. Mótmælahreyf-
ingin M15 hefur til að mynda búið
til sína útgáfu eða goðsögn af Ís-
landi sem þau nota til hliðsjónar í
sinni baráttu. Ég heimsótti tjald-
búðir þeirra og þegar spurðist út
að ég væri frá Íslandi báru þau mig
á höndum sér. Ég var eins og bylt-
ingarleiðtogi, Fidel Castro bara,“
segir Kristinn hlæjandi og bætir
við, „í búðunum mátti líta fána með
áletrunum „Islandia es el camino“
eða „Ísland er fyrirmyndin“. Fyrir
„Ég kom heim að leita ástar. Hvað svo sem það nú þýðir verður að fá að liggja á milli hluta,“ segir Kristinn dularfullur.