Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Side 98

Fréttatíminn - 21.12.2012, Side 98
98 bíó Helgin 21.-23. desember 2012 Gan- dálfur var Fróða til halds og trausts og hann er ekki minni örlaga- valdur í sögu Bilbós.  Hobbitinn Forleikurinn byrjar e ftir nokkurt japl, jamm og fuður varð úr að Peter Jackson tók að sér að kvik-mynda The Hobbit og aðdáendur Hringa- dróttins sögu fögnuðu niðurstöðunni að vonum ákaft enda vandséð, eftir Hringadróttins sögu, að nokkur annar leikstjóri væri betur fallinn til verksins. Þó runnu tvær grímur á einhverja í haust þegar Jackson lét þau boð út ganga að hann væri búinn að taka upp slíkt magn af efni að hann ætlaði sér að skila The Hobbit af sér í þremur kvikmyndum og skipta sögunni í kafl- ana An Unexpected Journey, The Desolation of Smaug og There and Back Again. Fyrsta myndin verður frumsýnd á Íslandi á öðrum degi jóla en seinni myndirnar tvær skila sér á næsta ári og því þar næsta. Skemmst er frá því að segja að eins og við mátti búast hefur The Hobbit slegið aðsóknarmet ytra og engin kvikmynd fyrr né síðar hefur skilað jafn miklum tekjum af desemberfrumsýningu. Gagnrýnend- ur eru hins vegar síður en svo á einu máli um ágæti myndarinnar og á meðan sumir fagna henni innilega eru aðrir á þeirri skoðun að held- ur fari nú leiðangur Bilbós skrykkjótt af stað. Bilbó er, eins og sjálfsagt allir vita frændi Fróða, sem var í forgrunni Hringadróttins sögu þegar hann fékk það vandasama verkefni að eyða Hringnum eina. Í The Hobbit segir aftur á móti frá því hvernig Bilbó hafði hringinn með klækjum af undirheimaverunni Gollum sem Hringurinn hafði á löngum tíma gerspillt og breytt í ófreskju. Gandálfur var Fróða til halds og trausts og hann er ekki minni örlagavaldur í sögu Bilbós þar sem hann dregur heimakæran hobbitann úr snyrtilegri hobbitaholunni sinni og dröslar honum á vit ævintýranna og örlaganna. Eftir óvænta heimsókn frá Gandálfi og þrett- án misgáfuðum dvergum sem lúta stjórn hins konungborna Þórins slæst Bilbó treglega í för með hópnum. Förinni er heitið til Auðnafjalls sem áður var heimkynni dverganna. Drekinn Smákur hefur hins vegar tekið sér bólfestu þar, flæmt dvergana á brott og liggur nú á gulli þeirra. Þórinn er staðráðinn í því að sigra drek- ann og setjast að í konungsríki dverganna og ekki spillir fjársjóðurinn fyrir. Hvaða erindi Bilbó á í þessa háskaför er öllum hulið nema Gandálfi sem stendur fastur á mikilvægi hob- bitans fyrir leiðangurinn. Sjálfur vill Bilbó helst bara hafa það notalegt í hægindastólnum sínum og borða egg og beikon og vill sem minnst af ævintýrabrölti vita. Jackson tengir Hobbita-bálk sinn Hringa- dróttins sögu-myndunum sterkum böndum með því að dýpka og teygja á sögu Bilbós með forsögum persóna og sækir efnivið sinn ekki aðeins í bókina heldur einnig eftirmála Hringa- dróttins sögu. Nokkrir leikarar sem voru áber- andi í Hringadróttins sögu endurtaka hér rullur sínar og þar ber vitaskuld fyrstan að nefna Ian McKellen sem leikur Gandálf. Andy Serkis túlk- ar Gollum áfram, Ian Holm leikur Bilbó á eftri árum og Elijah Wood leikur Fróða á ný. Chri- stopher Lee lætur sig ekki vanta sem Sarúman og Hugo Weaving, Cate Blanchett og Orlando Bloom mæta til leiks í hlutverkum álfanna El- rond, Galadriel og Legolas. Martin Freeman (Sherlock, Hot Fuzz, The Hitchhiker's Guide to the Galaxy) leikur svo Bilbó og þykir standa sig með stakri prýði enda hefur Jackson látið hafa eftir sér að enginn ann- ar leikari hafi komið til greina í hlutverkið. Árið 1937 sendi J.R.R. Tolkien frá sér skáldsöguna Hobbitinn þar sem hann sagði frá mögnuðu ferða- lagi hobbitans Bilbó Baggasonar. Hobbitinn er frekar stutt og snotur saga sem síðar varð forleikur hins tröllvaxna bálks höfundarins um Hringadróttins sögu. Peter Jackson kvikmyndaði Hringadrótt- ins sögu fyrir nokkrum árum með einstökum tilþrifum en er nú kominn aftur á byrjunarreit og ætlar sér að rekja sögu hobbitans í þremur kvikmyndum, rétt eins og hann gerði með Hringadróttins sögu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Óvænt ferðalag Sverðið Stingur frá Gondólín á oft eftir að reynast Bilbó vel á ferð sinni með dvergunum og Gandálfi. Pi og tígrisdýrið Richard Parker mega dúsa saman á reki úti á reginhafi mánuðum saman.  Frumsýnd liFe oF Pi Á reki með tígrisdýri Kvikmyndaaðlögun hins fágaða leikstjóra Ang Lee (Broke- back Mountain, Crouching Tiger, Hidden Dragon) á skáld- sögunni Life of Pi verður frumsýnd á föstudag. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Yann Martel frá árinu 2001 og segir frá hinum 16 ára gamla Pi Patel sem þarf að eyða 227 dögum á reki í björgunarbáti úti á reginhafi með Bengal-tígrísdýr um borð. Þegar Pi er sextán ára ákveður faðir hans að loka dýra- garði sem fjölskyldan rekur á Indlandi, selja dýrin og flytja til Kanada. Þau sigla með japönsku flutningaskipi sem ferst á miðri leið. Fjölskylda Pi ferst með skipinu en hann kemst í björgunarbát þar sem tígrisdýrið Richard Parker felur sig. Þessir ólíklegu ferðafélagar þurfa að venjast hvor öðrum og á meðan Pi bíður eftir björgun áttar hann sig á því að hann heldur í sér lífinu með því að sinna tígrisdýrinu. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS Á ANNAN Í JÓLUM! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 annan í jólum. Aðeins þessi eina sýning. CHAPLIN: GULLÆÐIÐ ÞRJÚBÍÓ ANNAN Í JÓLUM 950 KR. INN Njótið jólanna TANTRA- FÁKAFENI & HLÍÐARSMÁRA - TANTRA.IS H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l tÞarf ekki a ð sjóða! GirnileGir Hagnýt jólagjöf THE DAISY COLLECTION Laugavegi 15 - 101 Reykjavík sími 511 1900 - www.michelsen.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.