Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 102

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 102
Opið: Föst. 11 - 18, laugard. 11 - 18, Þorláksmessa 11 - 18  Bækur Sölvi Björn SigurðSSon gefur út nýja ljóðaBók Sláturtíð í jólabókaflóði Sölvi Björn Sigurðsson sendir nú frá sér sína fjórðu ljóða- bók en hann hefur einnig skrifað fjórar skáldsögur. Ein þeirra, Síðustu dagar móður minn- ar, kemur út á ensku hjá Open Letter forlaginu í sumar. t ilurðin er auðvitað sú sama og með allar bækur, maður skrifar eitthvað og svo kemur það út,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson um útgáfu á nýrri ljóða- bók, Sláturtíðin, sem kom út nú í miðju jóla- bókaflóði. Hún fæst í betri bókaverslunum og er útgáfan nokkurs konar gjörningur hjá höfundinum sem hefur haft í miklu að snú- ast síðustu ár. Þetta er fjórða ljóðabók Sölva en hann hefur að auki gefið út fjórar skáld- sögur sem notið hafa mikillar hylli hjá gagn- rýnendum. Bók hans, Síðustu dagar móður minnar, fékk einróma lof þegar hún kom út 2009 og í sumar kemur hún út á ensku hjá Open Letter forlaginu. Sölvi segir skáldsögur fela í sér stærri útgáfu og meira brjálæði en ljóðabækurnar eru „lágstemmdari gjörningur sem maður nýtur meira í rólegheitunum. Fyrsta ljóða- bókin mín var heftuð inn í málaðan striga og sú næsta kom út á smjörpappír. Ljóðin fara út í heiminn og eru þar hvort sem einhver les þau eða ekki. Skáldsaga er miklu meira samtal við samfélagið.“ Það er Gallerý Brumm sem gefur út ljóðabókina en það forlag varð til í skottinu á gömlum Land Rover, segir Sölvi Björn, sem hefur alltaf verið heillaður af listamönnum sem blanda ritlistinni og myndlistinni sam- an („eins og til dæmis William Blake“) því að einhverju leyti er ljóðagerð líka eins kon- ar myndlist „því frásögnin verður aukaatriði og myndirnar tala sínu máli.“ Sölvi er nú upptekinn við að skrifa tvær skáldsögur og „ganga frá bók sem er ein- hvers konar óður til gamalla náttúrurita, gamalla sóknarlýsinga og landkönnuða eins og Eggerts og Bjarna. Hún fjallar um vötnin og fiskana og segir til dæmis frá urriða sem lifir í brunni inni í Bárðardal og hverfur þaðan undir Ódáðahraun. Og svo er ég þýða Robert Burns. Ég er að vonast til að klára Tam O’ Shanter yfir jólin,“ segir þessi metn- aðarfulli höfundur sem hefur einmitt getið sér gott orð fyrir frábærar þýðingar. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Forsíðan á nýrri ljóðabók Sölva er gjörningur en hann er hrifinn af höfundum eins og William Blake sem blönduðu saman myndlist og ritlist. Ljóðin fara út í heiminn og eru þar hvort sem einhver les þau eða ekki. Tenórarnir þrír á Ingólfstorgi Í miðri jólaösinni munu himneskar raddir tenóranna þriggja óma frá svölum Vallarstrætis 4 við jólabæinn á Ingólfstorgi. Í ár eru það þeir félagar Jóhann Friðgeir Valdimarsson, og Snorri Wium og Garðar Thor Cortes sem þenja raddir sínar og flytja vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Jóhann Friðgeir Valdimarsson er öllum landsmönnum vel þekktur, hefur sungið fjölda ópera og tónleika á Íslandi. Snorri Wium er einnig vel þekktur og hefur komið víða við á söngferli sínum, þá sérstaklega í Þýskalandi og víðar. Þriðji tenórinn að þessu sinni er Garðar Thor Cortes sem vart þarf að kynna, svo rækilega hefur hann sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir sér um meðleikinn á píanó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 á svölum Vallarstrætis 4 við jólaþorpið á Ingólfstorgi. Jóhann Friðgeir Valdimarsson. 102 menning Helgin 21.-23. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.