Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 106

Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 106
 Tónleikar rokk á Bar 11 HverfisgöTu Dýrðin og Sindri Eldon and The Ways Á þriðja í jólum, 27. desember klukk- an 22, ætla Dýrðin og Sindri Eldon and the Ways að halda mikla tónleika á Bar 11, Hverfisgötu. Dýrðin er nýbúin að gefa út aðra breiðskífu sína sem ber heitið Gull og Vitleysa en á henni er að finna pönkað popp og pönkið er ekki langt að sækja enda er trommari sveitarinnar hinn goðsagnakenndi Tóti sem var í Risaeðlunni og Bubbleflies og sem hefur verið að spila síðan hann var barn að aldri í Vonbrigðum í Rokk í Reykjavík. Sindri Eldon þarfnast vart við- kynningar. Hann ætlar að koma fram með hljómsveit sinni The Ways en þeir eru um þessar mundir að taka upp plötu og ætla félagarnir dreifa demóinu Holuhjarta á tónleikunum.Sindri Eldon and the Ways. Dýrðin í allri sinni dýrð. Í var Schram er í háskólanum þar sem hann nemur félagsráðgjöf. Hann er í óða önn við að skrifa BA rit-gerðina sína sem fjallar um tvöfalt lögheimili skiln- aðarbarna við sameiginlega forsjá. Hann gefur sér þó tíma til að hitta blaðamann Fréttatímans í spjall um nýju plötuna og atburðinn sem platan fjallar að stóru leyti um. Þrátt fyrir að vera í námi og hafa nær alla ævi verið viðloðandi einhverjar íþróttir segir Ívar aðaláhugamálið samt vera tónlistina. Tónlistin sé það áhugamál sem rækta beri hvað mest og þegar að hljómsveitin Original Melody, sem Ívar hefur verið í um langt skeið, fór í hlé í fyrra ákvað hann að gera sína eigin plötu. Hefur aldrei fundið fyrir reiði til gerandans Ívar hélt síðan til Barcelona að leita sér innblásturs. „Það kaldhæðnislega í þessu öllu er að innblásturinn fékk ég, í tíunda veldi,“ segir Ívar en hann hélt utan ásamt vini sínum. Þeir höfðu dvalið við gott atlæti hjá öðrum vini, sem búsettur er ytra. Tveimur dögum fyr- ir heimförina átti atvikið sér stað þegar vinirnir voru á leiðinni heim í íbúð eftir að hafa borðað kvöldmat í nágrenninu. „Ég man atvikið sjálft ekki svo vel. Við vorum tveir á heimleið og vinur minn átti í viðskiptum við götusala, en hann ætlaði að kaupa drykkjarföng til þess að taka með heim í íbúðina. Ég rölti mjög hægt á undan honum og þegar ég kem fyrir horn þá er í minningunni eins ég hafi hreinlega orðið fyrir bíl. Ég man ekki neitt nema bara eft- ir högginu. Það er þarna sem ég missi bara meðvitund.“ Þegar vin Ívars bar að garði sér hann hvar maður liggur yfir Ívari klofvega. Sá hleypur þó burt þegar hann verður vinarins var. „Það fyrsta sem ég man er allt blóðið á skyrtunni minni og tilfinningin sem ég fann fyrir þegar ég reyndi að loka munninum. Ég gat ekki sett saman varirnar. Ég man þegar að vinur minn sagði við mig, „það vantar vörina á þig.“ Það var mjög sérstök tilfinning. Tíminn eftir það líður áfram í ein- hverri móðu, sjúkrabíllinn var mjög lengi á leiðinni og ég datt svona inn og út.“ Gerandinn í máli Ívars náðist aldrei og engar vís- bendingar eru um það hvað vakti fyrir manninum. Ívar segist þó aldrei fundið fyrir neinni reiði í hans garð. „Kannski er það af því að ég hef enga mynd af honum í höfðinu. Ég veit þess vegna ekki hvert ég ætti að beina reiðinni. Ég er samt ekki þannig gerður að ég finni fyrir neinni ofsareiði í garð fólks eða mig langi til að beita það ofbeldi. Ég vildi samt alveg að hann hefði fundist til þess ég gæti kært hann. En það er það sem er svo erfitt í þessu máli. Lögfræðilega hlið þess er svolítið snúin.“ Samkvæmt íslenskum lögum er íslenska ríkið ekki bótaskylt í málum Íslendinga sem verða fyrir tjóni utan landsteinanna nema við sérstök tilefni. Bótanefndin vísaði beiðni Ívars frá en tilefni hans þótti ekki eiga við sem sérstakt tilefni. Með tóbaksklút fyrir vitum Til að byrja með hélt Ívar sig til hlés og fór ekkert út úr húsi án þess að hafa tóbaksklút fyrir vitum sér. Hann segir að sú hugsun sem hafi leitað hve mest á hann hafi verið hvort hann ætti nokkurn tímann eftir að rappa aftur, en tal hans bjagaðist eðlilega fyrst um sinn. Það hefur þó allt gengið til baka og er Ívar mjög bjartsýnn á framhaldið. Hann hefur gengist undir nokkrar aðgerðir og á eina stóra eftir, er vörin verður byggð upp í sína fyrri mynd. „Vörin er bara barn að fæðast og ég verð bara að bíða þolinmóður í því ferli. Þetta böggar mig ekkert og það er í raun magnað að sjá alltaf nýja og nýja spegilmynd. Ég er bara svo ánægður að það hafi komið eitthvað gott úr þessari lífsreynslu. Þetta hefur kennt mér svo margt svo ég er í raun bara þakklátur,“ segir Ívar æðrulaus. Muntu einhvern tímann fara aftur til Barcelona? „Ég veit það ekki alveg. Mér stóð til boða að fara þangað til þess að taka upp myndband fyrir lag á plöt- unni. Ég afþakkaði þá því ég treysti mér ekki alveg til þess. Ég hræðist borgina ekkert sérstaklega, en veit ekki hvernig mér mundi líða að fara þangað. Ég er ennþá var um mig og forðast það jafnvel að labba einn hér heima. Ég er einhvern veginn varkárari. Ætli þetta hafi ekki breytt mér meira en mig grunar.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Ívar scHram gefur úT plöTuna Barcelona Missti vörina og rappar um reynsluna Ívar Schram er 27 ára Vesturbæingur sem gaf á dögunum út sína fyrstu sólóplötu. Platan er uppgjör við atburð sem Ívar varð fyrir í fyrra þegar neðri vörin var bitin af andliti hans, af ókunnugum manni úti á götu í Barcelona. Atvikið segir Ívar hafa haft á hann mikil áhrif, en þó ekki á þann hátt sem ætla mætti. „Ég ákvað það strax í flugvélinni á leiðinni heim að láta þetta atvik ekki há mér á neinn hátt. Ég tók bara ákvörðun um að vera ekkert að velta sjálfum mér upp úr þessu og hugsunum eins og, hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Ívar Schram er mjög bjartsýnn á framhaldið. Hann hefur gengist undir nokkrar aðgerðir og á eina stóra eftir, er vörin verður byggð upp í sína fyrri mynd. Ljósmynd/Hari Man tilfinninguna þegar ég reyndi að loka munninum. Jólaró á Þorláksmessu í anddyri Hörpu kl. 17-18 einsöngvarar syngJa Jóla-og Hátíðarlög arndís Halla ásgeirsdóttir auður gunnarsdóttir elsa waage Hallveig rúnarsdóttir sesselJa kristJánsdóttir o.fl. antonía Hevesi, píanó allir velkomnir ókeypis aðgangur! 106 tónlist Helgin 21.-23. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.