Bændablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 49

Bændablaðið - 31.10.2013, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Prófun Bændasamtaka Íslands á gátlista (áhættumatsgerð) á 31 búi í Reykhólasveit: Sýnir innan við 3% slysatíðni og ríkan vilja til endurbóta Prófun BÍ á gátlista (áhættumats- gerð) á þrjátíu og einu búi frá 1. nóvember 2012 til 26. september 2013 leiðir í ljós að ríkur vilji er til að gera betur. Prófunun var unnin undirrituðum í samstarfi við Búnaðarfélagið í Reykhólasveit. Miðað við uppgefin fjölda starfa á hverju býli störfuðu alls 70–71 á þeim býlum og bæjum sem tóku þátt í tilrauninni, en þrjú býli voru utan Reykhólasveitar með 23 störf á ársgrundvelli, en það voru garð- yrkjubýli, svínabú og fuglabú. Dagana 12–14. nóvember 2012 voru 26 bæir heimsóttir í Reykhólasveit og var þeim afhentur gátlistann Áætlun um öryggi og heil- brigði við landbúnaðarstörf. Gátlisti þessi var fyrsta tilraunaútgáfa af áhættumatslista sem unnin var af Unnsteini Snorra Snorrasyni og undirrituðum fyrir BÍ. Aftur var farið í heimsókn á flesta bæina dagana 26.–30. nóvember 2012 og farið yfir gátlistann með mönnum ýmist yfir kaffibolla eða í húsum og við vélar og tæki. Flestir töldu listann gagnlegan og þeim til gagns en hefðu viljað fá eftirlits- mann til að ganga um landareign, hús og tækjageymslur í von um að hann gæti bent á það sem betur mætti fara, enda er glöggt gests augað. Þess voru þó dæmi að menn væru ósáttir við listann og vinnubrögðin og að lítið gagn væri í heimsóknum mínum þar sem ég hefði hvorki menntun né vald til neinna skipanna. Var þar vitnað í eftirlitsmann frá Vinnueftirlitinu. Dagana 25. og 26. september 2013, tíu mánuðum eftir fyrstu heim- sókn, var hringt í alla sem voru í til- rauninni. Alls náðist í 29 bæi og voru þeir sem svöruðu símanum spurðir persónulegra spurninga í þrem liðum. 1. Hefur einhver meitt sig á býlinu síðustu 10 mánuðina? 2. Hefur eitthvað breyst í vinnu- ferlum eða verið hugsað til áhættumatslistans við vinnu síðustu 10 mánuði? 3. Hvort telur þú vænlegra til árang- urs um vinnuvernd, heimsóknir með skoðun eða pistlaskrif í Bændablaðið? Af 31 bæ náðist ekki í tvo, sem báðir eru einyrkjar. Alls svöruðu því 29 fyrir störfin 69. Af 69 hafa tveir slasað sig á tímabilinu, báðir við umgengni við nautgripi og meiðslin voru á hendi. 19 af 29 hafa hugsað til eða breytt vinnuferlum á tímabilinu vegna listans. 9 af 29 vilja bæði heim- sóknir og pistlaskrif í Bændablaðið, 14 af 29 vilja heimsóknir með létt- skoðun og 6 vilja byggja á pistla- skrifum í Bændablaðið. Samantekt í nokkrum orðum Innan við 3% slasast á 10 mánaða tímabili (2 af 71). 19 af 29 hugsuðu til listans eða breyttu vinnuferlum. Aðeins 6 vilja byggja þetta á pistlaskrifum einum í Bændablaðið. 23 vilja heimsóknir til að fylgja eftir gátlista. Hins vegar sýnir það viljann til væntinga og árangurs að rétt tæpur þriðjungur vill bæði heim- sóknir og pistlaskrif, sem sýnir viljann til laga það sem hægt er með öllum ráðum. Reykjavík 7.10. 2013, Hjörtur L. Jónsson Öryggismál Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt Eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárfram- leiðslu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið en þau verða haldin á eftirtöldum stöðum í nóvember nk. Mánudagur 11. nóvember, Hvanneyri Þriðjudagur 12. nóvember, Stóra Ármót Miðvikudagur 13. nóvember, Búgarður, Akureyri Fimmtudagur 14. nóvember, Bsb. Austurlands, Egilsstöðum Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00. Skráning Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 4. nóvember næstkomandi. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563-0300 eða á tölvupósti bella@bondi.is. Námskeið geta fallið niður ef ekki næst lágmarksþátttaka. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Dekkin í verkin Gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað okkar í síma 590 2045 Umboðsmenn um land allt Næsta Bændablað kemur út 14. nóvember Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.