Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 58

Bændablaðið - 28.11.2013, Qupperneq 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Kristján og Herdís fluttu í Efri- Múla 7. júlí 1995. Búskaparhættir hafa verið svipaðir frá þeim tíma. Byggður var mjaltabás í fjósinu sem tekinn var í notkun 2006 og mjólkað í honum til ársins 2010. Þá var breytt og aftur farið að mjólka með rörmjaltakerfi. Er þeim bændum tjáð að þau séu líklega einu bændurnir á landinu sem hafa skipt yfir í mjaltabás og síðan aftur til baka í rörakerfi. Nú á næstu dögum er þó verið að taka mjaltabásinn aftur í notkun en það kemur ekki til af góðu. Kristján lenti í því óhappi að fótbrotna og mjólkar ekki meira í básum með rörmjaltakerfi. Býli: Efri-Múli. Staðsett í sveit: Saurbæ í Dalabyggð. Ábúendur: Kristján Garðarsson og Herdís Rósa Reynisdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru fjögur. Haraldur Garðar og kona hans Valgerður eru búsett á Akranesi en heima við eru Elísabet Ásdís, Stefán Rafn og Árdís Lilja. Gæludýrin eru kattadrottningin Mjöll og nokkrir undirmenn hennar í fjósinu, naggrísinn Bjalla, kanínan Bunny, hundarnir Boris og Collý, trippið Ásborg og gælugrísir. Stærð jarðar: 80 hektarar. Gerð bús: Kúabú. Fjöldi búfjár og tegundir: Ætli séu ekki rétt rúmlega 100 gripir í fjósinu þennan veturinn. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Börnin fara til sinnar vinnu kl.7.30. Sú yngsta fer í Grunnskólann í Búðardal en hin tvö í framhaldsskóladeildina sem einnig er í Búðardal. Upp úr því fara svo karl og kerling ásamt vinnumanninum Katarínusi til sinna verka. Það er sama rútínan 365 daga á ári, morgunmjaltir og gegningar, önnur störf sem til falla og svo kvöldmjaltir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Ansi mörg verk geta flokkast sem skemmtilegustu verkin en ætli það sé samt ekki heyskapurinn sem stendur upp úr. Allir á heimilinu eru sammála um að leiðinlegast sé að gefa kálfunum mjólk, þetta litla, fallega ungviði breytist í villidýr þegar það er svangt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Í blóma! Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Já, svo mikla að við tjáum okkur ekki um það hér. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Heimurinn hlýtur einhvern tíma að átta sig á mikilvægi matvælaframleiðslu svo það getur ekki annað verið en björt framtíð í landbúnaði og sérstaklega íslenskum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Mjólkurvörur á Ameríkumarkað. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ekkert, ef þú spyrð börnin, en annars er það líklega mjólkin. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur fiskur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar kýrnar fóru sína fyrstu ferð í gegnum mjaltabásinn. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hrökkbrauð og brauðstangir fyrir bóndann Nú er aðventan að bresta á af öllum sínum þunga með tilheyrandi bakstri og fjöl- breyttustu kræsingum. Þar sem desember er ekki ennþá runninn upp koma hér tvær uppskriftir að hrökkbrauði og brauðstöngum til að krydda hversdagsleikann. Það er kjörið að maula á þessu þurrmeti áður en veisluhöldin hefjast! Hollt hrökkbrauð › 50 g haframjöl › 180 g hveiti / heilhveiti › 1dl vatn › ½ dl olía › 1 tsk. lyftiduft › 1tsk. salt › 50 g sesamfræ › 50 g hörfræ › 50 g sólkjarnafræ › 50 g graskersfræ Fyrst þarf að hræra saman öllu þurrefninu og bæta svo vatninu og olíunni við. Síðan er deiginu skipt í tvennt. Athugið að deigið er mjög blautt. Leggið bökunarpappír á plötu og annan hlutann af deiginu ofan á bökunarpappírinn. Leggið svo aðra örk af bökunar- pappír ofan á deigið og hinn partinn af deiginu ofan á. Leggið síðan pappír ofan á seinna deigið. Þá eru komin tvö lög af deigi með bökunarpappír á milli, undir og yfir. Auðveldast er að fletja deigið út með þessari aðferð. Það hjálpar líka til við þrifin að ekkert deig festist við kökukeflið. Hægt er að setja hvaða krydd eða fræ sem er á toppinn. Setjið inn í ofn sem stilltur er á 180 gráður og bakið í 20–30 mínútur eftir því hversu þunnt deigið er. Gott með hvaða áleggi sem er – t.d. osti, hummus eða kæfu. Brauðstangir bóndans Brauðstangir eða „Grissini“ er auðvelt að gera og breyta eftir smekk. Hægt er að setja ýmis krydd á stangirnar eins og rósmarín eða hin fjölbreyttustu fræ. Stökkt brauðið eru gott með ídýfu og hentar líka ágætlega sem snakk. Gott er að strá ögn af sjávarsalti á stangirnar áður en þær eru bakaðar. › ½ bolli heitt vatn › 1 pakki þurrger › 1 tsk. sykur › 1¼ bollar hveiti › ½ bolli heilhveiti › 2 matskeiðar ólífuolía › 1 tsk. sjávarsalt › 1 msk. saxað rósmarín Blandið vatni og geri saman í stórri skál ásamt sykrinum og helmingi af hveitinu. Setjið til hliðar í 10 mínútur. Bætið í deigið 1 matskeið af fínt söxuðu fersku rósmaríni. Það má líka í staðinn nota ferskan malaðan pipar, timian eða kúmen. Hrærið restina af hveitinu, heilhveiti, ólífuolíu og salti. Hnoðið í um 5 mínútur eða þar til deigið er slétt og teygjanlegt. Penslið skál með örlítilli ólífuolíu. Setjið deigið í skálina, lokið með plastfilmu og leyfið að lyfta sér á heitum stað í um 1 klst. Takið deigið úr skálinni og skiptið því í fjóra hluta. Setjið á borðið með ögn af hveiti. Rúllið út hvert stykki í um 4–12 cm langar lengjur. Leyfið grissini-stöngunum að lyfta sér í um 30 mínútur. Á meðan er ofninn hitaður upp í 200 gráður. Bakið í um 10 mínútur, eða þar til brauðstangirnar eru brúnar og fallegar. Efri-Múli MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Árdís Lilja stolt hjá kúnni sinni Frúði nýborinni. Heimasætan Elísabet Ásdís vippar böggum til með bros á brá. Stefán Rafn hjálpar þriðja ættlið kúastofns síns heim á leið en kvígan Blíða og ættmóðirin Fríða fylgjast með tilburðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.