Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 28
8
LÆKNABLAÐIÐ
Ififlarg.rét CjuÍnaclóttir:
Fimmta alþjóðaþing inæun-
§óttar§érfræðmga
Fimmta alþjóðaþing sérfræð-
inga um rannsóknir á mænusótt
var haldiS í Kaupmannahöfn
dagana 26.—28. júlí 1960. Þing-
iS sóttu um 700 sérfræðingar
frá 46 löndum.
Fyrsta degi þingsins var varið
til fyrirlestra og umræSna um
nýjungar i almennum veiru-
rannsóknum. Dr. Brenner frá
Cambridgeliáskóla í Englandi
flutti fyrirlestur um gerS ade-
noveirna, myxoveirna, tóhaks-
mosaikveirna og bakteríofaga.
SkýrSi liann frá rannsóknum
sínum á röSum ogfjöldakjarna-
sýrna og eggjahvituefnaeinda,
er hyggja iþessar veirur. Kjarna-
sýrurnar einar nægja lil aS
valda sýkingu. RöSun þeirra og
gerS ræSur erfðaeiginleikum
viSkomandi veiru, en eggja-
hvituefnin raða sér utan um
kjarnasýrurnar og verja þær
skemmdum. RöSun eggjahvítu-
efnanna ákvarSast af röSun
kjarnasýrnanna. Rannsóknir á
gerS og efnasamsetningu veirna
fara nú fram víSa um heiin
og þykja hinar fróSlegnstu til
skilnings á röðun efnis í lifandi
frumum.
Dr. Hirst frá New York
skýrði frá ti'lraunum til aS
breyta sýkingarmætti mænu-
sóttarveirna með því að rækta
þær í æti meS mismunandi ami-
nosýrum. Oxiderandi aminosýr-
ur stuðla að vexti veirna, sem
eru óliæfar til að sýkja, en sé
reducerandi aminosýrum eins
og cysteini og flutathioni hætt
í ætið, verða sömu veirur hæf-
ar til að sýkja.
Dr. Lwoff frá Institute Pas-
teur í París ræddi um áhrif hita
á vöxt mænusóttarveirna og
virulens þeirra. Aðeins virulent
tegundir af mænusóttarveirum
vaxa, ef liiti tilraunadýrs eða
vefjagróðurs hækkar upp Í40°C.
Avirulent veirur vaxa ekki við
svo liáan liita. Þessi mismunur
á vexti við 39—40° hefur nú um
skeið verið notaður til að greina
milli virulent og avirulent
mænusóttarveirna in vitro.
Lýsti dr. Lwoff tilraunum, þar
sem mýs voru sýktar með aviru-
lent mænusóttarstofnum og síð-
an geymdar við 4°C. Líkamshiti
músanna lækkaði niður í 30°C
við kælinguna, og uxu veirurnar
við þennan hita, og sýktust dýr-
in, en ekkert gerðist við venju-
legan líkamshita músa. Af þessu