Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 70
38
LÆKNABLAÐIÐ
y^ja^núi Ota^sson:
NÝ LIFSÖHJSKRÁ
Fyrir skömmu var gefin út
ný lyfsöluskrá um sérlyf, Lyf-
söluskrá II, sem gekk í gildi 1.
febrúar s.l. Jafnframt féll úr
gildi Lyfsöluskrá II frá 10. des-
ember 1958, ásamt fjölmörgum
breytingum, sem á henni höfðu
verið gerðar.
Hin nýja lyfsöluskrá er 67
fjölritaðar síður, en auk þess
eru jafnmargar auðar síður,
sem skrá má á væntanlegar
breytingar og viðauka. Frá-
gangur er prýðilegur.
Lyfsöluskráin er læknum hin
gagnlegasta handbók, og þeim,
sem skrifa lyfseðla, er nauðsyn-
legt að kynna sér efni hennar
vel. I skránni eru talin svo til
öll sérlyf, sem nú eru notuð hér
á landi. Þar fást upplýsingar
um verð lyfjanna og hvort og
að hve miklu leyti þau eru
greidd af sjúkrasamlögum. Þá
má þarna sjá, hvaða sérlyf fást
afgreidd án lyfseðils eða hvort
þau fást afgreidd aðeins einu
sinni eða aftur og aftur gegn
sama lyfseðli. Einnig eru leið-
beiningar um útreikning á
lyfjaverði, skrá yfir lyfjafram-
leiðendur og skrá yfir lyf, sem
greidd eru að fullu af sjúkra-
samlögum, ef notuð eru gegn
ákveðnum sjúkdómum.
Flest sérlyf hafa hækkað
verulega í verði, síðan fyrri lyf-
söluskrá var gefin út, sem
kunnugt er, eða um nálægt 50%
að jafnaði. Allmörg hafa þó
hækkað miklu minna, og veldur
því lækkað verð frá verksmiðju.
I skránni má víða sjá mikinn
verðmun á sérlyfjum sömu teg-
undar. Þannig kosta t. d. 12
hylki af Chloromycetin, sem
hvert inniheldur 250 mg, kr.
165.00, en sama magn af öðr-
um chloramphenicol-sérlyfjum
(Enteromycetin, Kemicetine,
Novomycetin, Scanmycetin) frá
kr. 41.00 upp í kr. 68.50.
Annað dæmi: 20 g af 1%
hydrocortisonsmyrsli kosta frá
Leo kr. 59.50 og frá FCL kr.
67.00, en sama magn frá 5 öðr-
um verksmiðjum kostar allt frá
kr. 109.00 og upp í kr. 312.00.
Hvergi nemur þó verðmun-
urinn hærri upphæðum en í
prednisonlyfjum í töfluformi.
Hver 5 mg tafla af prednisoni
kostar sem hér segir: Deltacor-
tone kr. 11.73, Di-Adreson kr.
8.90, Meticorten kr. 8.67, Ultra-
corten kr. 8.10, Delcortin kr.
7.10 og Hicorton kr. 2.90. Sjúkl-
ingur, sem notar 2 töflur af
Deltacortone á dag, greiðir kr.
704.00 á mánuði (sjúkrasamlag
e. t. v. helminginn), en sama
magn af Hicorton kostar kr.