Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
17
Sjúkrahúsbyggingin sjálf er
öll hin fegursta. Teikningu að
henni gerði Sigurður Guð-
mundsson húsameistari. Bygg-
ingin er 3 hæðir og rishæð.
Vestur af lienni gengur álma,
sem tengir hana við mjög fagra
kirkju, en í þeirri álmu eru bú-
staðir systranna, er eiga og
starfrækja spítalann. Önnur
álma, ein liæð, liggur norður af
austurenda spítalans, en þar er
þvottahús, líkhús og lítil, en vel
búin prentsmiðja, er stofnsett
var 1952.
Sjálf sjúkrahúsbyggingin er
26 m á lengd, 12 m breið og
12,25 m á hæð að þakbrún.
Tvennar svalir eru á báðum end-
um hússins, jafnbreiðar því. Á
jarðhæð eru röntgenstofa,
dimmstofa, ijósastofa, viðtals-
stofa læknis, eldliús og geymsl-
ur, borðstofur, skol og snyrti-
herbergi og nokkurönnur minni
herhergi, enn fremur anddyri og
stór forstofa. Anddyri, forstofa
og stigar eru lagðir ljósum
marmarahellum. Rúmgóð lyfta
gengur frá forstofu upp á efri
hæðir hússins.
A miðhæð eru sex rúmgóðar
sjúkrastofur, þar af ein með
f jórum rúmum, tvær með þrem.
ur rúmum og þrjár með tveim-
ur rúmum. Alls eru því 16
sjúkrarúm á þessari hæð. Ein
stofa er að jafnaði notuð sem
fæðingarstofa, og önnur fyrir
sængurkonur. Á þessari hæð er
og dagstofa sjúklinga, varðstofa,
býtibúr, haðhcrhergi, snýrtiher-
hergi og skol.
Á efstu liæð eru tvær mjög
stórar sjúkrastofur, yfir þvert
húsið, með 12 sjúkrarúmum
hvor, stór og vönduð skurð-
stofa, sóttiireinsunarherbergi,
með gufusæfi (autoclav) og
verkfæraskápum, og skiptistofa,
sem einnig er notuð fyrir minni
háttar aðgerðir; baðherbergi,
snvrlilierbergi og tvö önnur
minni herbergi.
í rishæð er svo stórt þurrk-
loft, straustofa og nokkur
minni herbergi og gevmslur.
Alls eru því í sjúkrahúsinu 40
sjúkrarúm.
Eins og áður var sagt, var
smiði sjúkrahússins lokið í
ágústmánuði 1935, en á næsta
ári var aflað tækja til spítalans
og þeim komið fyrir, svo og
fenginn allur annar búnaður
í sjúkrastofur og aðrar vistar-
verur hússins. — Formlega er
svo sjúkrahúsið opnað 17. sept.
1936, og fvrsti sjúklingurinn er
lagður þar inn 18. sept. 1936.
Alls mun sjúkrahúsið, með
öllum tækjum og búnaði, hafa
kostað stórfé, t á þeirra tima
mælikvarða, og hvað myndi þá
ekki nú? En ekki liggja lengur
fyrir upplýsingar um þann
kostnað, þar sem allir reikning-
ar þar að lútandi hafa fyrir
löngu verið sendir til höfuð-
stöðva reglunnar í Belgiu.
Á síðari árum hafa svo farið
fram -margvíslegar hreytingar og