Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 79
LÆKN ABLAÐIÐ
47
— í 2. fl. hér. — 7.200—9.600
— i 1. fl. hér. — 6.000—7.800
Gjaldskráin er óbreytt frá
1943, þ. e. a. s. upphaflega gjald-
skráin tvöföld. Dagsbrúnarkaup
er árið 1945 frá kr. 6,69 í jan.
til 6,96 í des. (vísit.273—284 st.).
Árið 1950 er vísitalan orðin 300
stig miðað við 100 árið 1939, og
er þá, í marz, táknuð með töl-
unni 100, en útborgað tímakaup
verkamanna, eins og það var þá,
gert að grunnkaupi. Tveimur
árum síðar, 1. marz 1952, var
gjaldskráin hækkuð öðru sinni
og nú um 50%, þ. e. þrefölduð.
Það ár er Dagsbrúnarkaup kr.
13,31 í jan. og febr. og 14,60 í
des. (vísitala 144—158 stig.7)
Árið 1955 eru sett ný lækna-
skipunarlög, nr. 16, 9. apríl.5)
Læknishéruðin eru nú orðin 55
og 3 að auki óskipuð. Tvö þeirra,
Súðavíkurhérað og Raufarhafn-
arhérað, hafa nú, 1960, verið
skipuð, svo að læknishéruðin
eru orðin alls 57 að tölu. Gjald-
skráin er hækkuð 1. marz sama
ár um 66%%, þ. e. fimmfölduð.
Þá er Dagsbrúnarkaup frá kr.
14,69 í jan.—febr. til 17,56 í
des. (vísitala 159—171 stig).
Sama ár eru einnig sett ný
launalög, þau er enn gilda, nr.
92, 24. des. Héraðslæknum eru
ákveðin laun samkv. VI., VII.
og X. flokki, þ. e. kr. 40.200 3.
fl. héruð, 28.500—37.800 2. fl.
og 23.700—30.900 1. fl„ og öðr-
um embættislæknum: landlækni
III. fl. kr. 51.300, berklayfir-
lækni og yfirlæknum á sjúkra-
húsum IV. fl. 47.400, aðstoðar-
læknum V. fl. 43.800.
Loks er gjaldskrá héraðs-
lækna hækkuð árið 1956 um
20%, þ. e. upphaflega gjald-
skráin sexföld.
Þegar sú gjaldskrá, er nú
gildir sexföld, var sett árið
1933, var Dagsbrúnarkaup kr.
1,36 á tímann, og Iiélzt svo
óbreytt til ársins 1937.7) Víða
á landinu var verkamannakaup
mun lægra. Mun láta nærri, að
það hafi til jafnaðar verið um 1
kr. á tímann. Hafa því lægstu
liðir gjaldskrárinnar verið í
hlutfalli við tímakaup verka-
manns og bænda, eins og 2:1,
síðan hefur kaupgjald og verð-
lag hækkað eins og rakið hefur
verið og kunnugt er. Kaup
verkamanna er nú kr. 22,67 á
tímann, þ. e. hlutfallið hefur
snúizt við og er sem næst 1:2.
Enn fremur set ég hér til
samanburðar gjaldskrá presta
fyrir aukaverk, eins og hún var
1925 og 1960:
1925 1960
skírn kr. 5.00 kr. 50.00
gifting — 9.00 — 150.00
greftrun — 15.00 — 75.00 án ræðu
í Rvik — 350.00 m. ræðu
ferming — 18.00 — 175.00
Gjaldskrá þessi, eða öllu held-
ur þær leifar af hinni upphaf-
legu gjaldskrá, sem flestir hér-
aðslæknar eiga nú við að búa, er
allsendis úrelt orðin, þrátt fyrir