Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 76
44
LÆKNABLAÐIÐ
stund, jafnt á nótt sem degi, þó
aldrei meira en 6 kr. fyrir sólar-
hringinn. „Á slíkum ferðum ber
lækni engin borgun fyrir skoð-
un á sjúklingum í þarfir sótt-
varna.“
Samkvæmt lögunum (nr. 34,
16. nóv. 1907) er samin gjald-
skrá fyrir héraðslækna árið eft-
ir, og gekk hún í gíldi 1. maí
1908. Þetta er mjög ýtarleg
gjaldskrá, sem enginn kostur er
að taka upp í heild. Þess skal
aðeins getið, að lægsta gjald er
óbreytt 1 kr. fyrir stutta vitj-
un, ekki yfir 0,1 mílu, viðtal,
minnstu athuganir og aðgerðir.
Hæsta gjald er 20 kr., t. d. fyrir
keisaraskurð á lifandi konu,
fyrir að taka legið allt, fyrir
holskurði og steinskurði. Al-
gengasta gjald er 1—3 kr. fyrir
rannsóknir, 1—5 kr. fyrir minni
háttar aðgerðir og 5—15 kr.
fyrir meiri háttar aðgerðir.
Verðlag er nokkru hærra en
áður (1899), kýrverð um 100
kr. til uppjafnaðar. Enn frem-
ur má geta þess til samanburð-
ar, að Dagsbrúnarkaup er á
tímabilinu 1907—1913 30 aurar
á tímann (Dagsbrún var stofn-
uð 1906).
Hefur tímakaup lækna í ferð-
um því verið hið sama og kaup
verkamanna, 30 aurar á tímann,
en viðtal hið minnsta og aðgerð-
ir kostað rúmar 3 vinnustundir
og þætti dýrt nú, (um 70 kr.).
En þess ber að gæta, að læknar
voru þá og lengi síðan „notaðir"
svo miklu minna en nú er orðið.
Þessi gjaldskrá gilti óbreytt í
25 ár, til ársins 1933, er núgild-
andi gjaldskrá var sett, þótt
verðlag og kaupgjald breyttist
og hækkaði verulega í sambandi
við styrjöldina 1914—1918. T.
d. er Dagsbrúnarkaup komið
upp í 90 aura á tímann árið
1919, verður 1 kr. 48 aurar
1921, en er frá 1 kr. og 20 aur-
um til 1 kr. og 40 aurum til árs-
ins 1930.7) Sá kauptaxti gilti í
Reykjavík, en annars staðar á
landinu var kaupið lægra.
Að sjálfsögðu rýrnar hlutur
læknanna að sama skapi sem
verðlag og kaup almennt hækk-
ar, en það bætir hag þeirra
nokkuð, að aðsókn að þeim fer
smám saman vaxandi. Þess ber
þó að gæta, að oft var greiðslu-
geta manna lítil á þeim árum.
Ástandið var orðið svo slæmt
um 1919, að þáverandi formaður
Læknafélags Islands óskaði eft-
ir heimild til þess frá héraðs-
læknum að mega segja lausum
öllum héraðslæknisembættum á
landinu í einu lagi.8) Til þess
kom þó ekki, enda voru sett ný
launalög árið 1919, nr. 71, 28.
nóv.n) Héruðunum, sem nú eru
42 að tölu, var nú aftur skipt í
3 flokka, og byrjunarlaun eru:
1 fyrsta flokki 2500 kr. á ári, í
öðrum fl. 3000 kr. og í þriðja
flokki 3500 kr. Síðan hækka
launin eftir hver 5 ár í sömu
röð um 400, 300 og 300 upp í
3500, 4000 og 4500 kr.