Læknablaðið - 01.03.1961, Síða 74
42
LÆKNABLAÐIÐ
kostning reiser, da betales ham
for hver Dags Reise fra sit
Hjem til Patienten 3 Mk., dog at
han paa sin Side ikke maa an-
vende længere Tid til Reisen
end förnöden gjöres, saa at han
daglig i det mindste lægger een
Thingmanneleid, det er saa-
meget som en Thingmand reiser
og bliver 5 á 6 Mile, tilbage;
b) for hver Dag han opholder
sig hos Patienten 2 Mk., forud-
en andstændig fri Underhold-
ning;
c) bör Patienten betale de af
hannem brugte Medicamenter.“
Hér er ekki minnzt á greiðslu
fyrir læknisstörf, aðeins kaup
í ferðum og greiðslu fyrir dvöl
hjá sjúklingi. Hafa launin því
sjálfsagt skoðazt sem greiðsla
fyrir læknisstörfin, skoðanir,
aðgerðir o. s. frv., a. m.k. öðrum
þræði, en þau voru 300 ríkis-
dalir á ári.
Landlæknir er eini læknirinn
á Islandi fyrstu 6 árin, til 1766.
Þá eru stofnuð tvö 1'jórðungs-
læknisembætti. Síðan fjölgar
læknunum smám saman, fyrst
fjórðungslæknar, þá héraðs-
læknar, og um miðja 19. öld eru
læknisembættin orðin 8, sem
svarar til eins læknis á rúmlega
7000 íbúa. Þrátt fyrir þessa
miklu læknafæð höfðu læknarn-
ir furðu litlum læknisstörfumað
sinna og gátu gegnt ýmsum hjá-
leitum störfum, jafnvel farið í
ver til útróðra. T. d. er kunnugt
um tölu sjúklinga tveggja hér-
aðslækna á einu ári, um 1834, og
hafði annar sinnt 202, en hinn
161 sjúklingi á árinu.3)
Gjaldskrá sú, er sett var land-
lækni, mun einnig hafa gilt fyr-
ir fjórðungslæknana og síðan
héraðslæknana, allt til ársins
1875.
Það ár eru samþykkt á Al-
þingi (fyrsta löggjafarþinginu)
lög um skipun á læknishéruðum
á íslandi og fleira; No. 15, 15.
okt. Samkvæmt lögunum er
landinu skipt í 20 læknishéruð,
laun héraðslækna ákveðin frá
1300—1900 kr. og húsaleigu-
styrkur og embættisjörð að
auki.
Þá er þeim og sett gjaldskrá
(4. grein) : „Fyrir ferðalög og
störf lækna í þarfir hins opin-
bera ber þeim endurgjald eptir
regluro þeim, er gilt hafa hing-
að til.
Þegar læknis er vitjað og
hann þarf að takast ferð á hend-
ur til einhvers sjúklings, ber að
borga honum 4 kr. í fæðispen-
inga fyrir hvern heilan dag, sem
hann er að heiman og að því
skapi fyrir part úr degi. Sömu-
leiðis skal sá, er hans vitjar,
annaðhvort leggja honum til
reiðhest, ef landveg skal farið,
eður bát og menn, ef á sjó þarf
að fara; en leggi læknirinn sér
sjálfur til hest eða ferju, skal
endurgjalda honum það eptir
því, sem tíðkast í hverju byggð-
arlagi.
Búi læknirinn í kaupstað eða