Læknablaðið - 01.03.1961, Blaðsíða 68
36
LÆKNABLAÐIÐ
ævintýri, heldur kúldrast hver í
sínu horni, en það er skylda
okkar, gagnvart sjálfum okkur
og þeim, sem taka við af okkur,
að gera það. Heiðurs okkar
vegna getum við ekki skilað
minni menningararfi en flest-
ar eða allar aðí'ar stéttir lands^
ins.
Það má ekki minna vera en
við stöndum að minnsta kosti
jafnfætis sveitafólkinu félags-
lega. Fjölmargar sveitir lands-
ins eiga nú sín félagsheimili.
Ég hef að vísu ekki séð mörg
þeirra og ekki hin veglegustu.
Þó hef ég komið í nokkur, sem
eru glæsilegar byggingar, með
fallegum herbergjum og sölum,
sem jafnframt eru fyrirmynd-
arleikhús með öllum skilyrðum
til að sýna þar fullkomna leik-
list. Við værum svo sem ekki á
hjarni staddir, ef við ættum
einn slíkan samastað.
Ég veit náttúrlega ekki, hvað
tekjur bænda eru raunverulega
miklar, sennilega vita það eng-
ir nema þeir sjálfir, hver um
sig. Þó býst ég ekki við, að þær
séu hærri en læknanna, að jafn-
aði. En hvað sem því líður,
hafa félagsheimilin kostað
sveitafólkið drjúgar fórnir,
þrátt fyrir það að Félagsheim-
ilasjóður greiðir 40% af bygg-
ingarkostnaðinum.
Bændur hafa yfirleitt ekki
mikið orð á sér fyrir að vilja
ausa út því, sem þeir afla, enda
lengst af ekki veitt af að halda
utan um sitt. Þeir hafa þó látið
sig hafa það að koma upp fé-
lagsheimilum í mörgum byggð-
um landsins.
1 mínum fæðingarhreppi eru
aðeins 27 bæii', en þar er að
vísu olíustöð og hvalveiðistöð,
sem færir hreppnum allveru-
legar tekjur. Það liggur þó í
augum uppi, að fyrir þetta
hreppsfélag hefur það hreint
ekki verið lítið átak að byggja
sér mjög myndarlegt félags-
heimili, eins og það hefur gert,
því að þar var ekki til sparað.
Parketgólf í salnum, harðviðar-
hui'ðir í öllu húsinu og frá-
gangur allur hinn vandaðasti.
Ég get ekki neitað því, að
mér varð hugsað til læknastétt-
arinnar, þegar ég var við vígslu
þessa húss, — og var satt að
segja ekkert háleitur, þegar
mínir gömlu félagar og uppeld-
isbræður úr sveitinni spurðu
mig, eins og beint lá við þenn-
an dag, hvernig gengi með
læknahúsið í Reykjavík, því að
það hafði þá nýlega eitthvað
verið um það sagt í blöðunum.
Ég hefði áreiðanlega verið
miklu stoltari þann dag að vera
einn í hópi þeirra, sem voru að
vígja sitt fallega félagsheimili,
í stað þess að verða að halda
uppi svörum og viðurkenna, að
Domus Medica væri enn „mar-
andi í skýjum, merluð keisar-
ans fötum nýjum“, eins og hirð-
skáldið okkar, prófessor Thor-
oddsen, kvað.