Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 23

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF L/EKNAFÉLAGI ÍSLAND5 O G LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritst jóri: Olafur Jensson. Meðritstjórar: Magnús Olafsson og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Asmundur Brekkan og Sigurður Þ. Guðmundsson (L.R.) 52. ÁRG. REYKJAVÍK, APRÍL 1966 2. HEFTI SVEINN GUNNARSSON MINMING Hann lézt 18. nóv. 1964, og var banamein hans hjartaslag. Sveinn var borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, fæddur 17. maí 1899, sonur hjónanna Salvarar Guðmundsdóttur og Gunnars Gunnarssonar húsasmíðameistara, en hann var einn meðal atkvæða- mestu byggingameistara höfuð- borgarinnar á árunum um og eftir aldamótin síðustu. Sveinn gekk í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent Jtaðan í júní 1920. Hóf hann nám í lækn- isfræði og varð kandídat í júní 1926 með hárri I. einkunn (184% st.). Við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn dvaldist hann 1927— 28, en 1. des. þ. á. hóf hann störf sem starfandi læknir í Reykja- vík. Aðstoðarlæknir á röntgendeild Landspítalans var hann frá 1930—32, en frá 1935—51 veitti hann forstöðu röntgendeild Landakotsspítala, sem þá var nýstofnuð. Sveinn naut mikilla vinsælda jafnt í starfi sínu sem utan. Hann var glaðlyndur og aðlaðandi og varð vel til vina. Hann var fríður maður sýnum, glæsilegur og rammur að al'li, en þó skap-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.