Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 36

Læknablaðið - 01.04.1966, Page 36
(iO LÆKNABLACH) 6. Sjúklingar með cancer ventriculi (6., 7. og 8. tafla). Af hinum 74 sjúklingum, sem greindir voru með „tumor ventri- culi“, voru 49 (66.2%) með krabbamein í maga. Að frádregnum æxl- um utan maga, góðkynja magasárum og öðrum sjúkdómsbreytingum, auk of- eða vangreininga, voru æxli í maga alls 56. Magakrabbinn er því 87.5% allra æxla í maga í þessari rannsókn, en góðkynja æxlin 12.5%. Átta krabbameinssjúklinganna voru dæmdir algjörlega óskurð- tækir, enda létust þeir skömmu síðar, og sjúkdómsgreiningin þar var staðfest við krufningu. Einn sjúklingur lézt í heimahúsum fyrir 1. júlí 1965 og var ekki krufinn, en einn sjúklingur vildi ekki gangast undir skurðaðgerð. Feril hans hefur ekki tekizt að rekja, og er hann talinn meðal lifenda í 6. töílu. Hjá þessum síðasttöldu sjúklingum má röntgengreining teljast örugg. f 7. töflu er greind aldurs- og kynjaskipting 47 sjúklinga; þ. e. ailra þeirra, er sjúkdómsgreiningin „cancer ventriculi“ var staðfest hjá, annaðhvort við skurðaðgerð eða krufningu. 8. tafla gerir samanburð á aldursdreifingu þess hóps og skráningu krabbameinsskrár 1955—1963. 4 Kvennahópurinn, sem hér er til at- hugunar, er of lítill til raunhæfs samanburðar, en í karlahópnum er allgott. tölulegt samræmi milli þessara tveggja athugana. Toble 8: Percenlqge oge distribution of Stomoch concer. I Q Concer Regisfry 1955 - 1963 Presenf Series (47 coses) 8. tafla Samanburður í hundraðstölum á aldursskiptingu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.