Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 58

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 58
82 LÆKNABL A Ð IÐ 1. til myndunar vefja beinagrindarinnar (beins og brjósks). Dæmi: osteosarcoma, chondrosarcoma; 2. til myndunar eitil- og blóðmyndandi vefja. Dæmi: lymphoma, Eiwing’s sarcoma, niyeloina; 3. til myndunar æða- og bandvefs. Dæmi: angiosarcoma, fibrosarcoma. Athyglisvert er, að illkynja æxli eru tíðust í löngu útlima- beinunum. Dr. Lent Johnson, sem veitir forstöðu beinadeild vefjameinafræðistofnunar Bandaríkjahers í Washinglon, hefur sett fram nýja kenningu um beinaæxli.3 Kenningin er sú, að æxlisbygging og hegðun æxlisins sé ekki aðeins ákveðin af frum- um, sem æxlið vex út frá, heldur einnig staðsetningu æxlisins í beininu, stöðu beinsins í iíkamanum og aldri sjúklingsins. Tíðni og vaxtarhraði æxla í beinum verður fyrir áhrifum af því, sem Johnson lcallar „metabolic gradient“ í beininu og stöðu beinsins í beinagrindinni. Efnaskiptin (metabolism) eru hægust í epiphysis beinsins, hraðari í diaphysis og hröðust í mctaphysis. Enn fremur eru efnaskiptin hröðust á aðalvaxtarstað löngu útlimabeinanna, þ. e. í fjærenda lærleggs, nærenda sköflungs, nærenda upparms- leggs og fjærenda hverfileggs (radius). Hraði efnaskiptanna minnkar, því lengra sem dregur frá meginás líkamans, þ. e. hryggnum. Aldur sjúklingsins liefur líka áhrif á efnaskiptin, og eru þau bröðust á unglingsárunum, þegar vöxtur og myndbreyt- ing beinanna eru örust og hægja síðan á sér jafnt og þétt með aldrinum. Kenning Jolmsons samrýmist því, að illkynja beinaæxli eru algengust í endum löngu útlimabeinanna í ungu fólki og flest vaxa frá metaphysis. Sömu æxli cru aftur á móti mjög sjaldgæf í höndum og fótum og koma varla fyrir í eldra fólki nema sam- fara Pagets sjúkdómi. Tíðni illkynja æxla er talsvert liá í sjúkl- ingum með Pagets sjúkdóm, eða allt að 10%, ef mörg bein eru sj'kt, en innan við 2%, ef fá eða aðeins eitt bein er sýkt. 1 þessum sjúkdómi er ört niðurbrot og endurbygging beinvefs og efnaskipti því liröð á sama hátt og á vaxtarskeiði unglingsáranna. Á árunum 1935—1960 voru greind 35 illkynja og 97 góðkynja beinaæxli á Rannsóknastofu Háskólans. Tölur þessar eru fengnar úr spjaldskrá stofnunarinnar um innsenda vefi frá skurðstofum sjúkrahúsanna. Hugsanlegt er, að smávegis misræmi sé í greining- unni, þar sem fleiri en einn meinafræðingur bafa unnið við efnið og skoðanir stundum skiptar um eðli æxlanna. Beiðnir um vefja-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.