Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 35

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 77 liér 68,1% — eða miklu tíoari en annars staðar. Þess er áður getið, að horfur eru langbeztar við flöguþekjukrabba. Það er þvi staðreynd, að við erum að glíma við illkynjaðri lungnaæxli hér en annars staðar. Kemur það m. a. fram í því, að hér reynist oftar nauðsynlegt að taka allt lungað, og stundum verður að taka hluta úr aðliggjandi líffærum, til þess að unnt sé að ná því. Þeim að- gerðum fvlgir aukin áhætta, og batahorfur eru einnig minni, þar sem þessi miðlægu æxli hafa oft borizt til annarra líffæra, enda þótt ekki séu lil staðar einkenni, sem bendi lil þess, þegar aðgerð er framkvæmd. Við höfum ekki sönnun fyrir því, hvers vegna þessar tegundir lungnakrabbameina eru svona miklu algengari hér en annars staðar. Flöguþekjukrabbi hefur alls staðar verið kallaður reyk- ingakrabbi, enda algengastur annars staðar en hér. Við teljum allar líkur á, að mjög auknar vindlingareykingar hér séu aðalorsök aukinnar tíðni lungnakrahhameinsins, og því hljótum við að álíta, að þessar tegundir orsakist einnig af reykingum í sama eða jafn- vel enn ríkara mæli en flöguþekjukrabbi. Gæti þar um valdið mismunandi erfðaþættir (genetically different host response) eða svörun berkjuslimhúðarinnar gagnvart hinum krahhavaldandi efnum tóbaksins. Á IV. töflu sést, hve margir sjúklinganna revkja, miðað við tegund æxlisins. Allt of oft vantar upplýsingar um þetta. Athyglis- vert er, að enda þótt skýrslan sýni aðeins 48,7% stórreykinga- menn (meira en 20 vindlingar á dag) af þeim, sem hafa oat cell, þá er ekki vitað um neinn sjúkling hér með þessa tegund, sem örugglega hefur ekki revkt. Hins vegar vantar upplýsingar um 41,2% sjúklinganna með þessa tegund æxlis. Af þeirn sjúklingum, sem lungnabrottnám (resectio) er gert á, eru 37,5% á lífi tveimur og hálfu til sjö árum eftir aðgerð eða 5,2% af öllum sjúklingunum á þessu tímahili. Fyrri talan (37,5) er svipuð og víða erlendis; hjá Thompson t. d. voru 34,8% á lífi eftir þrjú ár og 27,3% eftir fimm ár,3 en ekki kemur fram í skýrslu hans, hver hlutfallstalan er miðað við alla sjúklinga á því tíma- bili, en ef þeir nema ekki brott lungu úr nema 8—12%, þá er hún ekki hærri en hjá okkur. Summary During the period 1931—1964, 197 cases of primary lung carcinoma were diagnosed in Iceland (population 200.000). Lung'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.