Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 44

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 44
84 LÆKNABLAÐIÐ 2) Nokkrum nýjum liðum var bætt inn í gjaldskrána 1966 og sam- þykktir af S. R. og T. R. Launanefnd L. R. í launanefnd voru Víkingur H. Arnórsson, Sig- mundur Magnússon og Jakob Jónasson. Eins og vikið er að í síðustu ársskýrslu, sögðu 27 læknar — 19 á ríkisspítölunum og 8 á Borgarsjúkrahúsi Reykjavíkur — upp störfum sínum í nóv.—des. 1965, með þriggja mánaða fyrirvara, vegna óánægju með laun, starfsaðstöðu o. fl. í lok janúar mæltist heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, til þess, að þeir læknar, sem ynnu á ríkisspítölunum og hefðu .sagt upp stöðum sínum, héldu áfram störfum með óbreyttum kjörum, þar til nefnd, sem ráðherra hafði skipað rátt fyrir jólin „til þess að endur- skoða skipun og fyrirkomulag læknisþjónustu á Landspítalanum“ hefði lokið störfum. Hlutaðeigandi læknar .samþykktu að verða við þessum tilmælum, og svöruðu þeir hver um sig með bréfi, þar sem þeir gátu um uppsagnarfrestinn. Nam hann að meðaltali um sex vikum. Læknar settu þó ákveðin skilyrði, þ. á m., að þeir yrðu ekki beittir lagaákvæð- um um framlengingu uppsagnarfrests um aðra þrjá mánuði, eftir að þessum viðbótarfresti væri lokið. Samninganefnd ríkisins fór fram á viðræður við uppsagnarlækna, og fólu þeir launanefnd L. R. að koma fram fyrir .sína hönd. Fyrsti fundur var haldinn 15. febrúar og annar fjórum dögum síðar. Á þessum fundum var lagt fyrir samninganefndina samnings- uppkast, byggt á vinnueininga- eða eyktakerfi. Fyrir 30 klst. vinnuviku var gert ráð fyrir, að sérfræðingur fengi kr. 43.200.00 á mánuði og yfirlæknir 50% álag, en aðstoðarlæknar fengju kr. 25.920.00—34.560.00 eftir starfsaldri. Auk þessa yrðu greiddar ákveðnar upphæðir fyrir vaktir og þar að auki fyrir störf unnin á vöktum skv. gjaldskrá L. R. Til viðbótar var gert ráð fyrir í þessu samningsuppkasti, að læknarnir héldu þeim fríðindum, sem þeir hefðu hingað til haft, s. s. greiðslum í lífeyrissjóð, fullum launagreiðslum í orlofi og veikindaforföllum og enn fremur, að þeim væri greiddur allur beinn starfskostnaður, s. s. af bifreið, síma, svo og vegna námsferða til útlanda o. fl. í þessu samn- ingsuppkasti voru enn fremur ýmis atriði, sem áttu að tryggja læknum betri starfsaðstöðu og stuðla að betri þjónustu við sjúklinga. Samninga- nefnd ríkisins lýsti því strax yfir, að hennar hlutverk væri einungis að ræða um hina launalegu hlið þessa máls, en aðrir þættir þess, sem lytu að .starfsaðstöðu lækna o. f 1., yrðu ræddir á öðrum vettvangi (þ. e. í áður umgetinni stjórnskipaðri nefnd). Næsti viðræðufundur var ekki fyrr en 15. marz. Samninganefndin kvað ríkisvaldið ekki vera til viðræðu um kjarabætur til handa lækn- um nema innan Kjaradómslaganna, og skv. því væri samingsuppkast. það eftir eyktakerfi, sem læknar hefðu lagt fram, enginn samnings- grundvöllur. Hins vegar væru þrjú atriði, sem þar væri minnzt á, sem mætti ræða um fastar greiðslur fyrir og fá þannig fram launahækkun til handa .spítalalæknum. Það, sem samninganefndin hafði hér í huga,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.