Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 89

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 89
LÆKNABLAÐIÐ 119 þeirri heilbrigðu verkaskiptingu, sem framtíðin hlýtur að bera í skauti .sínu. Ég teldi það mjög til bóta, að dregið yrði nokkuð úr skyldunáminu undir kandídatspróf, en valfrelsi aukið, svo að stúdentum yrði gefinn kostur á þátttöku í frekara vísindastarfi, ef þeir hefðu til þess löngun og hæfileika. Hitt atriðið, sem skoðanakönnun læknanema leiðir í Ijós, er, að þrátt fyrir alla ítroðsluna á undan kandídatsprófi, eru heimilislæknis- störfin að verða .svo lítils metin, að fáir vilja við þeim líta. Þetta minnir á þá tíma, er síðklæddir lyflæknar með doktorshatt og fellinga- kraga töldu sig of fína til þess að eiga samleið með skurðlæknum og skipuðu þeim á bekk með bartskerum. Slík örlög virðast búin héraðs- læknum og heimilislæknum, og er þó sá munur á, að bartskerar gátu beitt hnífi, en heimilislæknum er varla ætlað að nota annað eggjárn en sprautunál, ef svo heldur fram .sem horfir. Fækkun þeirra bendir einnig til þess, að þeir fái ekki tíma til að sjá eða sinna sjúklingum á sóttarsæng í heimahúsum og öðlast með því kunnugleika á umhverfi sjúklingsins, heldur verði þeir að afgreiða hann í gegnum síma eða fela hann slökkviliðinu til flutnings í hendur sérfræðinga. Þessari þróun er ég á móti, bæði vegna almennings og virðingar læknastéttarinnar, því að með þessu myndast innan hennar andlegt „proletariat“, þó að fámennt sé; því að heimilislæknirinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna, eins og líka er viðurkennt af heiðruðum greinarhöfundi. Ýmsir yngri læknar virðast hafa á því fullan skilning, að verk- legu læknanámi beri að haga svo að afloknu kandídatsprófi, að heimilis- læknar fái jafngóða þjálfun til síns starfs og sérfræðingar fá, hver í sinni grein. Ættu þeir þá að bera úr býtum sömu virðingu og sömu kjör að jöfnum hæfileikum. Ég sé enga þörf á því, að 80—90% allra lækna verði sérfræðingar í þröngt afmörkuðum flokki sjúkdóma eða líffæra, ef starfskraftar væru betur samhæfðir en nú gerist. Hér i Reykjavík hefur verið kapphlaup um að koma upp þremur sjúkra- húsum samtímis, án sjálfsagðrar samhæfingar og verkaskiptingar milli þeirra. Þau ættu t. d. ekki öll að þurfa hvert um sig fullkomna slysa- deild með viðbúnu starfsliði dag og nótt, né sérþjálfað sameyki (team) til heilaaðgerða eða hjartaskurða, né jafnvel rannsóknastofu með öllum dýrustu tækjum, né allar undirgreinar í röntgengreiningu og meðferð. Með slíkri .samkeppni er að vísu hægt að koma fleiri sérfræðingum fyrir á einhverri jötu, en sú dreifing starfskrafta veitir ekki afburða- mönnum nægilegt verkefni til viðhalds og sífelldrar þjálfunar. Sem afkomandi góðra búmanna tel ég það meiri hyggindi að hafa fáar góðar mjólkurkýr en margar stritlur, sem standa geldar langtímum ár hvert. Samstarfsvilji er fyrsta skilyrðið til skynsamlegrar verkaskiptingar og samhæfingar milli spítalanna og .starfsliðs þeirra. Mér lízt því að ýmsu leyti vel á framkomnar uppástungur í nefndaráliti því um fram- tíðarskipulag spítalaþjónustunnar, sem birtust í þessu umrædda hefti Lbl., einkum að því er snertir hópsamvinnu og að afburðamenn í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.