Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 93

Læknablaðið - 01.06.1967, Page 93
læknablaðið 121 SJÁLFSAGÐIR HLUTIR Hinn 1. apríl 1966 gengu í gildi hér á landi hin danska útgáfa norrænu lyfjaskrárinnar 1963, ásamt breytingum, og danska lyfseðla- safnið 1963, auk DAK præparater 1963. Hafði þetta m. a. í för með sér breytingar á styrkleika nokkurra lyfjasamsetninga, og verður hér getið hinna helztu, ef vera kynni, að þetta hefði á sínum tíma farið fram hjá einhverjum læknum. Tablettae digitaiis innihéldu áður 0,1 g, en eftir nýju lyfjaskránni 50 mg. Svo að komizt verði hjá mistökum, er nú til þe,ss ætlazt, að styrkleika taflna, sem innihalda aðeins eitt virkt efni, sé getið á lyf- seðli, t. d. tabl. digitalis 50 mg, enda er styrkleikinn nú hluti af nafn- inu. Þetta er góð regla og nauðsynleg, þvi að mörg lyf fást í fleiri en einum styrkleika. Tabl. chinidini innihalda nú 0,2 g og eru nú húðaðar (áður 0,1 g), tabl. carbacholini 2 mg (áður 1 mg), tabl. ephedrini 20 mg (25 mg), tabl. noscapini 25 mg (15 mg), tabl. glyphyllini 0,25 g (0,20 g), tabl. bellapani 0,30 mg (0,25 mg), tabl. hypnopheni 0,1 g (0,2 g), tabþ. citricae 0,4 g (0,5 g) og tabl. lithii citratis 0,5 g (áður 0,3 g lithii carbcnatis, sem var meira magn af lithium en er í nýju töflunum). í mörgum tilvikum verður sjálfsagt hægt að fá töflurnar með fyrri styrkleika, ,sé þess óskað, og ber hér enn að sama brunni, að nauðsyn- legt er að geta styrkleikans á lyfseðlinum. Rétt er að rita styrkleika taflna í mikrógram (sem af öryggis- ástæðum á ekki að skammstafa) allt upp að 100 míkrógram, en þá er farið að miða við milligrömm (0,1 mg), sem síðan er miðað við allt upp að 100 mg, er við tekur g (0,1 g). Dæmi: Taþl. ethinyloestradioli 50 míkrógram, tabl. dienoestroli 0,1 mg, tabl. tripelenamini 50 mg, tabl. mebumali 0,1 g o. s. frv. Lítum næst á lyf til inndælingar. Áður höfðum við injectabile ergometrini fortius (0,025%) og mite (0,01%). í þeirra stað er nú komið inj. ergometrini, .sem hefur styrkleikann 0,02% (ergometrin maleat). Inj. menadioni er nú 1% (áður 0,5%), inj. noradrenalini 0,1% (0,01%), inj. scopolamini 0,03% (0,1%), inj. g-strophantini 0,025% (0,01%) og inj. ascorbicum 10% (2%). Að sjálfsögðu er ekki síður ástæða til að geta á lyfseðli styrkleika inndælingarlyfja en taflna, þegar um eitt virkt efni er að ræða. Prókaín til inndælingar er nú til sem injectabile procain-adrenalini 0>5% (áður mite), inj. procain-adrenalini 1% (áður dentale 1%), inj. procain-adrenalini 2% (áður dentale 2%) og inj. procain-adrenalini non vaso constringens 1% (áður solutio procaini chloridi simplex pro injectone 1%), en inj. procain-adrenalini fortius fellur niður. í stað syrupus codeicus fortior (0,5%) og syr. codeicus mitis (0,2%) er nú syr. codeicus, sem er 0,25%.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.