Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1974, Side 33

Læknablaðið - 01.12.1974, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 175 TABLE 15 cont. Definite and/or probable cases Average annual incidence rate per 100,000 Preva- lence AIl cases Definite and/or probable cases 2,481 58.0 4.7 13 37.0 146 35.4 2.0 1.8 61 18.5 55 25.7 1.9 110 69.6 4-5 2.2 152 38.3 83 52.0 3.3 3.1 101 52.3 5.0 4.6 í samræmi við aðra höfunda.40 42 08 r’° 38 57 Það, hversu margir sjúklingar höfðu sama fæðingarstað og byrjunarstað sjúkdómsins og hversu margir aðrir dvöldu á fæðingar- stað sínum fram til 15 ára aldurs, getur haft talsverða þýðingu, þar sem teljast má sannað, að MS sé æskukvilli.2140 MEÐFERÐ Orsök eða orsakir MS eru enn óþekktar. Þess vegna, meðal annars, er engin sú með- ferð kunn, er læknað geti sjúkdóminn. Hins vegar má hafa hagstæð áhrif á gang hans með ýmsum ráðum. Þrennt er einkum tiltækt: 1. Lyf. 2. Þjálfun (physiotherapi). 3. Almennar leiðbeiningar. Lyf: Mörg lyf hafa verið reynd, til þess að draga úr einkennum kasta í MS og til þess einnig að hindra framvindu sjúkdóms- ins. Engar öruggar niðurstöður liggja fyrir um gagnsemi þessara lyfja að undanskild- um ACTH og sterum og verða þau eink- um gerð að umtalsefni. Fjölmargar niðurstöður staðfesta, að ACTH í stórum skömmtum flýti verulega fyrir bata á bráðum MS köstum. Hins vegar eru engar óyggjandi niðurstöður fyr- ir hendi um, að það hindri frekari fram- vindu sjúkdómsins, og langvinn notkun þess hefur engu breytt um gang hans. Sterar geta flýtt fyrir bata á- bráðum MS köstum, en áhrif þeirra eru þó minni en af ACTH. Langvinn notkun stera hefur heldur ekki áhrif á gang sjúkdómsins. Síð- ari ár hafa verið notuð lyf, er draga úr myndun mótefna. Um gagnsemi þeirra liggja enn ekki fyrir nægjanlegar niður- stöður. Fjölmörgum lyfjum er hægt að beita til þess að draga úr ýmsum óþæg- indum MS sjúklinga. Lyf þessi eru fyrst og fremst til þess að minnka krampasam- drætti í vöðvum og bæta með því hreyf- ingar sjúklinga. Önnur lyf draga úr verkj- um, er þessir sjúklingar stundum hafa. Þá ber einnig að nefna lyf, er stuðlað geta að eðlilegri starfsemi blöðru og endaþarms, hafi sjúkdómurinn valdið truflun á starf- semi þessara líffæra.47 Loks ber að nefna lyf, er geta haft hag- stæð áhrif á ýmsar geðrænar sveiflur, sem iðulega hrjá þessa sjúklinga, sumar hverj- ar af ytri orsökum, en aðrar af beinum vefrænum toga spunnar. Einnig má benda á gagnsemi vítamíngjafa og annars þess, er stuðlar að almennu heilbrigði og eykur viðnám sjúklingsins. Þjálfun: Mikilvægi þjálfunar fyrir MS sjúklinga er óumdeilanlegt, og þarfnast allir MS sjúklingar að heita má þjálfunar í meiri eða minni mæli og oftast með nokk- uð reglulegu millibili. Hún á þó ekki við á bráðastigi sjúkdómsins. Þjálfun stuðlar mjög að betri líðan sjúkl- inganna, dregur úr ýmsum einkennum þeirra, einkum vöðvakrömpum og stjórn- leysi í útlimum. Kröftug þjálfunarmeðferð hefur einnig gert sjúklingum fært að ná valdi á mjög truflaðri starfsemi blöðru og endaþarms. Þjálfun getur oft gert ósjálf- bjarga sjúklingum fært að verða næstum sjálfbjarga um hinar nauðsynlegustu þarf- ir sínar. Almennar leiðbeiningar: Langvinnur sjúkdómur er mikið álag hverjum þeim, er hann hrjáir. MS sem slíkur sjúkdómur er síst verri eða erfiðari en margir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.