Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1974, Page 65

Læknablaðið - 01.12.1974, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 195 hneiging til mismunar á dánarorsök eftir stigi háþrýstingsins. IV. stigs sjúklingar dóu aðallega úr nýrnabilun, en enginn úr hjartaáfalli. Hins vegar var hjartaáfall megindánarorsök III. stigs sjúklinga. Kem- ur hvort tveggja heim við erlendar athug- anir, sem hér hefur verið vitnað til.2 4 Til skýringar þessu mætti benda á, að hrað- vaxandi nýrnabilun fylgir oft afar svæsn- um háþrýstingi og vanmeðhöndluðum, en sjúklingar með vægari sjúkdómsmynd (III. stig) hafa mun betri lifshorfur og gætu því lengur búið við áhrif ýmissa orsaka- þátta hjartaáfalls. Vitað er, að áður en virk meðferð gegn svæsnum háþrýstingi kom til sögunnar, voru lífshorfur afar slæmar. Við athugun Keith o. fl.8 á ómeðhöndluðum IV. stigs sjúklingum kom í ljós, að aðeins 1% náðu 5 ára lífslengd (survival), en 20% af III. stigs sjúklingum náðu 5 ára lífslengd. Aðrar rannsóknir sýndu svipaðar niður- stöður. Eftir að unnt varð að meðhöndla svæsinn háþrýsting að gagni varð gífurleg breyting á lífshorfum sjúklinganna. Þann- ig kom fram við rannsókn Breckenridge o. fl.,4 að 34% af IV. stigs sjúklingum höfðu náð 5 ára lífslengd, en 70% af III. stigs sjúklingum. Samsvarandi niðurstöð- ur í rannsókn Hcod o. fl.e voru 50% fyrir IV. stig og 61% fyrir III. stig. Við rann- sókn okkar (III. stig og IV. stig) kom í ljós, að um 50% karla náðu 5 ára lífslengd og 60% kvenna. Betri horfur kvenna með svæsinn háþrýsting eru ekki nýnæmi.4 Ekki er Ijóst hvað veldur því. Vitað er, að tiðni háþrýstings er minni meðal kvenna en karla á yngri aldursskeiðum (<50 ára), en eykst síðan ört, og er sjúkdómurinn algengari hjá þeim á efri árum en hjá körlum. Þetta hefur komið fram við rann- sóknir erlendis (Framingham rannsóknin í Bandaríkjunum7), og einnig hafa líkar niðurstöður fengizt í hóprannsókn Hjarta- verndar.11 Hugsanlegt er, að betri horfur kvenna byggist a. e. 1. á því, að í raun hafi háþrýstingur staðið skemur hjá þeim, er hann greindist, en meðal karla. Breckenridge o. fl. fundu, að hækkað blóðureagildi við greiningu var for- boði um skertar lifshorfur. Hið sama kom fram vð þessa athugun okkar og einnig, að horfur þeirra, sem höfðu merki um vinstri slegilsstækkun á hjarta- rafriti við greiningu, voru álíka slæmar. Um 40% af þessum ofangreindu sjúkling- um (LVH eða BU) náðu 5 ára lífslengd, en hins vegar helmingi fleiri eða um 80% hinna, sem hvorugt höfðu við greiningu. ÚRDRÁTTUR Tilgangur athugunar var að kanna nokk- ur atriði varðandi sjúklinga með svæsinn háþrýsting (SH), sem lágu á lyflækninga- deild Landspítalans 1957-1971 og kanna, hver hefðu orðið afdrif þeirra. 117 sjúkling- ar höfðu SH samkvæmt flokkun Keith og Wageners (20 með IV. stig og 97 með III. stig). í Ijós kom, að sjúklingum með SH fór hlutfallslega fækkandi á síðasta 5 ára tíma- bilinu (1967-1971) miðað við næstu tvö 5 ára tímabil þar á undan. Athuguð var kyn- og aldursdreifing, blóðurea við greiningu, hjartarafrit einkum með tilliti til stækkun- ar á vinstri slegli, hjartastærð samkv. rtg.- mynd og upphafsgildi blóðþrýstings. Athug- uð voru afdrif sjúklinganna m. t. t. fylgi- kvilla, dauðaorsaka og lífslengdar. Helztu dánarorsakir voru heilaáfall (26.6%), hjartaáfall (22.8%) og nýrnabilun (22.8%). Lífslengdar (survival) útreikn- ingar voru gerðir eftir dekremental að- ferðinni og miðað við sjúklinga yngri en 66 ára. Um 50% karla og 60% kvenna náðu 5 ára lífslengd. Hækkað blóðurea og merki um vinstri slegilsstækkun á hjarta- rafriti við greiningu boðuðu skertar lífs- hoirfur. SUMMARY SEVERE HYPERTENSION (GRADE III AND GRADE IV) A study on tlie clinical course in 117 patients in Landspítalinn Medical Depariment 1957- 1971. The aim of this study was to evaluate the incidence, complications, survival time and causes of death of patients with severe hyper- tension (S.H.) (grade III and grade IV) who were admitted to Landspitalinn (The University Hospitai in Reykjavik med. depart.) during the years 1957-1971. During this period 117 patients were found to have S.H. according to the grading of Keith and Wagener (20 patients with grade IV, and 97 with grade III). It was found that relatively fewer patients with S.H. were admitted during the last 5 year-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.