Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Síða 91

Læknablaðið - 01.12.1974, Síða 91
LÆKNABLAÐIÐ 213 sýklar koma fyrir, sem eru sjaldgæfir hjá eldri börnum og fullorðnum, nema þeim sem hafa fyrirlæga sjúkdóma og veikta mótstöðu (17, 29). Mikið hefur verið rætt og ritað um mengisbólgu hjá nýfæddum og ýmsar skýringar gefnar á hárri tíðni og sýkingar- hætti. Varnarmáttur nýfæddra gegn gram- neikvæðum sýklum er lítill vegna skorts á mótefnum, sem ná ekki að berast að marki í gegnum legkökuna frá móður yfir í barn og þeirra eigin framleiðsla hefst ekki fyrr en eftir nokkrar vikur (19). Fyrirburðir hafa enn minni getu til mót- efnamyndunar en fullburða börn og þeim því hættara við sýkingum, þar á meðal mengisbólgu. í fæðingunni sjálfri og strax eftir hana kemst barnið í meiri eða minni snertingu við þarmasýkla. Sýnt hefur ver- ið fram á, að sýkingar hjá móðurinni, t. d. þvagsýking, notkun hjálpartækja í fæð- ingunni, ó'hreint legvatn, lífgunaraðgerðir á barninu, vökvagjöf í nafla þess, valda aukinni hættu á mengisbólgu (29). Þá er og hugsanlegt, að vaxandi notkun sýkla- lyfja, bæði hjá móður og barni hafi leitt til virkari og hættulegri sýklastofna (16, 29). Það eru því ýmis atriði þegar kunn, lífeðlisfræðileg eða bundin ytri aðstæðum, sem eru þess valdandi, að nýfæddu barni er hætt við mengisbólgu, þó ýmsum spurningum sé enn ósvarað í því sambandi. Ófullnægjandi lyfjameðferð gerir óljósa sjúkdómsmynd enn afbrigðilegri og grein- inguna erfiðari. Tala þeirra, sem deyja eða bera varanlegar menjar sjúkdómsins, er því há, 60—£0%, en breytilegar tölur eru uppgefnar, sem m. a. er komið undir því hvort eða hversu margir fyrirburðir eru í hópnum, sem um er fjallað (16). í þessu uppgjöri voru aðeins 5 börn inn- an 1 mánaðar aldurs og af þeim dóu 4. Þau voru öll fullburða, en 2 voru með myelomeningocele og sýklagreind við krufningu (str. haemolyticus, ps. pyocya- neus) Hjá þriðja barninu var mengisbólga ekki heldur greind fyrr en við krufningu (B-coli). Fjórða barnið var innlagt frá öðr- um spítala, þar sem ræktazt hafði ps.pyo- cyaneus úr mænuvökva, sem og einnig varð raunin á hér. Fimmta barnið og það eina, sem lifði, tókst ekki að sjúkdóms- greina fyrr en seint og það fékk hydrocep- 'halus. Ekkert barnanna tókst því að lækna, dánartala ásamt sequelae 100%. Eins og áður var vikið að, er mengis- bólga yfirleitt auðgreind hjá eldri börnum, þó með þeim undantekningum, að ófull- nægjandi sýklalyfjameðferð hafi breytt myndinni. Við minnsta grun um þennan sjúkdóm á að gera hryggstungu og fá mænuvökva til athugunar að undangeng- inni augnbotnarannsókn. Hryggstunga er hættulítil (32) og í engum þeim tilvikum, sem hún hefur verið gerð hér á deildinni hefur komið til eftirkasta, sem rekja mætti til hennar. Horfur: Eins og vikið hefur verið að, eru horfur nýfæddra barna með mengis- bólgu slæmar og þeim mun verri sem barnið er yngra, þegar það veikist og því fyrr sem það er fætt fyrir tímann. Auk aldurs fara horfur eftir sýklateg- und, hve sýking er yfirþyrmandi, hve veikindi hafa staðið lengi áður en meðferð hefst, lyfjanæmi viðkomandi sýkla og hvort fyrirlægur sjúkdómur er til staðar. Gram-neikvæðir sýklar hafa reynzt erfið- ari í meðferð en N.meningtidis, H.influen- zae og D.pneumoniae. Þó útlitið sé alltaf slæmt í syndroma Waterhouse-Friderich- sen, lætur N.meningitidis, af hinum þrem- ur aðallsýklategundum, hvað bezt undan lyfjameðferð og veldur sjaldnar dauða og sequelae. Krugman (23) segir og miðar þá við bandarískar aðstæður, að dánartala af völdum N.meningitidis liggi á milli 5 og 10%, H. influenzae um 10% og D.pneu- moniae 15%. Reynt hefur verið að meta horfur eftir þeim einkennum, sem til stað- ar eru, þegar sjúklingurinn leggst inn á spítala og gera sér þá strax grein fyrir í hvaða tilfellum þurfi að beita öðrum úr- ræðum til viðbótar hinni venjulegu með- ferð, ef sjúklingurinn á að lifa af. Mjög bráð veikindi með krömpum, meðvitund- arleysi og losti eru talin einkennandi fyrir sýkingu af völdum N.meningitidis og Mat- hies & Wehrle (27) segja sjúkdómsmynd- ina Waterhouse-Friderichsen koma fyrir hjá 5% mengisbólgutilfella af þessum upp- runa. Stiehm & Damrosch (35) teija að meta megi horfur sjúklinga með meningitis meningococcica eftir fimm einkennum: 1. Húðblæðingar, sem staðið hafa minna en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.